Framkvæma allt sem ég segi Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. ágúst 2015 06:00 Strákarnir sýndu styrk sinn á lokakaflanum í gær. mynd/facebook-síða mótsins „Það er búið að leggja mjög mikla vinnu í þetta lið, við erum búnir að vera saman í tæpa tvo mánuði og þeir eru búnir að leggja á sig mikla vinnu sem er að skila sér núna,“ sagði Einar Guðmundsson, þjálfari íslenska U-19 árs landsliðsins, sigurreifur eftir 32-27 sigur á Brasilíu á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Strákarnir hans Einars tryggðu sér með sigrinum sæti í undanúrslitum þar sem þeir mæta Slóveníu á morgun en íslenska liðið hefur enn ekki tapað leik á mótinu.„Ég er búinn að vera með þetta lið núna í fjögur ár og við höfum markvisst unnið að sömu þáttum aftur og aftur. Þetta er orðið mjög skipulagt hjá liðinu, það er lítið um sveiflur í leik liðsins og við erum mjög öruggir á okkar hraða.“Ísland mætir Slóveníu í undanúrslitum á miðvikudaginn.mynd/facebook-síða mótsinsErfiður riðill Ísland lenti í riðli með sterkum liðum á borð við Noreg, Spán og Þýskalandi en fyrir vikið fékk Ísland auðveldari mótherja í 16- og 8-liða úrslitunum.„Við vorum í erfiðasta riðlinum og við vissum að þar yrðu fjórir, jafnvel fimm leikir mjög jafnir. Okkur tókst að vinna þá alla og fyrir vikið fengum við örlítið auðveldari mótherja í Suður-Kóreu og Brasilíu. Sem betur fer er þetta mjög agaður hópur og þeir framkvæma allt það sem ég bið þá um eins og sést á frammistöðunni,“ sagði Einar en liðið hefur átt góðu gengi að fagna undanfarna mánuði.„Strákarnir eru búnir að vinna tuttugu leiki í röð sem sýnir hversu gott leikskipulag við erum með. Við vitum að við munum ekki eiga stórkostlegan leik einn dag og afspyrnu slakan leik daginn eftir. Frammistaða liðsins er alltaf stöðug.“ Einar var óánægður með kæruleysið í leik íslenska liðsins í gær en Brasilía náði að jafna metin í seinni hálfleik eftir að hafa verið átta mörkum undir.Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson.mynd/facebook-síða mótsinsErum góðir í hraðaupphlaupum „Þetta var kæruleysi af okkar hálfu. Við nýttum okkur þessar nýju reglur að leika með sjö útileikmenn sem gekk vel framan af gegn 3-3 vörninni þeirra en í seinni hálfleik kom meira kæruleysi í sendingar og skotin. Það hleypti þeim aftur í leikinn en þá settum við aftur í gír og sigldum þessu örugglega heim.“ Glæsilegur lokakafli íslenska liðsins í gær gerði á endanum útslagið en þetta er í annað skiptið sem góður lokakafli íslenska liðsins gerir gæfumuninn. „Við erum með mjög gott hraðaupphlaupslið sem sést eflaust best á því að Óðinn Ríkharðsson er markahæstur á mótinu og hann er ekki vítaskytta. Vegna þess vitum við að við eigum alltaf tækifæri á að taka rispur eins og þessar. Við nýtum okkur mistök annarra liða og erum sérstaklega duglegir í að refsa séum við manni fleiri,“ sagði Einar sem vildi klára leikinn í fyrri hálfleik. „Vörnin var frábær í leiknum, við settum þá í vandræði trekk í trekk. Ég hefði viljað klára þennan leik í fyrri hálfleik. Hefðum við nýtt dauðafærin okkar þá hefðum við farið inn í hálfleikinn með tíu marka forskot en ekki fimm.“Ísland hefur unnið alla sjö leiki sína á HM.mynd/facebook-síða mótsinsFá vonandi stærri hlutverk í vetur Einar sagðist hafa verið vonsvikinn yfir því hversu lítil hlutverk leikmenn hans fengu hjá liðum sínum í Olís-deildinni síðasta vetur. „Ég var hálf svekktur yfir því hvað þeir fengu lítið af tækifærum í vetur, að mínu mati gátu þeir fengið mun fleiri mínútur og ennþá stærra hlutverk. Þeir sátu mikið á bekknum að mínu mati þótt sumir væru meiddir. Kannski var ég eigingjarn, ég vil náttúrulega að þeir standi í stykkinu,“ sagði Einar sem vonaðist til þess að frammistaða leikmannanna á mótinu yrði til þess að þeir fengju aukin tækifæri. „Þeir eru búnir að fá gríðarlega reynslu í sumar. Við erum búnir að spila sextán landsleiki í sumar og eigum tvo eftir sem skilar sér vonandi í því að þeir komi inn með gríðarlegt sjálfstraust og reynslunni ríkari.“Ómar Ingi Magnússon hefur spilað frábærlega í Rússlandi.mynd/facebook-síða mótsinsTilbúnir í kynslóðaskiptin Einar var þjálfari U-19 ára liðsins sem nældi í silfur á sama móti fyrir sex árum en á mótinu skutust leikmenn á borð við Aron Pálmarsson og Ólaf Guðmundsson fram á sjónarsviðið. „Ég var með þá í sex ár og af þeim eru tíu leikmenn komnir í atvinnumennsku. Ég held að við eigum eftir að sjá annað eins í þessum hópi. Þessir hópar eru svolítið mismunandi, bestu leikmennirnir komu eiginlega allir úr Selfossi og FH en í ár er ég með leikmenn úr 12 liðum,“ sagði Einar sem fagnaði fjölbreytileikanum.„Það er mjög óvenjulegt, vissulega jákvætt að mörgu leyti en það tók tíma hjá sumum af þessum strákum að byggja upp sigurhefð. Þeir voru margir að vinna sinn fyrsta titil á European-Open æfingamótinu í sumar í Svíþjóð.“ Einar hefur fulla trú á því að þessir leikmenn geti tekið við keflinu þegar kynslóðaskipti verða í handboltalandsliðinu.„Þeir verða alveg klárlega tilbúnir til þess að gera það. Aginn og vinnusemin í þessum strákum er algjörlega til fyrirmyndar og það skiptir mjög miklu máli. Þetta eru algjörir fyrirmyndardrengir.“ Íslenski handboltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
„Það er búið að leggja mjög mikla vinnu í þetta lið, við erum búnir að vera saman í tæpa tvo mánuði og þeir eru búnir að leggja á sig mikla vinnu sem er að skila sér núna,“ sagði Einar Guðmundsson, þjálfari íslenska U-19 árs landsliðsins, sigurreifur eftir 32-27 sigur á Brasilíu á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Strákarnir hans Einars tryggðu sér með sigrinum sæti í undanúrslitum þar sem þeir mæta Slóveníu á morgun en íslenska liðið hefur enn ekki tapað leik á mótinu.„Ég er búinn að vera með þetta lið núna í fjögur ár og við höfum markvisst unnið að sömu þáttum aftur og aftur. Þetta er orðið mjög skipulagt hjá liðinu, það er lítið um sveiflur í leik liðsins og við erum mjög öruggir á okkar hraða.“Ísland mætir Slóveníu í undanúrslitum á miðvikudaginn.mynd/facebook-síða mótsinsErfiður riðill Ísland lenti í riðli með sterkum liðum á borð við Noreg, Spán og Þýskalandi en fyrir vikið fékk Ísland auðveldari mótherja í 16- og 8-liða úrslitunum.„Við vorum í erfiðasta riðlinum og við vissum að þar yrðu fjórir, jafnvel fimm leikir mjög jafnir. Okkur tókst að vinna þá alla og fyrir vikið fengum við örlítið auðveldari mótherja í Suður-Kóreu og Brasilíu. Sem betur fer er þetta mjög agaður hópur og þeir framkvæma allt það sem ég bið þá um eins og sést á frammistöðunni,“ sagði Einar en liðið hefur átt góðu gengi að fagna undanfarna mánuði.„Strákarnir eru búnir að vinna tuttugu leiki í röð sem sýnir hversu gott leikskipulag við erum með. Við vitum að við munum ekki eiga stórkostlegan leik einn dag og afspyrnu slakan leik daginn eftir. Frammistaða liðsins er alltaf stöðug.“ Einar var óánægður með kæruleysið í leik íslenska liðsins í gær en Brasilía náði að jafna metin í seinni hálfleik eftir að hafa verið átta mörkum undir.Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson.mynd/facebook-síða mótsinsErum góðir í hraðaupphlaupum „Þetta var kæruleysi af okkar hálfu. Við nýttum okkur þessar nýju reglur að leika með sjö útileikmenn sem gekk vel framan af gegn 3-3 vörninni þeirra en í seinni hálfleik kom meira kæruleysi í sendingar og skotin. Það hleypti þeim aftur í leikinn en þá settum við aftur í gír og sigldum þessu örugglega heim.“ Glæsilegur lokakafli íslenska liðsins í gær gerði á endanum útslagið en þetta er í annað skiptið sem góður lokakafli íslenska liðsins gerir gæfumuninn. „Við erum með mjög gott hraðaupphlaupslið sem sést eflaust best á því að Óðinn Ríkharðsson er markahæstur á mótinu og hann er ekki vítaskytta. Vegna þess vitum við að við eigum alltaf tækifæri á að taka rispur eins og þessar. Við nýtum okkur mistök annarra liða og erum sérstaklega duglegir í að refsa séum við manni fleiri,“ sagði Einar sem vildi klára leikinn í fyrri hálfleik. „Vörnin var frábær í leiknum, við settum þá í vandræði trekk í trekk. Ég hefði viljað klára þennan leik í fyrri hálfleik. Hefðum við nýtt dauðafærin okkar þá hefðum við farið inn í hálfleikinn með tíu marka forskot en ekki fimm.“Ísland hefur unnið alla sjö leiki sína á HM.mynd/facebook-síða mótsinsFá vonandi stærri hlutverk í vetur Einar sagðist hafa verið vonsvikinn yfir því hversu lítil hlutverk leikmenn hans fengu hjá liðum sínum í Olís-deildinni síðasta vetur. „Ég var hálf svekktur yfir því hvað þeir fengu lítið af tækifærum í vetur, að mínu mati gátu þeir fengið mun fleiri mínútur og ennþá stærra hlutverk. Þeir sátu mikið á bekknum að mínu mati þótt sumir væru meiddir. Kannski var ég eigingjarn, ég vil náttúrulega að þeir standi í stykkinu,“ sagði Einar sem vonaðist til þess að frammistaða leikmannanna á mótinu yrði til þess að þeir fengju aukin tækifæri. „Þeir eru búnir að fá gríðarlega reynslu í sumar. Við erum búnir að spila sextán landsleiki í sumar og eigum tvo eftir sem skilar sér vonandi í því að þeir komi inn með gríðarlegt sjálfstraust og reynslunni ríkari.“Ómar Ingi Magnússon hefur spilað frábærlega í Rússlandi.mynd/facebook-síða mótsinsTilbúnir í kynslóðaskiptin Einar var þjálfari U-19 ára liðsins sem nældi í silfur á sama móti fyrir sex árum en á mótinu skutust leikmenn á borð við Aron Pálmarsson og Ólaf Guðmundsson fram á sjónarsviðið. „Ég var með þá í sex ár og af þeim eru tíu leikmenn komnir í atvinnumennsku. Ég held að við eigum eftir að sjá annað eins í þessum hópi. Þessir hópar eru svolítið mismunandi, bestu leikmennirnir komu eiginlega allir úr Selfossi og FH en í ár er ég með leikmenn úr 12 liðum,“ sagði Einar sem fagnaði fjölbreytileikanum.„Það er mjög óvenjulegt, vissulega jákvætt að mörgu leyti en það tók tíma hjá sumum af þessum strákum að byggja upp sigurhefð. Þeir voru margir að vinna sinn fyrsta titil á European-Open æfingamótinu í sumar í Svíþjóð.“ Einar hefur fulla trú á því að þessir leikmenn geti tekið við keflinu þegar kynslóðaskipti verða í handboltalandsliðinu.„Þeir verða alveg klárlega tilbúnir til þess að gera það. Aginn og vinnusemin í þessum strákum er algjörlega til fyrirmyndar og það skiptir mjög miklu máli. Þetta eru algjörir fyrirmyndardrengir.“
Íslenski handboltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira