Ungur maður fluttur með sjúkraflugi af þjóðhátíð vegna heilablæðingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2015 12:35 Úr Herjólfsdal í gærkvöldi. Vísir/Óskar P. Friðriksson Ungur maður var fluttur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur seint í gærkvöldi vegna áverka sem hann hafði hlotið á höfði. Grunur leikur á að honum hafi hlotnast áverkarnir í slagsmálum. Maðurinn, sem er aðkomumaður, hafði leitað á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum með mar á höfði og við rannsókn kviknaði grunur að blætt hafði inn á heila mannsins. Var honum því flogið á gjörgæsludeild í Fossvogi þar sem sá grunur var staðfestur og var hann drifinn í aðgerð vegna þessa. Að sögn vakthafandi lækna tókst aðgerðin vel og sá slasaði allur að koma til.Sjá einnig: Gæslumaður skallaður og spellvirki á harðahlaupum í EyjumAð sögn Jóhannesar Ólafssonar vaktstjóra í Vestmannaeyjum er mál mannsins til rannsóknar en ekki liggur fyrir hvernig honum hlotnuðust áverkarnir. Ekki sé hægt að staðfesta að þeir séu tilkomnir vegna höfuðhöggs sem einhver hafi veitt honum enda hafi engin vitni orðið að því. Það sé allt eins líklegt að hann hafi fallið með fyrrgreindum afleiðingum. Jóhannes segist ekki geta útilokað það en samferðafólk mannsins hafi tjáð lögreglu að það hafi ekki séð neina árásarmenn. Jóhannes segir að málið sé litið alvarlegum augum og að lögreglan vinni nú í því að kanna myndabandsupptökur af svæðinu. Eins og staðan er sé „allt mjög óljóst.“Uppfært klukkan 15:58Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að læknir á bráðamóttöku hefði talið að einhver hefði veitt manninum höfuðhögg. Ekki var rétt eftir lækninum haft og er beðist afsökunar á því. Tengdar fréttir Gæslumaður skallaður og spellvirki á harðahlaupum í Eyjum Á sjötta tug fíkniefnamála hefur komið upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum það sem af er hátíðinni. Lang mest er um hvít efni að ræða. 2. ágúst 2015 09:47 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Ungur maður var fluttur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur seint í gærkvöldi vegna áverka sem hann hafði hlotið á höfði. Grunur leikur á að honum hafi hlotnast áverkarnir í slagsmálum. Maðurinn, sem er aðkomumaður, hafði leitað á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum með mar á höfði og við rannsókn kviknaði grunur að blætt hafði inn á heila mannsins. Var honum því flogið á gjörgæsludeild í Fossvogi þar sem sá grunur var staðfestur og var hann drifinn í aðgerð vegna þessa. Að sögn vakthafandi lækna tókst aðgerðin vel og sá slasaði allur að koma til.Sjá einnig: Gæslumaður skallaður og spellvirki á harðahlaupum í EyjumAð sögn Jóhannesar Ólafssonar vaktstjóra í Vestmannaeyjum er mál mannsins til rannsóknar en ekki liggur fyrir hvernig honum hlotnuðust áverkarnir. Ekki sé hægt að staðfesta að þeir séu tilkomnir vegna höfuðhöggs sem einhver hafi veitt honum enda hafi engin vitni orðið að því. Það sé allt eins líklegt að hann hafi fallið með fyrrgreindum afleiðingum. Jóhannes segist ekki geta útilokað það en samferðafólk mannsins hafi tjáð lögreglu að það hafi ekki séð neina árásarmenn. Jóhannes segir að málið sé litið alvarlegum augum og að lögreglan vinni nú í því að kanna myndabandsupptökur af svæðinu. Eins og staðan er sé „allt mjög óljóst.“Uppfært klukkan 15:58Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að læknir á bráðamóttöku hefði talið að einhver hefði veitt manninum höfuðhögg. Ekki var rétt eftir lækninum haft og er beðist afsökunar á því.
Tengdar fréttir Gæslumaður skallaður og spellvirki á harðahlaupum í Eyjum Á sjötta tug fíkniefnamála hefur komið upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum það sem af er hátíðinni. Lang mest er um hvít efni að ræða. 2. ágúst 2015 09:47 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Gæslumaður skallaður og spellvirki á harðahlaupum í Eyjum Á sjötta tug fíkniefnamála hefur komið upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum það sem af er hátíðinni. Lang mest er um hvít efni að ræða. 2. ágúst 2015 09:47