Sport

Lawler ætlar að verja titilinn í Ástralíu

Lawler í bardaganum gegn McDonald.
Lawler í bardaganum gegn McDonald. vísir/getty
Fjórum mánuðum eftir blóðugan bardaga ársins ætlar Robbie Lawler að vera titil sinn í veltivigtinni.

Bardagi Lawler og Rory McDonald í Las Vegas þann 11. júlí síðastliðinn verður lengi í minnum hafður. Það var einn blóðugasti bardagi sem sést hefur lengi og báðir bardagakappar sýndu einstakann viljastyrk og elju í að halda áfram þó svo þeir væru stórslasaðir og alblóðugir.

Lawler var þrisvar sinnum nálægt því að verða rotaðir í bardaganum og var 3-1 undir hjá dómurunum fyrir lokalotuna. Þá náði járnkarlinn að rota McDonald og halda heimsmeistaratitlinum.

McDonald verður eitthvað lengur frá en Lawler treystir sér í að berjast á ný. Þann 14. nóvember mun hann verja titil sinn gegn Carlos Condit í Ástralíu.

Condit snéri aftur í lok maí eftir ár á meiðslalistanum. Hann vann þá Thiago Alves í annarri lotu. Hann er fjórði á styrkleikalista UFC.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×