Erlent

Brakið líklega úr MH370

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Talið er nær öruggt að brakið sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í gær sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem hvarf í mars í fyrra með 239 manns innanborðs. Brakinu verður flogið til Tolouse í Frakklandi síðar í dag til frekari greininga og leit á svæðinu verður framhaldið næstu daga.

Sérfræðingar sem hafa rannsakað ljósmyndir af brakinu hafa fullyrt að það sé úr Boeing 777 vél, líkt og MH317.  Hluturinn sem fanst er um tveggja metra langur og fannst um 10.000 kílómetrum frá þeim stað sem flugvélin sást síðast á ratsjá. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×