Lífið

Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto

Atli Ísleifsson skrifar
Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurdsson, Rakel Björk Björnsdóttir og Rade Serbedzija fara með aðalhlutverkin í Þröstum.
Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurdsson, Rakel Björk Björnsdóttir og Rade Serbedzija fara með aðalhlutverkin í Þröstum.
Kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir, verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september. Frá þessu greinir í frétt á vef dönsku kvikmyndastofnunarinnar. Í fréttinni segir að myndin verði sýnd í flokknum Contemporary World Cinema.

Þrestir fjallar um Ara, sextán ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár.

Kvikmyndahátíðin í Toronto verður haldin í fertugasta sinn dagana 10. til 20. september.

Rúnar Rúnarsson leikstýrir og skrifar handritið að Þröstum. Mikkel Jersin og Rúnar Rúnarsson eru aðalframleiðendur myndarinnar fyrir Nimbus Film. Framleiðandi er Birgitte Hald og meðframleiðendur eru Lilja Ósk Snorradóttir fyrir Pegasus og Igor Nola fyrir Mp Film.

Í aðalhlutverkum eru Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurdsson, Rakel Björk Björnsdóttir og Rade Serbedzija. Tónlist myndarinnar er samin af Kjartani Sveinssyni.

Þrestir koma í íslensk kvikmyndahús þann 16. október 2015.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×