Fótbolti

Fiorentina og Liverpool í viðræðum um Borini

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Þessi mynd lýsir ferli Borini hjá Liverpool vel, hlutirnir einfaldlega duttu ekki fyrir hann.
Þessi mynd lýsir ferli Borini hjá Liverpool vel, hlutirnir einfaldlega duttu ekki fyrir hann. Vísir/Getty
Samkvæmt heimildum SkySports eru Fiorentina og Liverpool í viðræðum um ítalska framherjann Fabio Borini en samkvæmt heimildum enska miðilsins er um kaupsamning að ræða að þessu sinni.

Borini sem var á sínum tíma fyrstu kaup Brendan Rodgers hjá Liverpool hefur ekki tekist festa sig í sessi hjá Liverpool en hann lék aðeins 20 leiki á fyrsta tímabili sínu hjá félaginu vegna meiðsla og skoraði í þeim tvö mörk. Eyddi hann öðru tímabili sínu í herbúðum Liverpool á láni hjá Sunderland þar sem hann lék alls 40 leiki og skoraði í þeim 10 mörk, meðal annars í úrslitum deildarbikarsins.

Liverpool samþykkti tilboð QPR og Sunderland í leikmanninn síðasta sumar en Borini var ekki tilbúinn til þess að gefast upp á ferli sínum hjá Liverpool og hafnaði tilboðunum. Hann fékk þrátt fyrir það fá tækifæri hjá Liverpool en hann lék átján leiki í öllum keppnum og skoraði aðeins eitt mark.

Ítalska félagið er á höttunum eftir framherja eftir að hafa selt þýska framherjann Mario Gomez til Besiktas á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×