Cadillac ætlar í dísilvélarnar Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2015 09:56 Johan de Nysschen forstjóri Cadillac. Bandaríski lúxusbílaframleiðandinn Cadillac, sem er í eigu General Motors, hefur hingað til knúið bíla sína nær eingöngu með bensínvélum, en ætlar að kynna til leiks nýjar dísilvélar í byrjun næsta áratugar. Cadillac hefur hafið þróun fjögurra og sex strokka dísilvéla og stefnir að því að kynna bíla sína með dísilvélum fyrst í Evrópu og gætu þeir komið á markað árið 2019. Það var forstjóri Cadillac, Johan de Nysschen, sem tilkynnti um þessa stefnubreytingu Cadillac, en hann tiltók ekki í hvaða bílgerðum Cadillac þessar fyrstu dísilvélar myndu sjást. Cadillac ætlar líka að kynna Hybrid og Plug-In-Hybrid tækni í bíla sína, líkt og svo margir aðrir bílaframleiðendur gera nú. Bent hefur verið á að Cadillac ætti frekar að setja rafmótora í bíla sína frekar en dísilvélar, en yfirvöld í mörgum Evrópuríkjum hafa að undanförnu sett sig á móti aukinni notkun dísilvéla vegna sótmengunar þeirra og að mun vænlegra til sölu sé að halda sig við bensínvélar en bæta við rafmótorum þeim til aðstoðar og með því minnka eyðslu þeirra. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent
Bandaríski lúxusbílaframleiðandinn Cadillac, sem er í eigu General Motors, hefur hingað til knúið bíla sína nær eingöngu með bensínvélum, en ætlar að kynna til leiks nýjar dísilvélar í byrjun næsta áratugar. Cadillac hefur hafið þróun fjögurra og sex strokka dísilvéla og stefnir að því að kynna bíla sína með dísilvélum fyrst í Evrópu og gætu þeir komið á markað árið 2019. Það var forstjóri Cadillac, Johan de Nysschen, sem tilkynnti um þessa stefnubreytingu Cadillac, en hann tiltók ekki í hvaða bílgerðum Cadillac þessar fyrstu dísilvélar myndu sjást. Cadillac ætlar líka að kynna Hybrid og Plug-In-Hybrid tækni í bíla sína, líkt og svo margir aðrir bílaframleiðendur gera nú. Bent hefur verið á að Cadillac ætti frekar að setja rafmótora í bíla sína frekar en dísilvélar, en yfirvöld í mörgum Evrópuríkjum hafa að undanförnu sett sig á móti aukinni notkun dísilvéla vegna sótmengunar þeirra og að mun vænlegra til sölu sé að halda sig við bensínvélar en bæta við rafmótorum þeim til aðstoðar og með því minnka eyðslu þeirra.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent