Airbus sækir um einkaleyfi fyrir nýjar „Concorde-þotur“ Atli Ísleifsson skrifar 6. ágúst 2015 11:16 Mynd af Concorde MSN1 á flugsafninu í Blagnac í suðvesturhluta Frakklands. Vísir/AFP Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur skilað inn umsókn um einkaleyfi fyrir „nýjar Concorde-þotur“. Verði þoturnar að veruleika verður hægt að fljúga milli London og New York á einni klukkustund í stað þeirra sjö sem það tekur nú.Í frétt Business Insider segir að hámarkshraði þotunnar verði Mach 4,5 eða rúmlega fjórfaldur hljóðhraði. Í fimmtán gráðu lofthita samsvarar það um 4.900 kílómetra hraða.Concorde tekin út umferð 2003 Síðustu Concorde-þoturnar voru teknar úr umferð árið 2003 en með þeim tók um þrjá og hálfan tíma að fljúga milli London og New York. Ástæður þess að hætt var að nota vélina má að stærstum hluta rekja til flugslyss í París árið 2000 þar sem 113 manns fórust.Einungis tuttugu farþegar Nýja þotan á einungis að taka tuttugu farþega, sem bendir til að reynt verði að höfða til mjög takmarkaðs hóps ferðamnna. Verði ráðist í gerð þotnanna munu þær taka lóðrétt á loft og vera með þrjá ólíkar gerðir af hreyflum knúnum gasi. Flughæðin á að vera um 30 þúsund metrar, en „venjulegar“ flugfélar fljúga flestar í um 10 þúsund metra hæð. Að neðan má sjá myndband af YouTube þar sem rýnt er í þotuna. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur skilað inn umsókn um einkaleyfi fyrir „nýjar Concorde-þotur“. Verði þoturnar að veruleika verður hægt að fljúga milli London og New York á einni klukkustund í stað þeirra sjö sem það tekur nú.Í frétt Business Insider segir að hámarkshraði þotunnar verði Mach 4,5 eða rúmlega fjórfaldur hljóðhraði. Í fimmtán gráðu lofthita samsvarar það um 4.900 kílómetra hraða.Concorde tekin út umferð 2003 Síðustu Concorde-þoturnar voru teknar úr umferð árið 2003 en með þeim tók um þrjá og hálfan tíma að fljúga milli London og New York. Ástæður þess að hætt var að nota vélina má að stærstum hluta rekja til flugslyss í París árið 2000 þar sem 113 manns fórust.Einungis tuttugu farþegar Nýja þotan á einungis að taka tuttugu farþega, sem bendir til að reynt verði að höfða til mjög takmarkaðs hóps ferðamnna. Verði ráðist í gerð þotnanna munu þær taka lóðrétt á loft og vera með þrjá ólíkar gerðir af hreyflum knúnum gasi. Flughæðin á að vera um 30 þúsund metrar, en „venjulegar“ flugfélar fljúga flestar í um 10 þúsund metra hæð. Að neðan má sjá myndband af YouTube þar sem rýnt er í þotuna.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira