Mazda hættir sölu Mazda5 vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2015 09:11 Mazda5 fjölnotabíllinn. Mazda hefur verið iðið við kynningu nýrra bíla undanfarið en ein gerð Mazda bíla mun þó hverfa að sjónarsviðinu í Bandaríkjunum á þessu ári, þ.e. Mazda 5 fjölnotabíllinn. Mazda5 er þeirrar gerðar bíll sem margir hafa nefnt strumpastrætóa og falla í flokk MPV-bíla (Multi Purpose Vehicle). Slíkir bílar hafa verið mjög á undanhaldi og jeppar og jepplingar að mestu leyst þá af hólmi. Því hafa fleiri bílaframleiðendur en Mazda lagt af slíka bíla. Mazda mun hætta sölu hans á þessu ári. Mazda5 hefur reyndar aldrei verið neinn magnsölubíll og á sínu besta ári í Bandaríkjunum, árið 2008, seldust ekki nema 22.000 eintök af bílnum. Nú seljast ekki nema ríflega 10.000 eintök af honum þar á ári og með því telur hann ekki nema um 4% af heildarsölu Mazda vestanhafs. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Mazda hefur verið iðið við kynningu nýrra bíla undanfarið en ein gerð Mazda bíla mun þó hverfa að sjónarsviðinu í Bandaríkjunum á þessu ári, þ.e. Mazda 5 fjölnotabíllinn. Mazda5 er þeirrar gerðar bíll sem margir hafa nefnt strumpastrætóa og falla í flokk MPV-bíla (Multi Purpose Vehicle). Slíkir bílar hafa verið mjög á undanhaldi og jeppar og jepplingar að mestu leyst þá af hólmi. Því hafa fleiri bílaframleiðendur en Mazda lagt af slíka bíla. Mazda mun hætta sölu hans á þessu ári. Mazda5 hefur reyndar aldrei verið neinn magnsölubíll og á sínu besta ári í Bandaríkjunum, árið 2008, seldust ekki nema 22.000 eintök af bílnum. Nú seljast ekki nema ríflega 10.000 eintök af honum þar á ári og með því telur hann ekki nema um 4% af heildarsölu Mazda vestanhafs.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent