Lífið

Gunnar Nelson sendir veikum nafna sínum áritaðan bol og baráttukveðju

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Nafnarnir Gunnar og Gunnar.
Nafnarnir Gunnar og Gunnar.
Bardagakappinn Gunnar Nelson sendi ungum nafna sínum í Bandaríkjunum bréf og áritaðan bol. Gunnar James Keanealy er tæplega mánaðar gamall en hann hefur verið á spítala frá fæðingu.

Foreldrar drengsins, Stephanie Ann Keanealy og Bradley Keanealy Jr., ákváðu að rétt væri að nefna son sinn í höfuðið á Gunnari Nelson þar sem hann væri bardagamaður líkt og Íslendingurinn.

Sjá einnig: Hjón nefndu veikan son sinn í höfuðið á Gunnari Nelson

Fjölskyldan setti inn skeyti á vegg Gunnars þar sem þau sögðu frá nafninu. Gunnar svaraði þeim á Facebook og hefur nú bætt um betur með því að rita honum bréf og senda honum áritaðan Mjölnisbol.

„Til Gunnars litla. Láttu þér batna vinur. Bestu óskir frá Íslandi,“ ritar UFC-kappinn í bréfið.

„Kærar þakkir fyrir að senda okkur þetta alla leið frá Íslandi,“ skrifar Bradley. „Við erum þakklát fyrir sendinguna og hún hefur veitt okkur aukinn kraft. Guð blessi þig og þakka þér.“


Tengdar fréttir

Gunnar fær líklegast bara einn bardaga til viðbótar í ár

Haraldur Nelson staðfesti að ólíklegt væri að Gunnar Nelson myndi berjast tvisvar til viðbótar á þessu ári eins og markmið hans var en hann er ekki enn kominn með andstæðing fyrir bardagakvöldið í Dublin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×