Aukið eftirlit með heimagistingum á borð við Airbnb sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. júlí 2015 12:45 Skattayfirvöld hafa þurft að bregðast hratt við auknum vinsældum leigusíðna á borð við AirBnb. Eftirlit með þeim hefur verið hert í samvinnu við lögreglu og eru hundruð mála nú til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. Þó hefur reynst erfitt að fylgjast með viðskiptum sem fara fram á síðunum. „Við höfum fylgst vel með þessu. Eins og þetta er sett upp í dag að þegar er farið inn á þessar síður þá er ekki hægt að fá upplýsingar um hverjir eru seljendur og hvaða eignir er verið að leigja út. Þannig að það gerir þetta eftirlit flóknara,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs ríkisskattstjóra. „Við höfum reynt að fara aðrar leiðir í þessu og gerum það með þeim hætti að við höfum skoðað greiðslur erlendis frá inn á íslenska bankareikninga. Þannig er farið í frávikagreiningu og þá uppgötvað misferli í skattskilum,“ bætir hann við. Sigurður segir mál sem varði greiðslur erlendis frá skipta hundruðum. Þó sé erfitt að segja til um nákvæman fjölda greiðslur vegna leigusíðna. „En þetta er umtalsvert,“ segir hann. Hátt í tvö þúsund íbúðir eru á lista yfir heimagistingar Airbnb, en þar leigja einstaklingar út eigin íbúð til ferðamanna sem koma hingað til lands. Sækja þarf um, og greiða fyrir sérstakt rekstrarleyfi til sýslumanns, áður en rekstur hefst og starfsleyfi til heilbrigðiseftirlitsins. Fjölmörg dæmi eru þó um að það sé ekki gert, en slíkur rekstur drýgir tekjur leigusala umtalsvert. Leiguverð á íbúðum er afar misjafnt eða allt frá nokkrum þúsund krónum upp í tugi þúsund króna fyrir glæsilegar íbúðir í hjarta Reykjavíkur. Á síðasta ári var fimm gistiheimilum lokað þar sem rekstrarleyfi voru ekki fyrir hendi. Engum hefur verið lokað á þessu ári, en nokkur lokunartilmæli hafa verið gefin út, að sögn Sigurðar. Tengdar fréttir Ferðamennirnir á Íslandi: Ætla að taka þær beygjur sem þeim dettur í hug Hidde og Sietske frá Hollandi hafa leigt bílaleigubíl en ekki ákveðið neitt annað. 9. júlí 2015 13:45 Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Egill Helgason segir Airbnb hafa vond áhrif á mannlífið en Hjálmar Gíslason segir Egil fara með bölvaða vitleysu. 16. júlí 2015 14:00 Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. 29. júlí 2015 13:12 Leigusamningum við námsmenn rift vegna áframleigu Námsmenn eru farnir að gera sér mat úr auknum straumi ferðamanna. 29. júlí 2015 19:30 Leigir þessi af þér á Airbnb? Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra. 22. júlí 2015 11:52 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Skattayfirvöld hafa þurft að bregðast hratt við auknum vinsældum leigusíðna á borð við AirBnb. Eftirlit með þeim hefur verið hert í samvinnu við lögreglu og eru hundruð mála nú til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. Þó hefur reynst erfitt að fylgjast með viðskiptum sem fara fram á síðunum. „Við höfum fylgst vel með þessu. Eins og þetta er sett upp í dag að þegar er farið inn á þessar síður þá er ekki hægt að fá upplýsingar um hverjir eru seljendur og hvaða eignir er verið að leigja út. Þannig að það gerir þetta eftirlit flóknara,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs ríkisskattstjóra. „Við höfum reynt að fara aðrar leiðir í þessu og gerum það með þeim hætti að við höfum skoðað greiðslur erlendis frá inn á íslenska bankareikninga. Þannig er farið í frávikagreiningu og þá uppgötvað misferli í skattskilum,“ bætir hann við. Sigurður segir mál sem varði greiðslur erlendis frá skipta hundruðum. Þó sé erfitt að segja til um nákvæman fjölda greiðslur vegna leigusíðna. „En þetta er umtalsvert,“ segir hann. Hátt í tvö þúsund íbúðir eru á lista yfir heimagistingar Airbnb, en þar leigja einstaklingar út eigin íbúð til ferðamanna sem koma hingað til lands. Sækja þarf um, og greiða fyrir sérstakt rekstrarleyfi til sýslumanns, áður en rekstur hefst og starfsleyfi til heilbrigðiseftirlitsins. Fjölmörg dæmi eru þó um að það sé ekki gert, en slíkur rekstur drýgir tekjur leigusala umtalsvert. Leiguverð á íbúðum er afar misjafnt eða allt frá nokkrum þúsund krónum upp í tugi þúsund króna fyrir glæsilegar íbúðir í hjarta Reykjavíkur. Á síðasta ári var fimm gistiheimilum lokað þar sem rekstrarleyfi voru ekki fyrir hendi. Engum hefur verið lokað á þessu ári, en nokkur lokunartilmæli hafa verið gefin út, að sögn Sigurðar.
Tengdar fréttir Ferðamennirnir á Íslandi: Ætla að taka þær beygjur sem þeim dettur í hug Hidde og Sietske frá Hollandi hafa leigt bílaleigubíl en ekki ákveðið neitt annað. 9. júlí 2015 13:45 Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Egill Helgason segir Airbnb hafa vond áhrif á mannlífið en Hjálmar Gíslason segir Egil fara með bölvaða vitleysu. 16. júlí 2015 14:00 Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. 29. júlí 2015 13:12 Leigusamningum við námsmenn rift vegna áframleigu Námsmenn eru farnir að gera sér mat úr auknum straumi ferðamanna. 29. júlí 2015 19:30 Leigir þessi af þér á Airbnb? Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra. 22. júlí 2015 11:52 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ferðamennirnir á Íslandi: Ætla að taka þær beygjur sem þeim dettur í hug Hidde og Sietske frá Hollandi hafa leigt bílaleigubíl en ekki ákveðið neitt annað. 9. júlí 2015 13:45
Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Egill Helgason segir Airbnb hafa vond áhrif á mannlífið en Hjálmar Gíslason segir Egil fara með bölvaða vitleysu. 16. júlí 2015 14:00
Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. 29. júlí 2015 13:12
Leigusamningum við námsmenn rift vegna áframleigu Námsmenn eru farnir að gera sér mat úr auknum straumi ferðamanna. 29. júlí 2015 19:30
Leigir þessi af þér á Airbnb? Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra. 22. júlí 2015 11:52