Robert Downey Jr. tekjuhæsti leikari heims Birgir Olgeirsson skrifar 5. ágúst 2015 11:47 Robert Downey Jr. er tekjuhæsti leikarinn þriðja árið í röð. Vísir/Getty Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hefur gefið út lista yfir hæstlaunuðu leikarana á árinu 2015. Þar er leikarinn Robert Downey Jr. efstur á lista með 80 milljónir dollara, eða um 10,7 milljarða íslenskra króna. Þetta er þriðja árið í röð sem Downey Jr. er efstur á þessum lista en hann hefur þénað vel í hlutverki sínu sem Tony Stark í Marvel-myndunum. Síðast sáum við Downey Jr. í hlutverki Starks í myndinni Avengers: Age of Ultron en hann mun næst birtast sem Járnmaðurinn í myndinni Captain America: Civil War sem er væntanleg á næsta ári. Er hann sagður fá 40 milljónir dollara fyrir þá mynd. Stærstur hluti af þessum 80 milljónum dollara sem hann er sagður hafa þénað á árinu kemur vegna hlutdeildar Downey Jr. í tekjum þeirra mynda þar sem hann leikur Stark en Avengers: Age of Ultron hefur tekið inn um 1,4 milljarða dollara í miðasölu á heimsvísu.2. Jackie Chan Í öðru sæti á listanum en kínverski leikarinn Jackie Chan sem er með 50 milljónir dollara, eða um 6,7 milljarða íslenskra króna, á árinu sem má rekja til velgengni myndarinnar Dragon Blade í Kína. Chan fær þó ekki aðeins tekjur af leik í kvikmyndum því hann gefur út sína eigin Jackie Chan-vörulínu, rekur Segway-umboð og einnig stóra kvikmyndahúsakeðju.3. Vin Diesel. Í þriðja sæti er bandaríski leikarinn Vin Diesel með 47 milljónir dollara á árinu, 6,3 milljarðar íslenskra króna, en hannmalar gull á hlutverki sínu sem Dominic Toretto í Fast and Furios-seríunni. Sjöunda myndin, Furious 7, tók inn 1,5 milljarð dollara í miðasölu en 77 prósent þeirra tekna mynduðust utan Bandaríkjanna. Diesel nýtur gífurlegra vinsælda um þessar mundir og eru til að mynda 93 milljónir notenda sem fylgjast með Facebook-síðu hans. Hann er væntanlegur í myndinni The Last Witch Hunter en Ólafur Darri okkar fer einnig með hlutverk í þeirri mynd.4. Bradley Cooper Í fjórða sæti er bandaríski leikarinn Bradley Cooper sem er með 41,5 milljónir , tæpa 5,6 milljarðar íslenskra króna, á árinu. Cooper er sagður búa yfir þeim eiginleika að geta hoppað á milli drama- og gamanmynda. Á árinu mátti sjá hann í myndinni Aloha og stríðsdramanu American Sniper. Clint Eastwood var leikstjóri seinni myndarinnar og fór Cooper með aðahlutverkið. Ásamt því var Cooper einn af framleiðendum myndarinnar um bandarísku leyniskyttunnar.5. Adam Sandler Í fimmta sæti er bandaríski gamanleikarinn Adam Sandler með 41 milljón dollara, 5,5 milljarða króna, á árinu. Hann heldur áfram að mala gull þrátt fyrir að myndir hans fái jafnan slæma dóma hjá gagnrýnendum. Hann sást síðast í myndinni Pixels en Forbes segir myndir hans njóta mikilla vinsælda á VOD-leigumarkaðinum.6. Tom Cruise Í sjötta sæti er bandaríski leikarinn Tom Cruise með 40 milljónir dollara, 5,3 milljarða íslenskra króna, á árinu. Hann getur þakkað þessi laun sín velgengni fimmtu Mission Impossible-myndarinnar sem er nýkomin í kvikmyndahús og einnig velgengni Edge of Tomorrow sem kom út á síðasta ári.7. - 8. Amitabh Bachchan og Salman Khan Í sjöunda og áttunda sæti er indversku leikararnir Amitabh Bachchan og Salman Khan. Báðir eru þeir sagðir með 33,5 milljónir dollara á árinu en indverskir kvikmyndagerðarmenn eru sagðir ná að drýgja tekjur sínar töluvert með því að selja sýningarréttinn að kvikmynda sínum til sjónvarpsstöðva. Bachchan hefur leikið í 150 myndum á 50 ára ferli sínum og er ein af þeim Bollywood-stjörnum sem fær einnig hlutdeild í tekjum myndanna sem hann leikur í ásamt því að vera spyrill í indversku útgáfunni af spurningaþættinum Viltu vinna milljón en átta seríur hafa verið framleiddar. Salman Khan hefur leikið í 80 kvikmyndum frá árinu 1989 en hann kemur einnig að framleiðslu kvikmynda. Hann hefur einnig verið þáttastjórandi raunveruleikaþátta á borð við Bigg Boss og Big Brother á Indlandi. Þá er hann einnig með góðar tekjur af auglýsingum og er til að mynda eitt af andlitum gosdrykkjarins Thumbs Up, indverska útgáfan af Coca-Cola, og Suzuki.9. Akshay Kumar Í níunda sæti er indverski leikarinn Akshay Kumar sem hefur leikið í 150 kvikmyndum frá árinu 1992. Hann er einn af duglegust leikurum Bollywood en hann leikur að jafnaði í fjórum kvikmyndum á ári. Ásamt því að leika í vinsælum kvikmyndum er hann einnig þáttastjórnandi Dare 2 Dance og einnig með digra auglýsingasamninga.10. Mark Whalberg Í tíunda sæti er bandaríski leikarinn Mark Whalberg með 32 milljónir dollara á árinu, eða sem nemur um 4,3 milljörðum íslenskra króna. Hann hefur þénað vel undanfarið ár á myndunum Ted 2 og Transformers: Age of Extinction. Fyrirtæki hans framleiddi einnig Entourage-kvikmyndina og nýjustu sjónvarpsþáttaröð Dwayne Johnson sem nefnist Ballers. Sjáðu listann í heild hér. Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hefur gefið út lista yfir hæstlaunuðu leikarana á árinu 2015. Þar er leikarinn Robert Downey Jr. efstur á lista með 80 milljónir dollara, eða um 10,7 milljarða íslenskra króna. Þetta er þriðja árið í röð sem Downey Jr. er efstur á þessum lista en hann hefur þénað vel í hlutverki sínu sem Tony Stark í Marvel-myndunum. Síðast sáum við Downey Jr. í hlutverki Starks í myndinni Avengers: Age of Ultron en hann mun næst birtast sem Járnmaðurinn í myndinni Captain America: Civil War sem er væntanleg á næsta ári. Er hann sagður fá 40 milljónir dollara fyrir þá mynd. Stærstur hluti af þessum 80 milljónum dollara sem hann er sagður hafa þénað á árinu kemur vegna hlutdeildar Downey Jr. í tekjum þeirra mynda þar sem hann leikur Stark en Avengers: Age of Ultron hefur tekið inn um 1,4 milljarða dollara í miðasölu á heimsvísu.2. Jackie Chan Í öðru sæti á listanum en kínverski leikarinn Jackie Chan sem er með 50 milljónir dollara, eða um 6,7 milljarða íslenskra króna, á árinu sem má rekja til velgengni myndarinnar Dragon Blade í Kína. Chan fær þó ekki aðeins tekjur af leik í kvikmyndum því hann gefur út sína eigin Jackie Chan-vörulínu, rekur Segway-umboð og einnig stóra kvikmyndahúsakeðju.3. Vin Diesel. Í þriðja sæti er bandaríski leikarinn Vin Diesel með 47 milljónir dollara á árinu, 6,3 milljarðar íslenskra króna, en hannmalar gull á hlutverki sínu sem Dominic Toretto í Fast and Furios-seríunni. Sjöunda myndin, Furious 7, tók inn 1,5 milljarð dollara í miðasölu en 77 prósent þeirra tekna mynduðust utan Bandaríkjanna. Diesel nýtur gífurlegra vinsælda um þessar mundir og eru til að mynda 93 milljónir notenda sem fylgjast með Facebook-síðu hans. Hann er væntanlegur í myndinni The Last Witch Hunter en Ólafur Darri okkar fer einnig með hlutverk í þeirri mynd.4. Bradley Cooper Í fjórða sæti er bandaríski leikarinn Bradley Cooper sem er með 41,5 milljónir , tæpa 5,6 milljarðar íslenskra króna, á árinu. Cooper er sagður búa yfir þeim eiginleika að geta hoppað á milli drama- og gamanmynda. Á árinu mátti sjá hann í myndinni Aloha og stríðsdramanu American Sniper. Clint Eastwood var leikstjóri seinni myndarinnar og fór Cooper með aðahlutverkið. Ásamt því var Cooper einn af framleiðendum myndarinnar um bandarísku leyniskyttunnar.5. Adam Sandler Í fimmta sæti er bandaríski gamanleikarinn Adam Sandler með 41 milljón dollara, 5,5 milljarða króna, á árinu. Hann heldur áfram að mala gull þrátt fyrir að myndir hans fái jafnan slæma dóma hjá gagnrýnendum. Hann sást síðast í myndinni Pixels en Forbes segir myndir hans njóta mikilla vinsælda á VOD-leigumarkaðinum.6. Tom Cruise Í sjötta sæti er bandaríski leikarinn Tom Cruise með 40 milljónir dollara, 5,3 milljarða íslenskra króna, á árinu. Hann getur þakkað þessi laun sín velgengni fimmtu Mission Impossible-myndarinnar sem er nýkomin í kvikmyndahús og einnig velgengni Edge of Tomorrow sem kom út á síðasta ári.7. - 8. Amitabh Bachchan og Salman Khan Í sjöunda og áttunda sæti er indversku leikararnir Amitabh Bachchan og Salman Khan. Báðir eru þeir sagðir með 33,5 milljónir dollara á árinu en indverskir kvikmyndagerðarmenn eru sagðir ná að drýgja tekjur sínar töluvert með því að selja sýningarréttinn að kvikmynda sínum til sjónvarpsstöðva. Bachchan hefur leikið í 150 myndum á 50 ára ferli sínum og er ein af þeim Bollywood-stjörnum sem fær einnig hlutdeild í tekjum myndanna sem hann leikur í ásamt því að vera spyrill í indversku útgáfunni af spurningaþættinum Viltu vinna milljón en átta seríur hafa verið framleiddar. Salman Khan hefur leikið í 80 kvikmyndum frá árinu 1989 en hann kemur einnig að framleiðslu kvikmynda. Hann hefur einnig verið þáttastjórandi raunveruleikaþátta á borð við Bigg Boss og Big Brother á Indlandi. Þá er hann einnig með góðar tekjur af auglýsingum og er til að mynda eitt af andlitum gosdrykkjarins Thumbs Up, indverska útgáfan af Coca-Cola, og Suzuki.9. Akshay Kumar Í níunda sæti er indverski leikarinn Akshay Kumar sem hefur leikið í 150 kvikmyndum frá árinu 1992. Hann er einn af duglegust leikurum Bollywood en hann leikur að jafnaði í fjórum kvikmyndum á ári. Ásamt því að leika í vinsælum kvikmyndum er hann einnig þáttastjórnandi Dare 2 Dance og einnig með digra auglýsingasamninga.10. Mark Whalberg Í tíunda sæti er bandaríski leikarinn Mark Whalberg með 32 milljónir dollara á árinu, eða sem nemur um 4,3 milljörðum íslenskra króna. Hann hefur þénað vel undanfarið ár á myndunum Ted 2 og Transformers: Age of Extinction. Fyrirtæki hans framleiddi einnig Entourage-kvikmyndina og nýjustu sjónvarpsþáttaröð Dwayne Johnson sem nefnist Ballers. Sjáðu listann í heild hér.
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira