Handbolti

Grétar: Ætlum ekki að koma tómhentir heim

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Grétar Atli.
Grétar Atli. Vísir/Facebook-síða mótsins.
„Maður er að sjálfsögðu grautfúll, menn voru mjög fúlir þegar við komum inn í búningsklefana,“ sagði Grétar Ari Guðjónsson, markvörður íslenska U19 árs landsliðsins, eftir svekkjandi tap gegn Slóveníu á HM í handbolta.

„Ég get voðalega lítið sagt. Spilamennskan í fyrri hálfleik var sennilega besta frammistaða okkar á mótinu.“

Grétar kunni ekki skýringu á því hvað hefði farið úrskeiðis í seinni hálfleik.

„Mér fannst varnarleikurinn flottur allan leikinn en ég veit ekki hvað fór úrskeiðis í seinni. Við vorum örlítið óheppnir að mínu mati, bæði í skotum og markvörslu.“

Framundan er leikur upp á bronsið á morgun og Grétar sagði strákanna harðákveðna í að vinna hann.

„Ég held að við séum allir sammála um að við viljum ekki koma tómhentir heim eftir þetta. Við getum vonandi byggt eitthvað ofan á þetta síðar meir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×