Sigrún Þuríður fyrst íslenskra kvenna yfir Ermasundið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. ágúst 2015 21:38 Sigrún í sjónum. mynd/ermasund sigrúnar Sigríður Þuríður Geirsdóttir varð í kvöld fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Það gerði hún á 23 klukkustundum og 30 mínútum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigríður fer yfir sundið en áður hafði hún synt boðsund yfir það í tvígang. Ermarsundið er 34 kílómetrar þar sem það er styst en sundið getur verið allt að 50-60 kílómetrar þar sem öldur og straumar hafsins geta borið sundfólk af leið. Benedikt Hjartarson hafði fram að þessu verið eini Íslendingurinn til að synda yfir sundið en það gerði hann árið 2008. Benedikt fylgdist spenntur með í tölvunni að heiman frá Íslandi. „Það eru strangar reglur sem gilda um sundið en þegar út í er komið máttu ekki koma upp úr eða koma við skipið sem fylgir þér,“ segir Benedikt. Sundgarparnir verða því að nærast á leiðinni.Sigrún er nú stödd þar sem græna pílan er.„Í hennar tilfelli rétta þeir henni orkudrykki og litla bita út til hennar með veiðistöng. Hjálparbúnaður er ekki leyfilegur. Hlífðarföt sem hjálpa við að halda á þér hita eru til að mynda bönnuð,“ segir Benedikt og bætir við að fyrsta klukkutímann sé bannað að drekka eða nærast. Það sé hins vegar heimilt á hálftíma fresti eftir það. Hægt var að fylgjast með för Sigrúnar með því að smella hér. Skipið sem fylgir henni heitir Gallivant og er merkt með grænni pílu. Til gamans má geta að Ástralinn Trent Grimsey á metið yfir skemmstan tíma yfir sundið. Árið 2012 synti hann yfir á tímanum sex klukkustundir og 55 mínútur. Hin tékkneska Yvetta Hlavacova á metið í kvennaflokki en hún synti á sjö klukkustundum og 25 mínútum árið 2006. Sú sem oftast hefur synt sundið er hin breska Alison Streeter en hún hefur synt það 43 sinnum. „Í hópi Sigrúnar er ein sem ætlar að synda sundið þrisvar sinnum en hún er komin langleiðina aftur til Dover. Slíkt fólk er náttúrulega afreksfólk sem er kannski líka smá geggjað,“ bætir Benedikt við og hlær. Tengdar fréttir Ermarsundshetju fagnað Benedikt Hjartarsyni var fagnað í móttöku starfsfólks ÍTR á Ylströndinni í Nauthólsvík nú seinnipartinn í tilefni sunds hans yfir Ermarsund síðast liðinn miðvikudag. 21. júlí 2008 18:38 Benedikt verður að bíta á jaxlinn - Stunginn af marglyttu í dag "Hann verður bara að bíta á jaxlinn. Það er það eina í stöðunni," segir Benedikt Lafleur sjósundkappi aðsurður hvaða ráð hann eigi handa Bendedikti Hjartarsyni sem freistar þess í dag að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að synda yfir Ermasundið. 16. júlí 2008 15:13 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Sigríður Þuríður Geirsdóttir varð í kvöld fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsundið. Það gerði hún á 23 klukkustundum og 30 mínútum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigríður fer yfir sundið en áður hafði hún synt boðsund yfir það í tvígang. Ermarsundið er 34 kílómetrar þar sem það er styst en sundið getur verið allt að 50-60 kílómetrar þar sem öldur og straumar hafsins geta borið sundfólk af leið. Benedikt Hjartarson hafði fram að þessu verið eini Íslendingurinn til að synda yfir sundið en það gerði hann árið 2008. Benedikt fylgdist spenntur með í tölvunni að heiman frá Íslandi. „Það eru strangar reglur sem gilda um sundið en þegar út í er komið máttu ekki koma upp úr eða koma við skipið sem fylgir þér,“ segir Benedikt. Sundgarparnir verða því að nærast á leiðinni.Sigrún er nú stödd þar sem græna pílan er.„Í hennar tilfelli rétta þeir henni orkudrykki og litla bita út til hennar með veiðistöng. Hjálparbúnaður er ekki leyfilegur. Hlífðarföt sem hjálpa við að halda á þér hita eru til að mynda bönnuð,“ segir Benedikt og bætir við að fyrsta klukkutímann sé bannað að drekka eða nærast. Það sé hins vegar heimilt á hálftíma fresti eftir það. Hægt var að fylgjast með för Sigrúnar með því að smella hér. Skipið sem fylgir henni heitir Gallivant og er merkt með grænni pílu. Til gamans má geta að Ástralinn Trent Grimsey á metið yfir skemmstan tíma yfir sundið. Árið 2012 synti hann yfir á tímanum sex klukkustundir og 55 mínútur. Hin tékkneska Yvetta Hlavacova á metið í kvennaflokki en hún synti á sjö klukkustundum og 25 mínútum árið 2006. Sú sem oftast hefur synt sundið er hin breska Alison Streeter en hún hefur synt það 43 sinnum. „Í hópi Sigrúnar er ein sem ætlar að synda sundið þrisvar sinnum en hún er komin langleiðina aftur til Dover. Slíkt fólk er náttúrulega afreksfólk sem er kannski líka smá geggjað,“ bætir Benedikt við og hlær.
Tengdar fréttir Ermarsundshetju fagnað Benedikt Hjartarsyni var fagnað í móttöku starfsfólks ÍTR á Ylströndinni í Nauthólsvík nú seinnipartinn í tilefni sunds hans yfir Ermarsund síðast liðinn miðvikudag. 21. júlí 2008 18:38 Benedikt verður að bíta á jaxlinn - Stunginn af marglyttu í dag "Hann verður bara að bíta á jaxlinn. Það er það eina í stöðunni," segir Benedikt Lafleur sjósundkappi aðsurður hvaða ráð hann eigi handa Bendedikti Hjartarsyni sem freistar þess í dag að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að synda yfir Ermasundið. 16. júlí 2008 15:13 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Ermarsundshetju fagnað Benedikt Hjartarsyni var fagnað í móttöku starfsfólks ÍTR á Ylströndinni í Nauthólsvík nú seinnipartinn í tilefni sunds hans yfir Ermarsund síðast liðinn miðvikudag. 21. júlí 2008 18:38
Benedikt verður að bíta á jaxlinn - Stunginn af marglyttu í dag "Hann verður bara að bíta á jaxlinn. Það er það eina í stöðunni," segir Benedikt Lafleur sjósundkappi aðsurður hvaða ráð hann eigi handa Bendedikti Hjartarsyni sem freistar þess í dag að verða fyrsti Íslendingurinn til þess að synda yfir Ermasundið. 16. júlí 2008 15:13