Lífið

Ný ógnvekjandi stikla úr Rétti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þættirnir verða mjög ógnvekjandi.
Þættirnir verða mjög ógnvekjandi.
Sjónvarpsserían Réttur er framleidd af Sagafilm og hefst á Stöð 2 í október. Serían er sú þriðja í röðinni en mjög frábrugðin fyrstu tveimur, Logi, leikinn af Magnúsi Jónssyni, og Brynhildur, leikinn af Jóhönnu Vigdísi, eru enn í aðalhlutverkum en nú vinna þau ekki saman á lögfræðistofu heldur koma bæði að því að aðstoða við rannsókn á dauða 14 ára stúlku, Láru, sem finnst hengd í Þjóðleikhúsinu.

Steinunn Ólína kemur inn ný í seríuna sem lögreglukonan Gabríela og með henni er Þorsteinn Bachman í hlutverki lögreglumannsins Högna.

Baldvin Z leikstýrir seríunni sem var skrifuð af Þorleifi Arnarsyni og Andra Óttarssyni.


Tengdar fréttir

Tilvísun í hræðilegan veruleika

Þorleifur Örn Arnarsson og Andri Óttarsson, gamlir vinir sem gætu virst ólíkir en skipa gott teymi, skrifuðu handritið að Rétti 3, sakamálaþætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.