„Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2015 15:33 Guðmundur Kristjánsson. Vísir/Stefám „Við erum í ágætum málum. Þetta er mikill skaði fyrir okkur en við erum ekkert að drepast.“ Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, sem kenndur er við Brim, um stöðuna vegna viðskiptabanns Rússlands. Brim hefur nú selt mest af sínum makríl til Afríkulanda á borð við Egyptaland og Gana og eiga ekki miklar birgðir eftir. „Auðvitað fengum við lægra verð, en við fengum samt miklu hærra verð en ef við hefðum þurft að bræða þetta.“ Guðmundur segir bannið vera mikið högg fyrir útgerðir en það hefði mátt vera fyrirséð að svo myndi fara þar sem Rússar hafi sett viðlíka bönn á önnur lönd í fyrra. Þá telur hann að ekkert fyrirtæki muni fara á hausinn vegna bannsins. Þau sé vön verri höggum. Hann segir að viðskiptabann Rússlands sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. Nú framleiðir Brim makríl fyrir einn milljarð, en hefði hann verið seldur til Rússlands hefðu fengist 1.200 milljónir fyrir hann. Þá segir hann að fyrirtækið hafi greitt um einn og hálfan milljarð í veiðigjöld árin 2012 og 13.Besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi „Þegar það er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við svona smá högg.“ Brim veltir um tíu milljörðum árlega. Af því er makríllinn um tíu prósent og 80 prósent hans hafa verið seld til annarra þjóða en Rússlands. Guðmundur segir engan vera að fara á hausinn vegna þessa. „Ísland er með besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Þess vegna erum við ekkert að fara á hausinn þó það komi svona rosalegt áfall. Öll stóru fyrirtækin eru með margar stoðir í dag. Við erum ekkert bara í makríl eða bara í Rússlandi. Við erum með margar fisktegundir og mörg lönd undir. Það er af því að við höfum náð að skipuleggja okkur á síðustu 30 árum.“ Guðmundur segir fjölmarga erlenda útgerðaraðila öfunda Íslendinga af stöðunni og fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Þetta er háþróaður iðnaður, en það er eins og Íslendingar skammist sín alltaf fyrir sjávarútveginn. En við getum verið rosalega stolt.“Spurning um prinsipp „Þetta er frekar prinsipp spurning um það hvernig nokkrir aðilar geti tekið þessa stóru ákvörðun. Það finnst mér miklu stærri spurning,“ segir Guðmundur. Þar að auki segir hann að kvótabreytingar á næsta fiskveiðiári verði mun meira högg heldur en viðskiptabannið. Sérstaklega þar sem grálúðukvóti hafi verið skorinn niður um fimmtán prósent. „Við erum að veiða þrjú þúsund tonn af grálúðu og þá missum við 450 tonn sem við missum á næsta ári. Það eru 400 milljóna króna aflaverðmæti, bara fyrir Brim. Það er meira en makríllinn. Það þykir öllum eðlilegt.“ Varðandi það að makríll hafi ekki verið veiddur hér á landi fyrir nokkrum árum og sjávarútvegurinn búi við slíkar sveiflur af náttúrulegum ástæðum, eins og Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor nefndi um helgina, segir Guðmundur að hér hafi heldur ekki verið ferðamenn fyrir tíu árum. „Þannig að ef þeir fara allir, þá skipti það engu máli. Við töpuðum engu. Það er búið að byggja hér innviði og það er fullt af fólki að vinna við ferðaþjónustu í dag. Jafnvel búið að skuldsetja sig og gera fjárfestingar og markaðssetja.“ Tengdar fréttir Samráðsvettvangur vegna viðskiptabanns Rússa tekur til starfa Forsætisráðuneytið, viðkomandi ráðuneyti og hagsmunaaðilar funda vegna viðskiptabanns Rússa. 17. ágúst 2015 16:46 Segir eigendur sjávarútvegsfyrirtækja gráta í fjölmiðlum til að hafa áhrif Mörg hundruð störf á landsbyggðinni á komandi loðnuvertíð eru í algeru uppnámi vegna viðskiptabanns við Rússa. Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur, segir sjávarútveginn vanan sveiflum. 15. ágúst 2015 19:18 Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53 Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04 Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Unnur Brá Konráðsdóttir segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. 17. ágúst 2015 09:57 Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12 Stjórnvöld ekki gætt íslenskra hagsmuna Utanríkisráðherra gagnrýndi útgerðarmenn vegna orða þeirra um ákvörðun Íslands um að styðja viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn Rússum. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi svarar ráðherranum í grein sinni í Fréttablaðinu í dag. 17. ágúst 2015 07:00 Ólafur fundaði með sendiherra Rússa á Íslandi Ræddi mikilvægi þess að tryggja framhald farsælla viðskipta. 18. ágúst 2015 14:50 HB Grandi sér fram á tekjutap Á síðasta ári námu tekjur félagsins vegna viðskipta við Rússland um 36 milljónum evra. 13. ágúst 2015 13:49 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
„Við erum í ágætum málum. Þetta er mikill skaði fyrir okkur en við erum ekkert að drepast.“ Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, sem kenndur er við Brim, um stöðuna vegna viðskiptabanns Rússlands. Brim hefur nú selt mest af sínum makríl til Afríkulanda á borð við Egyptaland og Gana og eiga ekki miklar birgðir eftir. „Auðvitað fengum við lægra verð, en við fengum samt miklu hærra verð en ef við hefðum þurft að bræða þetta.“ Guðmundur segir bannið vera mikið högg fyrir útgerðir en það hefði mátt vera fyrirséð að svo myndi fara þar sem Rússar hafi sett viðlíka bönn á önnur lönd í fyrra. Þá telur hann að ekkert fyrirtæki muni fara á hausinn vegna bannsins. Þau sé vön verri höggum. Hann segir að viðskiptabann Rússlands sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. Nú framleiðir Brim makríl fyrir einn milljarð, en hefði hann verið seldur til Rússlands hefðu fengist 1.200 milljónir fyrir hann. Þá segir hann að fyrirtækið hafi greitt um einn og hálfan milljarð í veiðigjöld árin 2012 og 13.Besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi „Þegar það er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við svona smá högg.“ Brim veltir um tíu milljörðum árlega. Af því er makríllinn um tíu prósent og 80 prósent hans hafa verið seld til annarra þjóða en Rússlands. Guðmundur segir engan vera að fara á hausinn vegna þessa. „Ísland er með besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Þess vegna erum við ekkert að fara á hausinn þó það komi svona rosalegt áfall. Öll stóru fyrirtækin eru með margar stoðir í dag. Við erum ekkert bara í makríl eða bara í Rússlandi. Við erum með margar fisktegundir og mörg lönd undir. Það er af því að við höfum náð að skipuleggja okkur á síðustu 30 árum.“ Guðmundur segir fjölmarga erlenda útgerðaraðila öfunda Íslendinga af stöðunni og fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Þetta er háþróaður iðnaður, en það er eins og Íslendingar skammist sín alltaf fyrir sjávarútveginn. En við getum verið rosalega stolt.“Spurning um prinsipp „Þetta er frekar prinsipp spurning um það hvernig nokkrir aðilar geti tekið þessa stóru ákvörðun. Það finnst mér miklu stærri spurning,“ segir Guðmundur. Þar að auki segir hann að kvótabreytingar á næsta fiskveiðiári verði mun meira högg heldur en viðskiptabannið. Sérstaklega þar sem grálúðukvóti hafi verið skorinn niður um fimmtán prósent. „Við erum að veiða þrjú þúsund tonn af grálúðu og þá missum við 450 tonn sem við missum á næsta ári. Það eru 400 milljóna króna aflaverðmæti, bara fyrir Brim. Það er meira en makríllinn. Það þykir öllum eðlilegt.“ Varðandi það að makríll hafi ekki verið veiddur hér á landi fyrir nokkrum árum og sjávarútvegurinn búi við slíkar sveiflur af náttúrulegum ástæðum, eins og Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor nefndi um helgina, segir Guðmundur að hér hafi heldur ekki verið ferðamenn fyrir tíu árum. „Þannig að ef þeir fara allir, þá skipti það engu máli. Við töpuðum engu. Það er búið að byggja hér innviði og það er fullt af fólki að vinna við ferðaþjónustu í dag. Jafnvel búið að skuldsetja sig og gera fjárfestingar og markaðssetja.“
Tengdar fréttir Samráðsvettvangur vegna viðskiptabanns Rússa tekur til starfa Forsætisráðuneytið, viðkomandi ráðuneyti og hagsmunaaðilar funda vegna viðskiptabanns Rússa. 17. ágúst 2015 16:46 Segir eigendur sjávarútvegsfyrirtækja gráta í fjölmiðlum til að hafa áhrif Mörg hundruð störf á landsbyggðinni á komandi loðnuvertíð eru í algeru uppnámi vegna viðskiptabanns við Rússa. Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur, segir sjávarútveginn vanan sveiflum. 15. ágúst 2015 19:18 Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53 Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04 Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Unnur Brá Konráðsdóttir segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. 17. ágúst 2015 09:57 Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12 Stjórnvöld ekki gætt íslenskra hagsmuna Utanríkisráðherra gagnrýndi útgerðarmenn vegna orða þeirra um ákvörðun Íslands um að styðja viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn Rússum. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi svarar ráðherranum í grein sinni í Fréttablaðinu í dag. 17. ágúst 2015 07:00 Ólafur fundaði með sendiherra Rússa á Íslandi Ræddi mikilvægi þess að tryggja framhald farsælla viðskipta. 18. ágúst 2015 14:50 HB Grandi sér fram á tekjutap Á síðasta ári námu tekjur félagsins vegna viðskipta við Rússland um 36 milljónum evra. 13. ágúst 2015 13:49 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Samráðsvettvangur vegna viðskiptabanns Rússa tekur til starfa Forsætisráðuneytið, viðkomandi ráðuneyti og hagsmunaaðilar funda vegna viðskiptabanns Rússa. 17. ágúst 2015 16:46
Segir eigendur sjávarútvegsfyrirtækja gráta í fjölmiðlum til að hafa áhrif Mörg hundruð störf á landsbyggðinni á komandi loðnuvertíð eru í algeru uppnámi vegna viðskiptabanns við Rússa. Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur, segir sjávarútveginn vanan sveiflum. 15. ágúst 2015 19:18
Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53
Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04
Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Unnur Brá Konráðsdóttir segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. 17. ágúst 2015 09:57
Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12
Stjórnvöld ekki gætt íslenskra hagsmuna Utanríkisráðherra gagnrýndi útgerðarmenn vegna orða þeirra um ákvörðun Íslands um að styðja viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn Rússum. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi svarar ráðherranum í grein sinni í Fréttablaðinu í dag. 17. ágúst 2015 07:00
Ólafur fundaði með sendiherra Rússa á Íslandi Ræddi mikilvægi þess að tryggja framhald farsælla viðskipta. 18. ágúst 2015 14:50
HB Grandi sér fram á tekjutap Á síðasta ári námu tekjur félagsins vegna viðskipta við Rússland um 36 milljónum evra. 13. ágúst 2015 13:49