Pírati skilur ekki þá sem vilja hafna flóttafólki: „Fleira fólk er góð þróun, ekki vond þróun“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 21. júlí 2015 19:01 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, styður það að Ísland taki við flóttafólki af mannúðarsjónarmiðum og efnahagslegum. Vísir/Samsett Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, segir það fullkomna þvælu að hafna flóttamönnum úr stríði á þeim forsendum að á Íslandi eigi íbúar sárt um að binda. Hann líkir því að fordæma það að veita flóttamönnum hæli við að fordæma barneignir; börn kosti samfélagið gríðarlega mikla peninga en flóttamenn skapi aftur á móti atvinnu og efnahagsleg umsvif. Þetta kemur fram í ummælum Helga við frétt Vísis um flóttamenn til Íslands í dag. Helgi segir að sér sé fyrirmunað að skilja ýmis ummæli sem lesendur Vísis hafa látið falla við athugasemdakerfi greinarinnar í dag. Ekki aðeins vegna mannúðarsjónarmiða heldur einnig af efnahagslegum ástæðum.Sjá einnig: Ísland tekur á móti fimmtíu flóttamönnum„Burtu með þetta flóttalið“Þónokkrir í athugasemdakerfinu hafa fordæmt það að Ísland hafi fallist á að taka við um fimmtíu flóttamönnum sem flúið hafa heimili sín yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu og Grikklands. Komið er svo að síðarnefndu löndin tvö geta ekki séð um þann gríðarlega fjölda flóttamanna sem komið hefur yfir landamæri þeirra að undanförnu og því gerðu ráðherrar Evrópusambandsríkjanna með sér samkomulag um að taka við að minnsta kosti fjörutíu þúsund þeirra og skipta sín á milli. Ummælin undir fyrrnefndri frétt eru af ýmsum toga. Vísir hefur tekið saman hér að neðan nokkur ummæli þeirra sem ósáttir eru við að Ísland taki við flóttamannahópnum. „Burtu með þetta flótta lið!!!“ segir einn. „Ömurleg ákvörðun,“ segir önnur. „Það á ekki undir neinum kringumstæðum að taka á móti flóttafólki, meðan íslenska ríkið, og bæjarfélög geta ekki séð íslenskum ríkisborgurum fyrir húsnæði,“ segir maður einn og hafa tólf líkað við ummælin. „Nei takk.“ „Nei, nei, ekki meira að taka á móti flóttamönnum til Íslands. Stopp.“ „Þetta er sorgleg ákvörðun þar sem hún er gerð á kostnað öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru á lágmarksbótum og geta ekki framfleytt sér.“ „Hvernig væri að brauðfæra okkar fólk áður en við brauðfærum aðra.“ „Nákvæmlega, hvað er í gangi. Þetta er allt sem vantar. Nóg komið af allskonar þjóðarbrotum á Íslandi. Kominn tími til að setja stopp á þetta.“Yfir fjórar milljónir manna hafa nú flúið Sýrland.NORDICPHOTOS/AFPForréttindi að fá að hafa áhyggjur af afkomu sinni á ÍslandiHelgi Hrafn svarar fyrrnefndum ummælum undir fréttinni. „Fyrst verð ég að segja það við háttvirta kommentara, að mér er algerlega fyrirmunað að sýna fólki samúð fyrir að eiga bágt á Íslandi, sem sýnir því ekki skilning að bjarga fólki frá stríði. Það eru meiriháttar forréttindi að hafa áhyggjur af afkomu sinni á Íslandi miðað við þær aðstæður sem þetta fólk flýr, já, líka fyrir öryrkja, aldraða, fanga, alla á Íslandi. Ég ætla ekki að lýsa því hvað gerist í stríði en fólk mætti hugsa sig tvisvar um áður en það byrjar að vorkenna sjálfu sér fyrir það að yfirvöld ætli að bjarga 50 manns frá mestu harmleikjum sem mannkynið þekkir.“ Þetta segir Helgi mannúðlegu rökin fyrir að taka á móti flóttafólkinu. Engin mótsögn felist í því að hjálpa þeim og einnig Íslendingum í neyð. Með því að samþykkja að taka á móti flóttafólki sé ekki verið að samþykkja að hjálpa ekki Íslendingum. Helgi Hrafn nefnir þó önnur rök sem eru af efnhagslegum toga. Það sé fullkomin þvæla sem felst í því að Ísland eigi að hafna flóttamönnum úr stríðum á þeim forsendum að hér á landi eigi fólk svo bágt.Líbíska strandgæslan bjargaði í vetur 108 manns af þessum gúmmíbáti, sem var að sökkva skammt undan landi.nordicphotos/AFPFlóttamenn stækki hagkerfið og það sé til hagsbóta fyrir alla„Ansi margir eru haldnir þeirri fullkomnu rangtrú að innflytjendur og flóttamenn, það er fólksfjölgun, kosti samfélagið. Það er nákvæmlega þveröfugt. Fleira fólk þýðir meiri vinnu, ekki minni. Stærra hagkerfi er betra fyrir alla, sérstaklega fólk sem ekki getur tekið þátt í vinnumarkaðnum af einhverjum ástæðum, svosem vegna elli eða örorku. Fólksfjölgun er góð, ekki slæm. Þegar fólk gefur sér að þetta fólk komi hingað bara til að lifa á kerfinu þá einfaldlega veit það ekki hvað það er að tala um.“ Hann nefnir fjölgun sýrlenskra matsölustaða í miðbæ Reykjavíkur sem skapa atvinnu og umsvif. „Þetta er síðan fyrir utan þá staðreynd að ef ekki væri fyrir innflytjendur, þá væri núna fólksfækkun í gangi á Íslandi, sem kemur sér einmitt mjög illa fyrir alla, ekki síst öryrkja, aldraða og aðra sem þurfa aðstoð ríkisins, vegna þess að eina fólkið sem fer, augljóslega, er fólkið sem getur farið. Eftir situr fólkið sem ýmist af efnahagslegum eða heilsufarslegum ástæðum getur ekki flutt úr landi.“Börn kosta samfélagið peningaHelgi segir að það verði að taka vel á móti flóttamönnum og kenna þeim að fóta sig í samfélaginu í stað þess að krefjast þess að það hreinlega „aðlagist“. Hann segir að í því felist ekki ölmusa og nefnir í því samhengi grunnskólakennslu. „Vitiði hvað kostar samfélagið peninga? Börn. Það tekur 16-20 ár fyrir barn að verða að þegn sem actually gefur til baka í hagkerfið. En ekki fer fólk með heykvíslarnar á loft yfir barneignum vegna þess að það veit af milljarða ára reynslu af því að fjölga sér, að fjölgun er góð, ekki slæm. Fleira fólk er góð þróun, ekki vond þróun. Það eina sem við þurfum að passa, er það sama og við pössum með börnin okkar, að nýja fólkið okkar, hvort sem fæðist hér eða annars staðar, hafi sem best tækifæri til að fóta sig í lífinu. Það er það eina sem við ættum að hafa áhyggjur af.“Fyrst verð ég að segja það við háttvirta kommentara, að mér er algerlega fyrirmunað að sýna fólki samúð fyrir að eiga bá...Posted by Helgi Hrafn Gunnarsson on Tuesday, July 21, 2015 Flóttamenn Tengdar fréttir 32 þúsund flóttamenn til annarra ESB landa Grikkland og Ítalía að þolmörkum komin og verður fólkið því flutt til annarra landa. 21. júlí 2015 07:03 2.700 flóttamönnum bjargað í nótt Þýskt herskip og björgunarskip á vegum Lækna án landamæra tóku þátt í aðgerðunum. 16. júlí 2015 08:07 Fjórar milljónir flóttamanna Flóttamenn sem yfirgefið hafa Sýrland frá upphafi borgarastyrjaldarinnar í landinu vorið 2011 eru nú orðnir fleiri en fjórar milljónir. Frá því greindu Sameinuðu þjóðirnar í gær. 11. júlí 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, segir það fullkomna þvælu að hafna flóttamönnum úr stríði á þeim forsendum að á Íslandi eigi íbúar sárt um að binda. Hann líkir því að fordæma það að veita flóttamönnum hæli við að fordæma barneignir; börn kosti samfélagið gríðarlega mikla peninga en flóttamenn skapi aftur á móti atvinnu og efnahagsleg umsvif. Þetta kemur fram í ummælum Helga við frétt Vísis um flóttamenn til Íslands í dag. Helgi segir að sér sé fyrirmunað að skilja ýmis ummæli sem lesendur Vísis hafa látið falla við athugasemdakerfi greinarinnar í dag. Ekki aðeins vegna mannúðarsjónarmiða heldur einnig af efnahagslegum ástæðum.Sjá einnig: Ísland tekur á móti fimmtíu flóttamönnum„Burtu með þetta flóttalið“Þónokkrir í athugasemdakerfinu hafa fordæmt það að Ísland hafi fallist á að taka við um fimmtíu flóttamönnum sem flúið hafa heimili sín yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu og Grikklands. Komið er svo að síðarnefndu löndin tvö geta ekki séð um þann gríðarlega fjölda flóttamanna sem komið hefur yfir landamæri þeirra að undanförnu og því gerðu ráðherrar Evrópusambandsríkjanna með sér samkomulag um að taka við að minnsta kosti fjörutíu þúsund þeirra og skipta sín á milli. Ummælin undir fyrrnefndri frétt eru af ýmsum toga. Vísir hefur tekið saman hér að neðan nokkur ummæli þeirra sem ósáttir eru við að Ísland taki við flóttamannahópnum. „Burtu með þetta flótta lið!!!“ segir einn. „Ömurleg ákvörðun,“ segir önnur. „Það á ekki undir neinum kringumstæðum að taka á móti flóttafólki, meðan íslenska ríkið, og bæjarfélög geta ekki séð íslenskum ríkisborgurum fyrir húsnæði,“ segir maður einn og hafa tólf líkað við ummælin. „Nei takk.“ „Nei, nei, ekki meira að taka á móti flóttamönnum til Íslands. Stopp.“ „Þetta er sorgleg ákvörðun þar sem hún er gerð á kostnað öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru á lágmarksbótum og geta ekki framfleytt sér.“ „Hvernig væri að brauðfæra okkar fólk áður en við brauðfærum aðra.“ „Nákvæmlega, hvað er í gangi. Þetta er allt sem vantar. Nóg komið af allskonar þjóðarbrotum á Íslandi. Kominn tími til að setja stopp á þetta.“Yfir fjórar milljónir manna hafa nú flúið Sýrland.NORDICPHOTOS/AFPForréttindi að fá að hafa áhyggjur af afkomu sinni á ÍslandiHelgi Hrafn svarar fyrrnefndum ummælum undir fréttinni. „Fyrst verð ég að segja það við háttvirta kommentara, að mér er algerlega fyrirmunað að sýna fólki samúð fyrir að eiga bágt á Íslandi, sem sýnir því ekki skilning að bjarga fólki frá stríði. Það eru meiriháttar forréttindi að hafa áhyggjur af afkomu sinni á Íslandi miðað við þær aðstæður sem þetta fólk flýr, já, líka fyrir öryrkja, aldraða, fanga, alla á Íslandi. Ég ætla ekki að lýsa því hvað gerist í stríði en fólk mætti hugsa sig tvisvar um áður en það byrjar að vorkenna sjálfu sér fyrir það að yfirvöld ætli að bjarga 50 manns frá mestu harmleikjum sem mannkynið þekkir.“ Þetta segir Helgi mannúðlegu rökin fyrir að taka á móti flóttafólkinu. Engin mótsögn felist í því að hjálpa þeim og einnig Íslendingum í neyð. Með því að samþykkja að taka á móti flóttafólki sé ekki verið að samþykkja að hjálpa ekki Íslendingum. Helgi Hrafn nefnir þó önnur rök sem eru af efnhagslegum toga. Það sé fullkomin þvæla sem felst í því að Ísland eigi að hafna flóttamönnum úr stríðum á þeim forsendum að hér á landi eigi fólk svo bágt.Líbíska strandgæslan bjargaði í vetur 108 manns af þessum gúmmíbáti, sem var að sökkva skammt undan landi.nordicphotos/AFPFlóttamenn stækki hagkerfið og það sé til hagsbóta fyrir alla„Ansi margir eru haldnir þeirri fullkomnu rangtrú að innflytjendur og flóttamenn, það er fólksfjölgun, kosti samfélagið. Það er nákvæmlega þveröfugt. Fleira fólk þýðir meiri vinnu, ekki minni. Stærra hagkerfi er betra fyrir alla, sérstaklega fólk sem ekki getur tekið þátt í vinnumarkaðnum af einhverjum ástæðum, svosem vegna elli eða örorku. Fólksfjölgun er góð, ekki slæm. Þegar fólk gefur sér að þetta fólk komi hingað bara til að lifa á kerfinu þá einfaldlega veit það ekki hvað það er að tala um.“ Hann nefnir fjölgun sýrlenskra matsölustaða í miðbæ Reykjavíkur sem skapa atvinnu og umsvif. „Þetta er síðan fyrir utan þá staðreynd að ef ekki væri fyrir innflytjendur, þá væri núna fólksfækkun í gangi á Íslandi, sem kemur sér einmitt mjög illa fyrir alla, ekki síst öryrkja, aldraða og aðra sem þurfa aðstoð ríkisins, vegna þess að eina fólkið sem fer, augljóslega, er fólkið sem getur farið. Eftir situr fólkið sem ýmist af efnahagslegum eða heilsufarslegum ástæðum getur ekki flutt úr landi.“Börn kosta samfélagið peningaHelgi segir að það verði að taka vel á móti flóttamönnum og kenna þeim að fóta sig í samfélaginu í stað þess að krefjast þess að það hreinlega „aðlagist“. Hann segir að í því felist ekki ölmusa og nefnir í því samhengi grunnskólakennslu. „Vitiði hvað kostar samfélagið peninga? Börn. Það tekur 16-20 ár fyrir barn að verða að þegn sem actually gefur til baka í hagkerfið. En ekki fer fólk með heykvíslarnar á loft yfir barneignum vegna þess að það veit af milljarða ára reynslu af því að fjölga sér, að fjölgun er góð, ekki slæm. Fleira fólk er góð þróun, ekki vond þróun. Það eina sem við þurfum að passa, er það sama og við pössum með börnin okkar, að nýja fólkið okkar, hvort sem fæðist hér eða annars staðar, hafi sem best tækifæri til að fóta sig í lífinu. Það er það eina sem við ættum að hafa áhyggjur af.“Fyrst verð ég að segja það við háttvirta kommentara, að mér er algerlega fyrirmunað að sýna fólki samúð fyrir að eiga bá...Posted by Helgi Hrafn Gunnarsson on Tuesday, July 21, 2015
Flóttamenn Tengdar fréttir 32 þúsund flóttamenn til annarra ESB landa Grikkland og Ítalía að þolmörkum komin og verður fólkið því flutt til annarra landa. 21. júlí 2015 07:03 2.700 flóttamönnum bjargað í nótt Þýskt herskip og björgunarskip á vegum Lækna án landamæra tóku þátt í aðgerðunum. 16. júlí 2015 08:07 Fjórar milljónir flóttamanna Flóttamenn sem yfirgefið hafa Sýrland frá upphafi borgarastyrjaldarinnar í landinu vorið 2011 eru nú orðnir fleiri en fjórar milljónir. Frá því greindu Sameinuðu þjóðirnar í gær. 11. júlí 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
32 þúsund flóttamenn til annarra ESB landa Grikkland og Ítalía að þolmörkum komin og verður fólkið því flutt til annarra landa. 21. júlí 2015 07:03
2.700 flóttamönnum bjargað í nótt Þýskt herskip og björgunarskip á vegum Lækna án landamæra tóku þátt í aðgerðunum. 16. júlí 2015 08:07
Fjórar milljónir flóttamanna Flóttamenn sem yfirgefið hafa Sýrland frá upphafi borgarastyrjaldarinnar í landinu vorið 2011 eru nú orðnir fleiri en fjórar milljónir. Frá því greindu Sameinuðu þjóðirnar í gær. 11. júlí 2015 07:00