Disney ósátt við klámvæðingu Stjörnustríðs Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júlí 2015 14:29 Mátturinn virðist ekki vera með grínistanum Amy Schumer eftir að hún sat fyrir í nýjasta tölublaði GQ þar sem hún sést eiga vingott við vélmennið C-3PO íklædd gullbikiníi Leiu prinsessu. Opinbera Twittersíða Stjörnustríðsmyndanna hefur varla haft undan við að svara æfum aðdáendum sexleiksins sem þykir leikkonan hafa farið langt yfir strikið við vanhelgun sína á gamalkunnum hetjum úr kvikmyndaröðinni. Forsíðan, þar sem Schumer sést sjúga fingur vélmennisins, fór fyrir brjóstið á mörgum aðdáendum sem flykktust á samfélagsmiðlana og lýstu vanþóknun sinni á þessari klámvæðingu fjölskyldumyndabálksins. Ekki batnaði það fyrir þá bálreiðu eftir að þeir flettu inn í blaðið því þar má meðal annars sjá grínistann sjúga brodd geislasverðs og liggja berbrjósta uppi í rúmi milli fyrrnefnds C-3PO og R2-D2 með sígarettu í munnvikinu.Aðstandendur myndanna tístu til óánægðra aðdáenda að þeir hefðu ekki komið að eða lagt blessun sína yfir „óviðeigandi“ notkun Amy Schumer og GQ á persónum úr Stjörnustríðsmyndunum. @RogueKnite Lucasfilm & Disney did not approve, participate in or condone the inappropriate use of our characters in this manner.— Star Wars (@starwars) July 16, 2015 Þó virðist vera sem það séu ekki allir á eitt ósáttir við þetta uppátæki Schumer en sjálfur Logi Geimgengill sagði á Twitter að hann hafi orðið spenntur við að sjá hana á forsíðunni og hefði viljað sjá hana í áttundu Stjörnustríðsmyndinni. Got excited when I saw @amyschumer @GQMagazine pics & thought she was just cast in Ep 8! We should be so lucky.— Mark Hamill (@HamillHimself) July 18, 2015 Svo hafa margir látið í veðri vaka að C-3PO sé samkynhneigt vélmenni, en það verður látið liggja á milli hluta hér. Hér að neðan má sjá Amy Schumer í rúminu með vélmennunum tveimur. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Mátturinn virðist ekki vera með grínistanum Amy Schumer eftir að hún sat fyrir í nýjasta tölublaði GQ þar sem hún sést eiga vingott við vélmennið C-3PO íklædd gullbikiníi Leiu prinsessu. Opinbera Twittersíða Stjörnustríðsmyndanna hefur varla haft undan við að svara æfum aðdáendum sexleiksins sem þykir leikkonan hafa farið langt yfir strikið við vanhelgun sína á gamalkunnum hetjum úr kvikmyndaröðinni. Forsíðan, þar sem Schumer sést sjúga fingur vélmennisins, fór fyrir brjóstið á mörgum aðdáendum sem flykktust á samfélagsmiðlana og lýstu vanþóknun sinni á þessari klámvæðingu fjölskyldumyndabálksins. Ekki batnaði það fyrir þá bálreiðu eftir að þeir flettu inn í blaðið því þar má meðal annars sjá grínistann sjúga brodd geislasverðs og liggja berbrjósta uppi í rúmi milli fyrrnefnds C-3PO og R2-D2 með sígarettu í munnvikinu.Aðstandendur myndanna tístu til óánægðra aðdáenda að þeir hefðu ekki komið að eða lagt blessun sína yfir „óviðeigandi“ notkun Amy Schumer og GQ á persónum úr Stjörnustríðsmyndunum. @RogueKnite Lucasfilm & Disney did not approve, participate in or condone the inappropriate use of our characters in this manner.— Star Wars (@starwars) July 16, 2015 Þó virðist vera sem það séu ekki allir á eitt ósáttir við þetta uppátæki Schumer en sjálfur Logi Geimgengill sagði á Twitter að hann hafi orðið spenntur við að sjá hana á forsíðunni og hefði viljað sjá hana í áttundu Stjörnustríðsmyndinni. Got excited when I saw @amyschumer @GQMagazine pics & thought she was just cast in Ep 8! We should be so lucky.— Mark Hamill (@HamillHimself) July 18, 2015 Svo hafa margir látið í veðri vaka að C-3PO sé samkynhneigt vélmenni, en það verður látið liggja á milli hluta hér. Hér að neðan má sjá Amy Schumer í rúminu með vélmennunum tveimur.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira