Alltaf stöngin út hjá okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2015 07:00 Fram er aðeins tveimur stigum frá fallsæti í 1. deildinni. vísir/andri marinó „Auðvitað er þetta ekki boðlegt hjá stjórnarmanninum,“ segir Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, en ótrúlegt atvik átti sér stað á leik Fram og Selfoss á þriðjudag. Þá vatt Viðar Guðjónsson, stjórnarmaður í Fram, sér upp að Pétri Péturssyni, þjálfara liðsins, í miðjum leik og vildi eiga orðaskipti við hann. Pétur tók það óstinnt upp, ýtti Viðari frá sér og sagði honum að „drulla“ sér í burtu. Hvorki Pétur né Viðar vildu ræða málið við íþróttadeild í gær en Viðar ákvað seinni partinn í gær að stíga tímabundið til hliðar sem stjórnarmaður. „Stjórnarmaður á ekkert erindi við þjálfarann meðan á leik stendur. Hann baðst líka afsökunar á þessu eftir leik. Það hefði verið gjörsamlega glórulaust hjá honum að gera þetta á þessum tímapunkti. Ef stjórnarmaður hefur eitthvað að segja við þjálfarann þá á hann að ræða það fyrir leik eða eftir leik.“ Þessi uppákoma kristallar að mörgu leyti ástandið hjá þessu gamla stórveldi. Það er í frjálsu falli og gæti fallið um tvær deildir á tveimur árum. Það er ansi mikið fyrir félag með glæsta sögu og sem vann bikarkeppnina árið 2013.Pétur Pétursson lenti saman við stjórnarmann Fram á þriðjudaginn.vísir/andri marinóFram er aðeins tveimur stigum frá fallsæti í 1. deild og á mjög erfiða leiki eftir. Þar á meðal gegn tveimur efstu liðunum og svo eru útileikir gegn Grindavík og HK. „Þegar menn eru svekktir og fúlir þá eru allir óánægðir. Þetta eru vonbrigði fyrir alla sem að þessu koma. Við erum keppnismenn og okkur líður ekki vel með stöðuna. Þetta er skelfilegt,“ segir Sverrir en hann hefur ekki þorað að hugsa það til enda ef Fram fellur niður í 2. deild. „Það yrði skelfilegt. Ég er reyndar að vinna við sorglega hluti alla daga þannig að ég yrði betur í stakk búinn að taka því en margir aðrir,“ segir formaðurinn kíminn en hann er útfararstjóri. „Ef menn girða sig í brók og taka mannalega á hlutunum þá er þetta hægt. Við höfum líka verið mjög óheppnir og misst fimm menn út á síðustu vikum. Tveir með hettusótt og svo meiðsli. Það dettur líka ekkert með okkur í sumar. Þetta er allt stöngin út að þessu sinni.“ Fram féll úr Pepsi-deildinni síðasta sumar og Bjarni Guðjónsson hætti þá með liðið. Í kjölfarið missti Fram heilt lið frá sér. Sú uppbygging sem átti að vera í gangi var fokin út um gluggann. Þjálfarinn sem tók við, Kristinn R. Jónsson, hætti svo og Pétur Pétursson tók við. „Þetta er búið að vera streð hjá okkur og pirringur kominn í allt hjá okkur. Við megum ekki við því heldur verðum við að standa saman. Það er fullt af stigum í pottinum og við megum ekki við því að hengja haus núna.“Næsti leikur Fram er gegn Þrótti á laugardaginn.vísir/andri marinóFyrir utan öll áföllin á vellinum þá hefur félagið staðið í flutningum upp í Úlfarsárdal. Loksins komið með alvöru heimavöll en mikið vantar upp á aðstöðuna. Það mun líklega taka smá tíma að gera Grafarholtsbúa að Frömurum en Sverrir horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Fram hefur verið í fallbaráttu og ströggli í um 25 ár. Við vinnum bikarinn 2013 en borgum með okkur í næsta leik því það mættu svo fáir. Það hafa ekki komið upp leikmenn í mörg ár. Þegar það er ekki hægt að byggja félag upp á heimamönnum þá verður þetta alltaf erfitt. Það er nóg af iðkendum samt og þarf að halda vel utan um unga fólkið okkar. Ef það er gert þá eru okkur allir vegir færir,“ segir Sverrir bjartsýnn og bætir við að fjárhagsstaða deildarinnar sé fín. „Það er svo sannarlega ekki neinn byr með okkur núna heldur blæs hraustlega á móti. Allar brekkur sem eru upp enda með því að maður fer niður. Fram verður ekki lagt niður og við verðum að halda áfram. Nú erum við komnir með heimili líka og erum ekki gestir lengur á „okkar“ heimavelli. Það tekur tíma að koma sér fyrir á nýju heimili. Það tekur tíma að breyta og laga þar til maður verður ánægður. Ég hef trú á því að Framarar verði ánægðir með þetta síðar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
„Auðvitað er þetta ekki boðlegt hjá stjórnarmanninum,“ segir Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, en ótrúlegt atvik átti sér stað á leik Fram og Selfoss á þriðjudag. Þá vatt Viðar Guðjónsson, stjórnarmaður í Fram, sér upp að Pétri Péturssyni, þjálfara liðsins, í miðjum leik og vildi eiga orðaskipti við hann. Pétur tók það óstinnt upp, ýtti Viðari frá sér og sagði honum að „drulla“ sér í burtu. Hvorki Pétur né Viðar vildu ræða málið við íþróttadeild í gær en Viðar ákvað seinni partinn í gær að stíga tímabundið til hliðar sem stjórnarmaður. „Stjórnarmaður á ekkert erindi við þjálfarann meðan á leik stendur. Hann baðst líka afsökunar á þessu eftir leik. Það hefði verið gjörsamlega glórulaust hjá honum að gera þetta á þessum tímapunkti. Ef stjórnarmaður hefur eitthvað að segja við þjálfarann þá á hann að ræða það fyrir leik eða eftir leik.“ Þessi uppákoma kristallar að mörgu leyti ástandið hjá þessu gamla stórveldi. Það er í frjálsu falli og gæti fallið um tvær deildir á tveimur árum. Það er ansi mikið fyrir félag með glæsta sögu og sem vann bikarkeppnina árið 2013.Pétur Pétursson lenti saman við stjórnarmann Fram á þriðjudaginn.vísir/andri marinóFram er aðeins tveimur stigum frá fallsæti í 1. deild og á mjög erfiða leiki eftir. Þar á meðal gegn tveimur efstu liðunum og svo eru útileikir gegn Grindavík og HK. „Þegar menn eru svekktir og fúlir þá eru allir óánægðir. Þetta eru vonbrigði fyrir alla sem að þessu koma. Við erum keppnismenn og okkur líður ekki vel með stöðuna. Þetta er skelfilegt,“ segir Sverrir en hann hefur ekki þorað að hugsa það til enda ef Fram fellur niður í 2. deild. „Það yrði skelfilegt. Ég er reyndar að vinna við sorglega hluti alla daga þannig að ég yrði betur í stakk búinn að taka því en margir aðrir,“ segir formaðurinn kíminn en hann er útfararstjóri. „Ef menn girða sig í brók og taka mannalega á hlutunum þá er þetta hægt. Við höfum líka verið mjög óheppnir og misst fimm menn út á síðustu vikum. Tveir með hettusótt og svo meiðsli. Það dettur líka ekkert með okkur í sumar. Þetta er allt stöngin út að þessu sinni.“ Fram féll úr Pepsi-deildinni síðasta sumar og Bjarni Guðjónsson hætti þá með liðið. Í kjölfarið missti Fram heilt lið frá sér. Sú uppbygging sem átti að vera í gangi var fokin út um gluggann. Þjálfarinn sem tók við, Kristinn R. Jónsson, hætti svo og Pétur Pétursson tók við. „Þetta er búið að vera streð hjá okkur og pirringur kominn í allt hjá okkur. Við megum ekki við því heldur verðum við að standa saman. Það er fullt af stigum í pottinum og við megum ekki við því að hengja haus núna.“Næsti leikur Fram er gegn Þrótti á laugardaginn.vísir/andri marinóFyrir utan öll áföllin á vellinum þá hefur félagið staðið í flutningum upp í Úlfarsárdal. Loksins komið með alvöru heimavöll en mikið vantar upp á aðstöðuna. Það mun líklega taka smá tíma að gera Grafarholtsbúa að Frömurum en Sverrir horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Fram hefur verið í fallbaráttu og ströggli í um 25 ár. Við vinnum bikarinn 2013 en borgum með okkur í næsta leik því það mættu svo fáir. Það hafa ekki komið upp leikmenn í mörg ár. Þegar það er ekki hægt að byggja félag upp á heimamönnum þá verður þetta alltaf erfitt. Það er nóg af iðkendum samt og þarf að halda vel utan um unga fólkið okkar. Ef það er gert þá eru okkur allir vegir færir,“ segir Sverrir bjartsýnn og bætir við að fjárhagsstaða deildarinnar sé fín. „Það er svo sannarlega ekki neinn byr með okkur núna heldur blæs hraustlega á móti. Allar brekkur sem eru upp enda með því að maður fer niður. Fram verður ekki lagt niður og við verðum að halda áfram. Nú erum við komnir með heimili líka og erum ekki gestir lengur á „okkar“ heimavelli. Það tekur tíma að koma sér fyrir á nýju heimili. Það tekur tíma að breyta og laga þar til maður verður ánægður. Ég hef trú á því að Framarar verði ánægðir með þetta síðar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira