Hafa fengið sig fullsödd af gæsum og steggjum í Gleðigöngunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2015 14:23 Gleðigangan fer fram á morgun. Vísir/Valli „Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu, þá hefurðu ekkert að gera hingað,“ sagði Harvey við móður sína í kvikmyndinni Torch Song Trilogy. Sömu skilaboð senda skipuleggjendur Hinsegin daga til þeirra sem notað hafa vettvanginn undanfarin ár sem hluta af gæsun og steggjun vina sinna. „Með gleðigöngunni fögnum við sigrum sem unnist hafa í mannréttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi og látum í ljósi þakklæti til ættingja okkar og vina fyrir að koma með á bátinn og standa með okkur af heilum hug. Með sýnileikanum styrkjum við líka það fólk sem vildi svo gjarnan brjótast út úr skápnum en sér ennþá ástæðu til að hika,“ segir í pistli sem Birna Hrönn Björnsdóttir og Þorvaldur Kristinsson skrifa á vef Hinsegin daga.Atriðið sem skipuleggjendur vísa í úr Torch Song Trilogy má sjá hér að neðan. Bæði hafa umtalsverða reynslu af málefnum hinsegin fólks á Íslandi þar á meðal við undirbúning og framkvæmd Hinsegin daga í Reykjavík sem nær hámarki ár hvert með gleðigöngunni. „Það stingur þess vegna í stúf við markmið okkar þegar mannvirðing og jafnrétti eru höfð að háði og spotti. Það hefur gerst hvað eftir annað hin síðustu ár að gagnkynhneigt fólk sem verið er að steggja og gæsa fyrir brúðkaupið reynir að troðast óboðið inn í gleðigönguna,“ segir í pistli þeirra. Tilgangurinn sé ekki að sýna samstöðu heldur þvert á móti að lýsa niðurlægingu viðkomandi steggs eða gæsar.Birna og Þorvaldur.Mynd af vef Hinsegin daga„„Ha, ha, auminginn, villtist inní Gay Pride gönguna! Er hann kannski hommi?!“ Myndbandsupptökur af „ævintýrinu“ eru síðan sýndar í brúðkaupsveislunni og hlegið dátt að óförum brúðarinnar eða brúðgumans.“ Þau Birna og Þorvaldur segja þátttakendum í göngunni ekki bjóðandi að lenda við hlið einhvers sem sýnir göngunni og þátttakendum þá lítilsvirðingu sem fylgi steggjum og gæsum í brúðkaupshugleiðingum á þessum vettvangi. „Við bjóðum alla hjartanlega velkomna sem slást í hóp göngufólks af góðum hug – líka fuglana á Tjörninni ef þeim býður svo við að horfa – en biðjum ófiðraða steggi og fjaðralausar gæsir um að skemmta sér á öðrum vettvangi þennan dag.“Uppfært klukkan 20:54 Pistill Birnu og Þorvaldar birtist upphaflega í dagskrárriti Hinsegin daga árið 2012 en var endurbirtur á vef hátíðarinnar í dag. Hinsegin Tengdar fréttir Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka taka þátt í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn í sögu göngunnar sem pólitískar ungliðahreyfingar taka þátt. 7. ágúst 2015 07:24 Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð „Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. 7. ágúst 2015 14:00 Föstudagsviðtalið: „Bolvíkingurinn sem djammaði með Freddie Mercury“ Einar Þór Jónsson, formaður HIV-samtakanna, var fyrstur Íslendinga til að koma út úr skápnum sem HIV-smitaður hommi. Hann ræðir um fjölskylduna, átakanlega tíma á níunda áratugnum, og hvernig hann öðlaðist nýtt líf með tilkomu lyfja sem halda veirunni nið 7. ágúst 2015 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
„Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu, þá hefurðu ekkert að gera hingað,“ sagði Harvey við móður sína í kvikmyndinni Torch Song Trilogy. Sömu skilaboð senda skipuleggjendur Hinsegin daga til þeirra sem notað hafa vettvanginn undanfarin ár sem hluta af gæsun og steggjun vina sinna. „Með gleðigöngunni fögnum við sigrum sem unnist hafa í mannréttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi og látum í ljósi þakklæti til ættingja okkar og vina fyrir að koma með á bátinn og standa með okkur af heilum hug. Með sýnileikanum styrkjum við líka það fólk sem vildi svo gjarnan brjótast út úr skápnum en sér ennþá ástæðu til að hika,“ segir í pistli sem Birna Hrönn Björnsdóttir og Þorvaldur Kristinsson skrifa á vef Hinsegin daga.Atriðið sem skipuleggjendur vísa í úr Torch Song Trilogy má sjá hér að neðan. Bæði hafa umtalsverða reynslu af málefnum hinsegin fólks á Íslandi þar á meðal við undirbúning og framkvæmd Hinsegin daga í Reykjavík sem nær hámarki ár hvert með gleðigöngunni. „Það stingur þess vegna í stúf við markmið okkar þegar mannvirðing og jafnrétti eru höfð að háði og spotti. Það hefur gerst hvað eftir annað hin síðustu ár að gagnkynhneigt fólk sem verið er að steggja og gæsa fyrir brúðkaupið reynir að troðast óboðið inn í gleðigönguna,“ segir í pistli þeirra. Tilgangurinn sé ekki að sýna samstöðu heldur þvert á móti að lýsa niðurlægingu viðkomandi steggs eða gæsar.Birna og Þorvaldur.Mynd af vef Hinsegin daga„„Ha, ha, auminginn, villtist inní Gay Pride gönguna! Er hann kannski hommi?!“ Myndbandsupptökur af „ævintýrinu“ eru síðan sýndar í brúðkaupsveislunni og hlegið dátt að óförum brúðarinnar eða brúðgumans.“ Þau Birna og Þorvaldur segja þátttakendum í göngunni ekki bjóðandi að lenda við hlið einhvers sem sýnir göngunni og þátttakendum þá lítilsvirðingu sem fylgi steggjum og gæsum í brúðkaupshugleiðingum á þessum vettvangi. „Við bjóðum alla hjartanlega velkomna sem slást í hóp göngufólks af góðum hug – líka fuglana á Tjörninni ef þeim býður svo við að horfa – en biðjum ófiðraða steggi og fjaðralausar gæsir um að skemmta sér á öðrum vettvangi þennan dag.“Uppfært klukkan 20:54 Pistill Birnu og Þorvaldar birtist upphaflega í dagskrárriti Hinsegin daga árið 2012 en var endurbirtur á vef hátíðarinnar í dag.
Hinsegin Tengdar fréttir Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka taka þátt í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn í sögu göngunnar sem pólitískar ungliðahreyfingar taka þátt. 7. ágúst 2015 07:24 Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð „Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. 7. ágúst 2015 14:00 Föstudagsviðtalið: „Bolvíkingurinn sem djammaði með Freddie Mercury“ Einar Þór Jónsson, formaður HIV-samtakanna, var fyrstur Íslendinga til að koma út úr skápnum sem HIV-smitaður hommi. Hann ræðir um fjölskylduna, átakanlega tíma á níunda áratugnum, og hvernig hann öðlaðist nýtt líf með tilkomu lyfja sem halda veirunni nið 7. ágúst 2015 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka taka þátt í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn í sögu göngunnar sem pólitískar ungliðahreyfingar taka þátt. 7. ágúst 2015 07:24
Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð „Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. 7. ágúst 2015 14:00
Föstudagsviðtalið: „Bolvíkingurinn sem djammaði með Freddie Mercury“ Einar Þór Jónsson, formaður HIV-samtakanna, var fyrstur Íslendinga til að koma út úr skápnum sem HIV-smitaður hommi. Hann ræðir um fjölskylduna, átakanlega tíma á níunda áratugnum, og hvernig hann öðlaðist nýtt líf með tilkomu lyfja sem halda veirunni nið 7. ágúst 2015 07:00