Rólegt hjá lögreglunni: Skilaði peningaveski sem var stútfullt af reiðufé Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. ágúst 2015 09:43 Það var nokkuð rólegt hjá lögreglunni fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar. vísir/vilhelm Verslunarmannahelgin hófst á rólegu nótunum samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum landsins. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var formlega sett í gær og síðastliðinn sólarhring eða svo hefur fólk streymt til Eyja. Talið er að um tíu þúsund manns taki þátt í hátíðarhöldunum í Herjólfsdal þessa Verslunarmannahelgina. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að nóttin hafi gengið afar vel. Enginn alvarleg mál hafi komið upp. Einn gisti fangageymslu sökum ölvunar. Þá hafa þrjátíu fíkniefnamál komið upp í Vestmannaeyjum það sem af er en sex lögreglumenn sinna þessum málum málaflokki á Þjóðhátíð. Þeir njóta liðsinnis þriggja fíkniefnahunda. Jóhannes segir málin þrjátíu taka til neysluskammta. Efnin eru jafnframt af ýmsum toga en fyrst og fremst hvít efni. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Selfossi gekk umferðin til Landeyjahafnar vel. Hún hafi verið þétt en sama og ekkert hafi verið um hraðakstur. Engin óhöpp urðu. Það gekk einnig vel á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fer fram. Að sögn lögreglu var lítil ölvun í bænum. Eitthvað var um smá pústra og tveir sváfu úr sér í fangageymslu. Einn var tekinn fyrir akstur undir áhrifum víns. Á sama stað fer Unglingalandsmót UMFÍ fram þessa helgi. Lögreglan segir að lítið sé um að gestir hátíðanna rekist hvor á annan. Keppendur og fjölskyldur þeirra séu á öðru tjaldstæði og oftar en ekki sé fólkið á ferli á mismunandi tímum sólarhringsins. Á Neskaupsstað fer Neistaflug fram. Samkvæmt Jónasi Wilhelmssyni, yfirlögregluþjóni á Austurlandi, var lítill erill. Það hafi verið örlítið nudd en ekkert umfram það sem við var að búast. Enginn gisti fangageymslur og enginn var tekinn fyrir ölvunarakstur. Jónas segir að eftirlit með komu gesta hafi verið töluvert og nokkrir hafi verið teknir fyrir hraðakstur og að auki hafi folk verið stöðvað þar sem eftirvagnar þeirra voru ekki fullnægjandi. Fimm hafi verið sendir raklaust í næstu verslun að kaupa sér framlengingu á baksýnisspegla sína. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum má síðan finna sögu af manni sem fann seðlaveski og skilaði því til lögreglunnar. Veskið var fullt af reiðufé og tilheyrði erlendum ferðamanni. Hann var gráti næst þegar hún kom og sótti veski sitt til lögreglunnar.Óþekktur aðili kom á lögreglustöðina við Hringbraut í dag og skilaði inn veski sem hann fann á bensínstöð í umdæminu. Þa...Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Friday, 31 July 2015 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Verslunarmannahelgin hófst á rólegu nótunum samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum landsins. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var formlega sett í gær og síðastliðinn sólarhring eða svo hefur fólk streymt til Eyja. Talið er að um tíu þúsund manns taki þátt í hátíðarhöldunum í Herjólfsdal þessa Verslunarmannahelgina. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að nóttin hafi gengið afar vel. Enginn alvarleg mál hafi komið upp. Einn gisti fangageymslu sökum ölvunar. Þá hafa þrjátíu fíkniefnamál komið upp í Vestmannaeyjum það sem af er en sex lögreglumenn sinna þessum málum málaflokki á Þjóðhátíð. Þeir njóta liðsinnis þriggja fíkniefnahunda. Jóhannes segir málin þrjátíu taka til neysluskammta. Efnin eru jafnframt af ýmsum toga en fyrst og fremst hvít efni. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Selfossi gekk umferðin til Landeyjahafnar vel. Hún hafi verið þétt en sama og ekkert hafi verið um hraðakstur. Engin óhöpp urðu. Það gekk einnig vel á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fer fram. Að sögn lögreglu var lítil ölvun í bænum. Eitthvað var um smá pústra og tveir sváfu úr sér í fangageymslu. Einn var tekinn fyrir akstur undir áhrifum víns. Á sama stað fer Unglingalandsmót UMFÍ fram þessa helgi. Lögreglan segir að lítið sé um að gestir hátíðanna rekist hvor á annan. Keppendur og fjölskyldur þeirra séu á öðru tjaldstæði og oftar en ekki sé fólkið á ferli á mismunandi tímum sólarhringsins. Á Neskaupsstað fer Neistaflug fram. Samkvæmt Jónasi Wilhelmssyni, yfirlögregluþjóni á Austurlandi, var lítill erill. Það hafi verið örlítið nudd en ekkert umfram það sem við var að búast. Enginn gisti fangageymslur og enginn var tekinn fyrir ölvunarakstur. Jónas segir að eftirlit með komu gesta hafi verið töluvert og nokkrir hafi verið teknir fyrir hraðakstur og að auki hafi folk verið stöðvað þar sem eftirvagnar þeirra voru ekki fullnægjandi. Fimm hafi verið sendir raklaust í næstu verslun að kaupa sér framlengingu á baksýnisspegla sína. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum má síðan finna sögu af manni sem fann seðlaveski og skilaði því til lögreglunnar. Veskið var fullt af reiðufé og tilheyrði erlendum ferðamanni. Hann var gráti næst þegar hún kom og sótti veski sitt til lögreglunnar.Óþekktur aðili kom á lögreglustöðina við Hringbraut í dag og skilaði inn veski sem hann fann á bensínstöð í umdæminu. Þa...Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Friday, 31 July 2015
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira