Disney ósátt við klámvæðingu Stjörnustríðs Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júlí 2015 14:29 Mátturinn virðist ekki vera með grínistanum Amy Schumer eftir að hún sat fyrir í nýjasta tölublaði GQ þar sem hún sést eiga vingott við vélmennið C-3PO íklædd gullbikiníi Leiu prinsessu. Opinbera Twittersíða Stjörnustríðsmyndanna hefur varla haft undan við að svara æfum aðdáendum sexleiksins sem þykir leikkonan hafa farið langt yfir strikið við vanhelgun sína á gamalkunnum hetjum úr kvikmyndaröðinni. Forsíðan, þar sem Schumer sést sjúga fingur vélmennisins, fór fyrir brjóstið á mörgum aðdáendum sem flykktust á samfélagsmiðlana og lýstu vanþóknun sinni á þessari klámvæðingu fjölskyldumyndabálksins. Ekki batnaði það fyrir þá bálreiðu eftir að þeir flettu inn í blaðið því þar má meðal annars sjá grínistann sjúga brodd geislasverðs og liggja berbrjósta uppi í rúmi milli fyrrnefnds C-3PO og R2-D2 með sígarettu í munnvikinu.Aðstandendur myndanna tístu til óánægðra aðdáenda að þeir hefðu ekki komið að eða lagt blessun sína yfir „óviðeigandi“ notkun Amy Schumer og GQ á persónum úr Stjörnustríðsmyndunum. @RogueKnite Lucasfilm & Disney did not approve, participate in or condone the inappropriate use of our characters in this manner.— Star Wars (@starwars) July 16, 2015 Þó virðist vera sem það séu ekki allir á eitt ósáttir við þetta uppátæki Schumer en sjálfur Logi Geimgengill sagði á Twitter að hann hafi orðið spenntur við að sjá hana á forsíðunni og hefði viljað sjá hana í áttundu Stjörnustríðsmyndinni. Got excited when I saw @amyschumer @GQMagazine pics & thought she was just cast in Ep 8! We should be so lucky.— Mark Hamill (@HamillHimself) July 18, 2015 Svo hafa margir látið í veðri vaka að C-3PO sé samkynhneigt vélmenni, en það verður látið liggja á milli hluta hér. Hér að neðan má sjá Amy Schumer í rúminu með vélmennunum tveimur. Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Mátturinn virðist ekki vera með grínistanum Amy Schumer eftir að hún sat fyrir í nýjasta tölublaði GQ þar sem hún sést eiga vingott við vélmennið C-3PO íklædd gullbikiníi Leiu prinsessu. Opinbera Twittersíða Stjörnustríðsmyndanna hefur varla haft undan við að svara æfum aðdáendum sexleiksins sem þykir leikkonan hafa farið langt yfir strikið við vanhelgun sína á gamalkunnum hetjum úr kvikmyndaröðinni. Forsíðan, þar sem Schumer sést sjúga fingur vélmennisins, fór fyrir brjóstið á mörgum aðdáendum sem flykktust á samfélagsmiðlana og lýstu vanþóknun sinni á þessari klámvæðingu fjölskyldumyndabálksins. Ekki batnaði það fyrir þá bálreiðu eftir að þeir flettu inn í blaðið því þar má meðal annars sjá grínistann sjúga brodd geislasverðs og liggja berbrjósta uppi í rúmi milli fyrrnefnds C-3PO og R2-D2 með sígarettu í munnvikinu.Aðstandendur myndanna tístu til óánægðra aðdáenda að þeir hefðu ekki komið að eða lagt blessun sína yfir „óviðeigandi“ notkun Amy Schumer og GQ á persónum úr Stjörnustríðsmyndunum. @RogueKnite Lucasfilm & Disney did not approve, participate in or condone the inappropriate use of our characters in this manner.— Star Wars (@starwars) July 16, 2015 Þó virðist vera sem það séu ekki allir á eitt ósáttir við þetta uppátæki Schumer en sjálfur Logi Geimgengill sagði á Twitter að hann hafi orðið spenntur við að sjá hana á forsíðunni og hefði viljað sjá hana í áttundu Stjörnustríðsmyndinni. Got excited when I saw @amyschumer @GQMagazine pics & thought she was just cast in Ep 8! We should be so lucky.— Mark Hamill (@HamillHimself) July 18, 2015 Svo hafa margir látið í veðri vaka að C-3PO sé samkynhneigt vélmenni, en það verður látið liggja á milli hluta hér. Hér að neðan má sjá Amy Schumer í rúminu með vélmennunum tveimur.
Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira