Innlent

„Ég var lamin á Þjóðhátíð fyrir að vera feministi“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Stella segir þrjár stelpur hafa ráðist að sér við hvítu tjöldin í dalnum.
Stella segir þrjár stelpur hafa ráðist að sér við hvítu tjöldin í dalnum. myndir/stella
„Þetta voru einhverjar stelpur fullar í dalnum sem vissu greinilega hver ég var,“ segir Stella Briem Friðriksdóttir en hún varð fyrir líkamsárás á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt. Hún segir ástæðuna fyrir árásinni hafa verið þá að hún er yfirlýstur feministi. 

Stella er formaður Feministafélgas Verzlunarskóla Íslands og hefur verið virkur þátttakandi í samfélagsmiðlabyltingunum það sem af er ári. Á Twitter má finna mynd af Stellu í kjölfar árásarinnar sem vinkona hennar birtir.

„Ég sat ásamt vinum mínum hjá hvítu tjöldunum þegar þær komu þrjár saman og voru eitthvað að atast í okkur. Það hélt áfram í smástund þangað til að orðið feministi bar á góma. Ég reyndi að ræða við þær um það en þá sprakk allt í háaloft, þær stukku á mig og ég lá í grasinu með þær á mér,“ segir Stella. Hún þekkir enga af stelpunum sem réðust á hana.

Þegar blaðamaður náði af henni tali var hún enn stödd í Eyjum og á leið að fá áverkavottorð og að kæra árásina. „Ég ætla að kæra þetta. Ekki spurning. Það kemur ekkert annað til greina. Maður á að kæra allt svona kjaftæði.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×