Þúsund dollara bónus ef vinur kaupir Tesla Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2015 09:34 Tesla Model S. Ef eigandi Tesla bíls í Bandaríkjunum sannfærir einhvern kunningja sinn að kaupa Tesla bíl fær hann greiddan 1.000 dollara bónus. Það sem meira er, það fær kaupandinn líka sem afslátt af bílnum. Þetta fyrirkomulag verður við líði frá og með gærdeginum og út september. Upphæðin, samtals 2.000 dollarar er táknræn þar sem Tesla segir að bílaframleiðendur greiði í raun um 2.000 dollara fyrir hvern þann bíl sem bílasalar þar vestra selja. Tesla selur hinsvegar beint til almennings og sparar með því þessa 2.000 dollara. Elon Musk forstjóri Tesla vill meina að hver einasti eigandi Tesla Model S bíls segi að minnsta kosti 10 vinum sínum frá ágæti bílsins og því séu núverandi eigendur bílsins bestu sölumenn hans. Því ættu þeir einmitt að græða á veittum upplýsingum um bílinn og sölu samskonar bíls til vina sinna, en ekki einhver bílasala. Í sumum ríkjum Bandaríkjanna hefur Tesla ekki fengið leyfi til að selja bíla sína beint frá verksmiðjunni heldur kveða lög þar á um að allir seldir bílar þurfi að fara í gegnum viðurkenndar bílasölur. Það á t.d. við um ríki eins og Texas og Connecticut. Með þessum aðgerðum nú er Tesla að skera upp herör gegn þeim fáu fylkjum sem viðhalda þessum einkennilegu lögum í von um breytingar. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Ef eigandi Tesla bíls í Bandaríkjunum sannfærir einhvern kunningja sinn að kaupa Tesla bíl fær hann greiddan 1.000 dollara bónus. Það sem meira er, það fær kaupandinn líka sem afslátt af bílnum. Þetta fyrirkomulag verður við líði frá og með gærdeginum og út september. Upphæðin, samtals 2.000 dollarar er táknræn þar sem Tesla segir að bílaframleiðendur greiði í raun um 2.000 dollara fyrir hvern þann bíl sem bílasalar þar vestra selja. Tesla selur hinsvegar beint til almennings og sparar með því þessa 2.000 dollara. Elon Musk forstjóri Tesla vill meina að hver einasti eigandi Tesla Model S bíls segi að minnsta kosti 10 vinum sínum frá ágæti bílsins og því séu núverandi eigendur bílsins bestu sölumenn hans. Því ættu þeir einmitt að græða á veittum upplýsingum um bílinn og sölu samskonar bíls til vina sinna, en ekki einhver bílasala. Í sumum ríkjum Bandaríkjanna hefur Tesla ekki fengið leyfi til að selja bíla sína beint frá verksmiðjunni heldur kveða lög þar á um að allir seldir bílar þurfi að fara í gegnum viðurkenndar bílasölur. Það á t.d. við um ríki eins og Texas og Connecticut. Með þessum aðgerðum nú er Tesla að skera upp herör gegn þeim fáu fylkjum sem viðhalda þessum einkennilegu lögum í von um breytingar.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent