Gaupi: Eitt albesta unglingalið sem við höfum eignast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. ágúst 2015 18:08 Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Slóvenum, 31-30, í undanúrslitum á HM í Rússlandi í dag. Þetta var fyrsta tap íslensku strákanna á mótinu en þeir leika við Spánverja um 3. sætið á morgun. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá 365 og handboltasérfræðingur, ræddi við Hjört Hjartarson um íslenska liðið í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Í sjálfu sér voru strákarnir bara klaufar að klára leikinn ekki og það var kannski fyrst og síðast varnarleikur liðsins sem brást í dag. Hann hefur verið frábær í síðustu leikjum og reyndar hefur þetta lið ekki tapað í einhverjum 20 leikjum í röð,“ sagði Gaupi. „Aðalsmerki liðsins hefur verið frábærlega útfærður varnarleikur ásamt góðri markvörslu sem hefur skilað einföldum og auðveldum mörkum. Og það var kannski það sem klikkaði í þessum leik gegn Slóvenum. „En á svona móti getur ýmislegt gerst og kannski var þreytan farin að segja til sín en þeir hafa keyrt mikið á sama liði og þetta er gríðarlega mikið álag. En þeir geta verið stoltir af sinni frammistöðu, þessir drengir.Egill Magnússon er lykilmaður í íslenska liðinu.mynd/facebook-síða mótsinsÞrátt fyrir tapið er Gaupi ekki sannfærður um að slóvenska liðið sé betra en það íslenska sem hefur spilað frábærlega á HM. „Það fannst mér ekki. Fyrirfram voru Slóvenar taldir með sterkasta lið mótsins ásamt Frökkum sem eru komnir í úrslit. Mér finnst íslenska liðið síst lakara heldur en slóvenska liðið. Þeir eru betri en Spánverjar en ekki jafn sterkir og Frakkar,“ sagði Gaupi sem hefur fylgst lengi með handboltanum. Hann segir þetta vera eitt besta unglingalið sem Ísland hefur átt. „Þetta er eitt albesta unglingalið sem við höfum eignast á undanförnum árum. Þarna eru leikmenn sem geta komist í allra fremstu röð á komandi árum, ég er alveg sannfærður um það. „Unglingaliðin sem hafa náð áþekkum árangri á undanförnum árum hafa skilað þetta 2-4 landsliðsmönnum og ég held að það sé frábær árangur ef við náum 3-4 góðum landsliðsmönnum út úr þessu liði. Það er mín spá að það muni takast en auðvitað tekur það einhvern tíma.“Íslensku strákarnir leika um bronsið á morgun.mynd/facebook-síða mótsinsOft er talað um að íslensk handboltalið skorti hæð og styrk. Þetta lið er hávaxnara en önnur íslensk lið sem gefur góð fyrirheit að mati Gaupa. „Þetta lið er líkamlega sterkt og hávaxið og þarna eru margir sterkir leikmenn. „Ég nefni Egil Magnússon, það er gríðarlega mikið efni. Tveggja metra drjóli sem getur náð langt og er búinn að gera samning við Team Tvis Holstebro. Hann mun væntanlega bæta sig mikið þegar hann kemur þangað. „Arnar Arnarson línumaður og lykilmaður í vörninni er tveggja metra risi og gríðarlega mikið efni. Ýmir Örn Gíslason úr Val er líka tveggja metra drjóli og mikið efni. „Markvörðurinn (Grétar Ari Guðjónsson) er frábær, hornamennirnir sterkir og svo finnst mér liðið heilt yfir gríðarlega öflugt varnarlega og ég man ekki eftir öðru íslensku unglingaliði sem hefur verið svona sterkt varnarlega eins og þetta lið. „Það verður líka að hrósa þjálfarateyminu, það hefur unnið gríðarlega gott starf. Það er karakter í liðinu og sóknarlega var liðið að spila á löngum köflum vel. Það voru ekki margir veikir hlekkir í þessu liði,“ sagði Gaupi en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Slóvenum, 31-30, í undanúrslitum á HM í Rússlandi í dag. Þetta var fyrsta tap íslensku strákanna á mótinu en þeir leika við Spánverja um 3. sætið á morgun. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá 365 og handboltasérfræðingur, ræddi við Hjört Hjartarson um íslenska liðið í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Í sjálfu sér voru strákarnir bara klaufar að klára leikinn ekki og það var kannski fyrst og síðast varnarleikur liðsins sem brást í dag. Hann hefur verið frábær í síðustu leikjum og reyndar hefur þetta lið ekki tapað í einhverjum 20 leikjum í röð,“ sagði Gaupi. „Aðalsmerki liðsins hefur verið frábærlega útfærður varnarleikur ásamt góðri markvörslu sem hefur skilað einföldum og auðveldum mörkum. Og það var kannski það sem klikkaði í þessum leik gegn Slóvenum. „En á svona móti getur ýmislegt gerst og kannski var þreytan farin að segja til sín en þeir hafa keyrt mikið á sama liði og þetta er gríðarlega mikið álag. En þeir geta verið stoltir af sinni frammistöðu, þessir drengir.Egill Magnússon er lykilmaður í íslenska liðinu.mynd/facebook-síða mótsinsÞrátt fyrir tapið er Gaupi ekki sannfærður um að slóvenska liðið sé betra en það íslenska sem hefur spilað frábærlega á HM. „Það fannst mér ekki. Fyrirfram voru Slóvenar taldir með sterkasta lið mótsins ásamt Frökkum sem eru komnir í úrslit. Mér finnst íslenska liðið síst lakara heldur en slóvenska liðið. Þeir eru betri en Spánverjar en ekki jafn sterkir og Frakkar,“ sagði Gaupi sem hefur fylgst lengi með handboltanum. Hann segir þetta vera eitt besta unglingalið sem Ísland hefur átt. „Þetta er eitt albesta unglingalið sem við höfum eignast á undanförnum árum. Þarna eru leikmenn sem geta komist í allra fremstu röð á komandi árum, ég er alveg sannfærður um það. „Unglingaliðin sem hafa náð áþekkum árangri á undanförnum árum hafa skilað þetta 2-4 landsliðsmönnum og ég held að það sé frábær árangur ef við náum 3-4 góðum landsliðsmönnum út úr þessu liði. Það er mín spá að það muni takast en auðvitað tekur það einhvern tíma.“Íslensku strákarnir leika um bronsið á morgun.mynd/facebook-síða mótsinsOft er talað um að íslensk handboltalið skorti hæð og styrk. Þetta lið er hávaxnara en önnur íslensk lið sem gefur góð fyrirheit að mati Gaupa. „Þetta lið er líkamlega sterkt og hávaxið og þarna eru margir sterkir leikmenn. „Ég nefni Egil Magnússon, það er gríðarlega mikið efni. Tveggja metra drjóli sem getur náð langt og er búinn að gera samning við Team Tvis Holstebro. Hann mun væntanlega bæta sig mikið þegar hann kemur þangað. „Arnar Arnarson línumaður og lykilmaður í vörninni er tveggja metra risi og gríðarlega mikið efni. Ýmir Örn Gíslason úr Val er líka tveggja metra drjóli og mikið efni. „Markvörðurinn (Grétar Ari Guðjónsson) er frábær, hornamennirnir sterkir og svo finnst mér liðið heilt yfir gríðarlega öflugt varnarlega og ég man ekki eftir öðru íslensku unglingaliði sem hefur verið svona sterkt varnarlega eins og þetta lið. „Það verður líka að hrósa þjálfarateyminu, það hefur unnið gríðarlega gott starf. Það er karakter í liðinu og sóknarlega var liðið að spila á löngum köflum vel. Það voru ekki margir veikir hlekkir í þessu liði,“ sagði Gaupi en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira