Draumurinn kann þetta ennþá | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2015 19:15 Hakeem sýndi að hann hefur engu gleymt. vísir/afp Fyrsti NBA-leikurinn í Afríku fór fram í dag þegar heimsliðið vann úrvalslið Afríku, 101-97, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Í úrvalsliði Afríku, sem var skipað Afríkumönnum eða leikmönnum af afrískum ættum, voru leikmenn á borð við Loul Deng, Nicolas Batum og Boris Diaw, auk þess sem gömlu hetjurnar Dikembe Mutombo og Hakeem Olajuwon stigu á stokk. Hinn 52 ára gamli Hakeem sýndi að hann hefur engu gleymt en mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann setti niður stökkskot í 2. leikhluta eftir eina eina af sínum frægu gabbhreyfingum. Körfuna má sjá í myndbandinu hér að neðan. „Þetta var eftirminnileg reynsla,“ sagði Chris Paul, leikstjórnandi Los Angeles Clippers, sem var fyrirliði heimsliðsins sem innihélt m.a. Bradley Beal, Kenneth Farid, Nikola Vucevic og spænsku bræðurna Pau og Marc Gasol. „Ég sagði við Drauminn (viðurnefni Hakeems) að ég gæti ekki ímyndað hvernig hann hefði verið þegar hann var upp á sitt besta, miðað við hvernig hann hreyfir sig í dag.“ Beal var stigahæstur í heimsliðinu með 18 stig, en Lionel Hollins, þjálfari Brooklyn Nets, stýrði því. Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks, skoraði 22 stig fyrir Afríkuliðið sem Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, stýrði. Loul Deng, leikmaður Miami Heat, segir að viðburður sem þessi sé mikilvægur fyrir útbreiðslu körfuboltans. „Þegar ég var krakki átti ég aldrei möguleika á að sjá NBA-leiki og hvað þá að hitta stjörnurnar. Ég get ekki lýst því hvernig það er að koma aftur til Afríku og taka þátt í svona leik,“ sagði Deng sem fæddist í Suður-Súdan. NBA Tengdar fréttir Markmiðið er að einn daginn verði NBA leikur í Afríku Framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar segir að markmiðið sé að undirbúningsleikur og síðar leikur í NBA-deildinni fari fram í Afríku einn daginn. 30. júlí 2015 20:30 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Fyrsti NBA-leikurinn í Afríku fór fram í dag þegar heimsliðið vann úrvalslið Afríku, 101-97, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Í úrvalsliði Afríku, sem var skipað Afríkumönnum eða leikmönnum af afrískum ættum, voru leikmenn á borð við Loul Deng, Nicolas Batum og Boris Diaw, auk þess sem gömlu hetjurnar Dikembe Mutombo og Hakeem Olajuwon stigu á stokk. Hinn 52 ára gamli Hakeem sýndi að hann hefur engu gleymt en mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hann setti niður stökkskot í 2. leikhluta eftir eina eina af sínum frægu gabbhreyfingum. Körfuna má sjá í myndbandinu hér að neðan. „Þetta var eftirminnileg reynsla,“ sagði Chris Paul, leikstjórnandi Los Angeles Clippers, sem var fyrirliði heimsliðsins sem innihélt m.a. Bradley Beal, Kenneth Farid, Nikola Vucevic og spænsku bræðurna Pau og Marc Gasol. „Ég sagði við Drauminn (viðurnefni Hakeems) að ég gæti ekki ímyndað hvernig hann hefði verið þegar hann var upp á sitt besta, miðað við hvernig hann hreyfir sig í dag.“ Beal var stigahæstur í heimsliðinu með 18 stig, en Lionel Hollins, þjálfari Brooklyn Nets, stýrði því. Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks, skoraði 22 stig fyrir Afríkuliðið sem Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, stýrði. Loul Deng, leikmaður Miami Heat, segir að viðburður sem þessi sé mikilvægur fyrir útbreiðslu körfuboltans. „Þegar ég var krakki átti ég aldrei möguleika á að sjá NBA-leiki og hvað þá að hitta stjörnurnar. Ég get ekki lýst því hvernig það er að koma aftur til Afríku og taka þátt í svona leik,“ sagði Deng sem fæddist í Suður-Súdan.
NBA Tengdar fréttir Markmiðið er að einn daginn verði NBA leikur í Afríku Framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar segir að markmiðið sé að undirbúningsleikur og síðar leikur í NBA-deildinni fari fram í Afríku einn daginn. 30. júlí 2015 20:30 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Markmiðið er að einn daginn verði NBA leikur í Afríku Framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar segir að markmiðið sé að undirbúningsleikur og síðar leikur í NBA-deildinni fari fram í Afríku einn daginn. 30. júlí 2015 20:30
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli