Atli Viðar Björnsson, framherji FH, varð eftir í London í ferðalagi liðsins til Bakú í Aserbaidídsjan en hann veiktist á leiðinni og verður hann því ekki með í leik liðanna annað kvöld. Þetta staðfesti Atli í samtali við mbl.is í dag.
Var ákvörðun tekin um að skilja Atla eftir í London til þess að vernda aðra leikmenn liðsins undan smiti en Inter Bakú leiðir 2-1 eftir fyrri leik liðanna í Kaplakrika. Það er því að miklu að keppa en sigurvegari einvígisins mætir spænska liðinu Athletic Bilbao í næstu umferð.
„Ég nældi líklegast í einhvern vírus og það er ekki hægt að segja að heilsan sé góð. Í fluginu út fór mér að líða illa og ég var einfaldlega búinn á því við komuna á flugvöllinn. Ég kemst líklega heim í dag, ég var í engu standi til að ferðast með liðinu áfram. Ég hef rétt komið niður einni ristaðri brauðsneið á síðasta sólarhring,“ sagði Dalvíkingurinn í samtali við mbl.is.
Atli Viðar er ekki eini leikmaðurinn sem verður fjarverandi annað kvöld en Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, staðfesti í samtali við mbl.is að hvorki Guðmann Þórisson né Steven Lennon hafi ferðast með liðinu vegna meiðsla.
Atli Viðar skilinn eftir í London vegna veikinda | Guðmann og Lennon fjarri góðu gamni
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn