Hraðatakmörkun á Nürburgring aflétt á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2015 09:24 Gamlir keppnisbílar glíma við Nürburgring brautina. Mörgum brá í brún þegar eigendur Nürburgring keppnisbrautarinnar settu á hraðatakmarkanir á brautinni nú fyrr í ár af öryggisástæðum. Þessar takmarkanir gerðu það að verkum að ekki var lengur hægt að setja nein ný met á brautinni og ökumenn gátu ekki fengið það mesta útúr bílum sínum við akstur hennar. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að aflétta þessum hraðatakmörkunum á næsta ári og það sem gerir það mögulegt eru talsverðar breytingar sem gerðar verða á brautinni sem tryggja meira öryggi ökumanna. Bæði hefur brautin slitnað nokkur vegna mikillar notkunar og svo verða ýmsar hæðir flattar út og öryggisgrindverk sett upp. Farið verður í þessar breytingar í nóvember og verður þeim lokið í upphafi næsta árs. Alls verða gerðar 16 breytingar á brautinni hröðu. Með þessu verður þessu fræga akstursbraut færð til fyrri virðingar og bílaframleiðendur og aksturáhugmenn geta áfram keppst við metslátt. Kostnaðinn við breytingar standa bílframleiðendur og keppnislið mestan straum að. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent
Mörgum brá í brún þegar eigendur Nürburgring keppnisbrautarinnar settu á hraðatakmarkanir á brautinni nú fyrr í ár af öryggisástæðum. Þessar takmarkanir gerðu það að verkum að ekki var lengur hægt að setja nein ný met á brautinni og ökumenn gátu ekki fengið það mesta útúr bílum sínum við akstur hennar. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að aflétta þessum hraðatakmörkunum á næsta ári og það sem gerir það mögulegt eru talsverðar breytingar sem gerðar verða á brautinni sem tryggja meira öryggi ökumanna. Bæði hefur brautin slitnað nokkur vegna mikillar notkunar og svo verða ýmsar hæðir flattar út og öryggisgrindverk sett upp. Farið verður í þessar breytingar í nóvember og verður þeim lokið í upphafi næsta árs. Alls verða gerðar 16 breytingar á brautinni hröðu. Með þessu verður þessu fræga akstursbraut færð til fyrri virðingar og bílaframleiðendur og aksturáhugmenn geta áfram keppst við metslátt. Kostnaðinn við breytingar standa bílframleiðendur og keppnislið mestan straum að.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent