Lífið

Mynd Einars Baldvins valin til úrslita á The Wrap

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Einar Baldvin hefur farið með kvikmyndina sína víðsvegar um heiminn. Hann sést hér á myndinni lengst til hægri.
Einar Baldvin hefur farið með kvikmyndina sína víðsvegar um heiminn. Hann sést hér á myndinni lengst til hægri.
Mynd Einars Baldvins Árnasonar The Pride of Strathmoor hefur verið valin til úrslita á kvikmyndahátíðinni The Wrap sem fer nú fram í fjórða sinn. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Aðeins myndir sem hafa unnið til verðlauna á öðrum kvikmyndahátíðum eru gjaldgengar í hana [The Wrap]. The Pride of Strathmoor vann bæði aðalverðlaun í flokki teiknimynda á Slamdance og Florida Film Festival. The Pride of Strathmoor hefur verið sýnd um allan heim, var frumsýnd á hinni virtur Telluride hátíð í Colorado og keppir einnig í flokkinum besta norræna myndin á Nordisk Panorama í haust.

Myndirnar eru aðgengilegar á netinu til 18. ágúst en hægt er að horfa á myndina hér að neðan og jafnframt kjósa um áhorfendaverðlaun. Sigurvegari þeirra hlýtur 10.000 Bandaríkjadali til að vinna að nýrri mynd,“ segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×