Fylgir því meiri spenna að spila heima á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. ágúst 2015 11:00 Hljómsveitin Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í tvö ár. Hljómsveitin Of Monsters and Men heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi í um tvö ár, þegar sveitin kemur fram á tvennum tónleikum í Hörpu annað kvöld og á fimmtudagskvöld. „Það er alltaf gaman að koma heim og spila, það fylgir því ákveðin spenna sem maður finnur ekki fyrir annars staðar. Maður verður aðeins stressaðri, sem er gott. Heldur manni á tánum,“ segir Ragnar Þórhallsson, annar söngvari og einn gítarleikari hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, spurður út í tilfinninguna fyrir tónleikunum. Ragnar og félagar hafa verið á tónleikaferð um allan heim undanfarna mánuði og hefur hún að mestu gengið eins og í sögu. „Hingað til hafa hlutir gengið mjög vel. Við erum búin að tækla Norður-Ameríku ansi sterkt, Evrópu, Ástralíu og Japan. Við misstum reyndar bassaleikarann okkar hann Kristján í nokkrar vikur vegna salmonellu en hann er kominn sterkur til baka,“ segir Ragnar spurður út í tónleikaferðina.Fleiri textamyndbönd væntanleg Nýjasta plata sveitarinnar, Beneath the Skin, hefur fengið prýðis dóma í erlendum miðlum og þá hafa textamyndbönd sveitarinnar fengið mikla athygli. Hvaðan kemur hugmyndin að textamyndböndunum? „Sú hugmynd spratt upp að fá mismunandi fólk til að syngja og túlka lögin okkar á sinn hátt. Pælingin fléttast vel við textana á plötunni. Viðfangsefnin eru mannlegri á þessari plötu og það hefur verið bæði áhugavert og lærdómsríkt fyrir okkur að fylgjast með alls konar mismunandi fólki á öllum aldri túlka okkar skilaboð,“ útskýrir Ragnar. Sveitin ætlar sér að gera textamyndbönd við öll lögin á plötunni. Fólk á borð við Sigga Sigurjóns, Natalie G. Gunnarsdóttur og Atla Frey Demant hefur komið fram í textamyndböndunum en það er valið af meðlimum sveitarinnar. „Við tökum oftast eitt lag fyrir í einu. Hugsum um manneskjur sem við tengjum við lagið bæði líkamlega og og hvað snertir persónuleika. Hugsum svo hvernig þau gætu túlkað lagið og hvernig við myndum hugsanlega túlka það. Að lokum endum við með nokkur nöfn sem við tékkum á og ef þau er til þá erum við til.“Tilhlökkun Ragnar Þórhallsson úr Of Monsters and Men hlakkar til að spila á Íslandi en segist vera aðeins stressaðri fyrir tónleikum á Íslandi en annars staðar. nordicphotos/gettyÓvenjulegt ástarsamband Fyrir utan textamyndböndin hefur sveitin sent frá sér tvö ný tónlistarmyndbönd við lögin Crystals og Empire, sem hafa einnig fengið mikið lof. Meðlimir sveitarinnar koma fram í myndbandinu við lagið Crystals en þeir koma þó ekki fram í myndbandinu við lagið Empire sem kom út fyrir skömmu. „Hugmyndin var að gera eins konar stuttmynd og okkur fannst það sterkara að vera ekki í myndbandinu. Strax og hljómsveit er í myndbandi þá fer athyglin að dragast að henni og oft er það flott en oft er það líka truflandi. Í þessu tilfelli fannst okkur það geta verið truflandi,“ segir Ragnar. Hvaðan kemur hugmyndin að myndbandinu? „Við vissum að við vildum byggja söguþráðinn á óvenjulegu ástarsambandi s.s. einhverju sem mögulega er litið hornauga í okkar samfélagi. Upprunalega var hugmyndin að sýna samband eldri konu og ungs manns en eftir miklar vangaveltur með leikstjóra myndbandsins, henni Tabitha Denholm, þá var þetta lendingin. Hugmyndin var ekki að sjokkera fólk heldur að sýna að það er fegurð í öllu, líka því sem að bregður frá norminu.“ Skoða alltaf Ísland fyrst Myndbandið var tekið upp í Los Angeles en Ragnar segir sveitina ávallt skoða möguleikana á Ísland við framleiðslu á svona hlutum. „Við byrjum oftast á því að kanna möguleikana á að gera svona hluti á Íslandi. Hingað til hafa öll textamyndböndin okkar og hitt tónlistarmyndbandið fyrir nýju plötuna okkar verið tekin á Íslandi. Í þetta skipti hentaði það ekki mjög vel. Við unnum með leikstjóranum Tabitha Denholm. Hún hefur aðsetur í Los Angeles og vinnur mikið þaðan. Það hentaði því best að gera þetta verkefni þar,“ segir Ragnar. Tónlist Tengdar fréttir OMAM gefur Dalai Lama lag í afmælisgjöf Hljómsveitin er í hópi með nokkrum af þekktustu tónlistarmönnum heims. 4. júlí 2015 09:00 Vildu láta Sigga Sigurjóns æla Hljómsveitin Æla sendir frá sér plötu og nýtt myndband sem vakið hefur athygli. 10. júlí 2015 10:00 Crystals eftir OMAM í aðalhlutverki í stiklu fyrir nýjustu mynd Pixar Lag Of Monsters and Men nýtur sín vel í stiklu fyrir myndina „The Good Dinosaur“ en vafalaust mun þetta vekja enn frekari athygli á sveitinni.. 21. júlí 2015 20:42 Of Monsters and Men í þriðja sæti Billboard-listans Önnur plata sveitarinnar seldist í rúmlega 55 þúsund eintökum vestanhafs í fyrstu söluvikunni. 17. júní 2015 20:17 Nýtt textamyndband frá Of Monsters and Men: Nanna Bryndís fer á kostum Íslenska ofurhljómsveitin Of Monsters and Men var rétt í þessu að gefa út nýtt textamyndband við lagið Organs af plötunni Beneath the Skin, sem kom út 8. júní í sumar. 28. júlí 2015 10:37 Glænýtt myndband frá Of Monsters and Men Of Monsters and Men hefur gefið út nýtt myndband við lagið Empire sem má finna á plötunni Beneath the Skin, sem kom út 8. júní hér á landi. 6. ágúst 2015 16:00 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Hljómsveitin Of Monsters and Men heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi í um tvö ár, þegar sveitin kemur fram á tvennum tónleikum í Hörpu annað kvöld og á fimmtudagskvöld. „Það er alltaf gaman að koma heim og spila, það fylgir því ákveðin spenna sem maður finnur ekki fyrir annars staðar. Maður verður aðeins stressaðri, sem er gott. Heldur manni á tánum,“ segir Ragnar Þórhallsson, annar söngvari og einn gítarleikari hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, spurður út í tilfinninguna fyrir tónleikunum. Ragnar og félagar hafa verið á tónleikaferð um allan heim undanfarna mánuði og hefur hún að mestu gengið eins og í sögu. „Hingað til hafa hlutir gengið mjög vel. Við erum búin að tækla Norður-Ameríku ansi sterkt, Evrópu, Ástralíu og Japan. Við misstum reyndar bassaleikarann okkar hann Kristján í nokkrar vikur vegna salmonellu en hann er kominn sterkur til baka,“ segir Ragnar spurður út í tónleikaferðina.Fleiri textamyndbönd væntanleg Nýjasta plata sveitarinnar, Beneath the Skin, hefur fengið prýðis dóma í erlendum miðlum og þá hafa textamyndbönd sveitarinnar fengið mikla athygli. Hvaðan kemur hugmyndin að textamyndböndunum? „Sú hugmynd spratt upp að fá mismunandi fólk til að syngja og túlka lögin okkar á sinn hátt. Pælingin fléttast vel við textana á plötunni. Viðfangsefnin eru mannlegri á þessari plötu og það hefur verið bæði áhugavert og lærdómsríkt fyrir okkur að fylgjast með alls konar mismunandi fólki á öllum aldri túlka okkar skilaboð,“ útskýrir Ragnar. Sveitin ætlar sér að gera textamyndbönd við öll lögin á plötunni. Fólk á borð við Sigga Sigurjóns, Natalie G. Gunnarsdóttur og Atla Frey Demant hefur komið fram í textamyndböndunum en það er valið af meðlimum sveitarinnar. „Við tökum oftast eitt lag fyrir í einu. Hugsum um manneskjur sem við tengjum við lagið bæði líkamlega og og hvað snertir persónuleika. Hugsum svo hvernig þau gætu túlkað lagið og hvernig við myndum hugsanlega túlka það. Að lokum endum við með nokkur nöfn sem við tékkum á og ef þau er til þá erum við til.“Tilhlökkun Ragnar Þórhallsson úr Of Monsters and Men hlakkar til að spila á Íslandi en segist vera aðeins stressaðri fyrir tónleikum á Íslandi en annars staðar. nordicphotos/gettyÓvenjulegt ástarsamband Fyrir utan textamyndböndin hefur sveitin sent frá sér tvö ný tónlistarmyndbönd við lögin Crystals og Empire, sem hafa einnig fengið mikið lof. Meðlimir sveitarinnar koma fram í myndbandinu við lagið Crystals en þeir koma þó ekki fram í myndbandinu við lagið Empire sem kom út fyrir skömmu. „Hugmyndin var að gera eins konar stuttmynd og okkur fannst það sterkara að vera ekki í myndbandinu. Strax og hljómsveit er í myndbandi þá fer athyglin að dragast að henni og oft er það flott en oft er það líka truflandi. Í þessu tilfelli fannst okkur það geta verið truflandi,“ segir Ragnar. Hvaðan kemur hugmyndin að myndbandinu? „Við vissum að við vildum byggja söguþráðinn á óvenjulegu ástarsambandi s.s. einhverju sem mögulega er litið hornauga í okkar samfélagi. Upprunalega var hugmyndin að sýna samband eldri konu og ungs manns en eftir miklar vangaveltur með leikstjóra myndbandsins, henni Tabitha Denholm, þá var þetta lendingin. Hugmyndin var ekki að sjokkera fólk heldur að sýna að það er fegurð í öllu, líka því sem að bregður frá norminu.“ Skoða alltaf Ísland fyrst Myndbandið var tekið upp í Los Angeles en Ragnar segir sveitina ávallt skoða möguleikana á Ísland við framleiðslu á svona hlutum. „Við byrjum oftast á því að kanna möguleikana á að gera svona hluti á Íslandi. Hingað til hafa öll textamyndböndin okkar og hitt tónlistarmyndbandið fyrir nýju plötuna okkar verið tekin á Íslandi. Í þetta skipti hentaði það ekki mjög vel. Við unnum með leikstjóranum Tabitha Denholm. Hún hefur aðsetur í Los Angeles og vinnur mikið þaðan. Það hentaði því best að gera þetta verkefni þar,“ segir Ragnar.
Tónlist Tengdar fréttir OMAM gefur Dalai Lama lag í afmælisgjöf Hljómsveitin er í hópi með nokkrum af þekktustu tónlistarmönnum heims. 4. júlí 2015 09:00 Vildu láta Sigga Sigurjóns æla Hljómsveitin Æla sendir frá sér plötu og nýtt myndband sem vakið hefur athygli. 10. júlí 2015 10:00 Crystals eftir OMAM í aðalhlutverki í stiklu fyrir nýjustu mynd Pixar Lag Of Monsters and Men nýtur sín vel í stiklu fyrir myndina „The Good Dinosaur“ en vafalaust mun þetta vekja enn frekari athygli á sveitinni.. 21. júlí 2015 20:42 Of Monsters and Men í þriðja sæti Billboard-listans Önnur plata sveitarinnar seldist í rúmlega 55 þúsund eintökum vestanhafs í fyrstu söluvikunni. 17. júní 2015 20:17 Nýtt textamyndband frá Of Monsters and Men: Nanna Bryndís fer á kostum Íslenska ofurhljómsveitin Of Monsters and Men var rétt í þessu að gefa út nýtt textamyndband við lagið Organs af plötunni Beneath the Skin, sem kom út 8. júní í sumar. 28. júlí 2015 10:37 Glænýtt myndband frá Of Monsters and Men Of Monsters and Men hefur gefið út nýtt myndband við lagið Empire sem má finna á plötunni Beneath the Skin, sem kom út 8. júní hér á landi. 6. ágúst 2015 16:00 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
OMAM gefur Dalai Lama lag í afmælisgjöf Hljómsveitin er í hópi með nokkrum af þekktustu tónlistarmönnum heims. 4. júlí 2015 09:00
Vildu láta Sigga Sigurjóns æla Hljómsveitin Æla sendir frá sér plötu og nýtt myndband sem vakið hefur athygli. 10. júlí 2015 10:00
Crystals eftir OMAM í aðalhlutverki í stiklu fyrir nýjustu mynd Pixar Lag Of Monsters and Men nýtur sín vel í stiklu fyrir myndina „The Good Dinosaur“ en vafalaust mun þetta vekja enn frekari athygli á sveitinni.. 21. júlí 2015 20:42
Of Monsters and Men í þriðja sæti Billboard-listans Önnur plata sveitarinnar seldist í rúmlega 55 þúsund eintökum vestanhafs í fyrstu söluvikunni. 17. júní 2015 20:17
Nýtt textamyndband frá Of Monsters and Men: Nanna Bryndís fer á kostum Íslenska ofurhljómsveitin Of Monsters and Men var rétt í þessu að gefa út nýtt textamyndband við lagið Organs af plötunni Beneath the Skin, sem kom út 8. júní í sumar. 28. júlí 2015 10:37
Glænýtt myndband frá Of Monsters and Men Of Monsters and Men hefur gefið út nýtt myndband við lagið Empire sem má finna á plötunni Beneath the Skin, sem kom út 8. júní hér á landi. 6. ágúst 2015 16:00