Lífið

Nærmynd af Diddú: „Getur hlegið í korter að hárkollum“

Atli Ísleifsson skrifar
Hún vaknar alltaf brosandi og glöð, er bjartsýn, fjölskyldukona og jákvæð en líka svolítið þrjósk. Þannig lýsa fjölskyldumeðlimir og vinir söngkonunni Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, öðru nafni Diddú, sem hélt upp á sextugsafmæli sitt á dögunum.

Ísland í dag ræddi við nokkra þá sem þekkja Diddú hvað best og rakti feril söngkonunnar ástsælu í þættinum fyrr í kvöld.

Dóra Hafsteinsdóttir, vinkona Diddúar, segir að það hafi verið húmorinn og gleðin sem hafi dregið hana að Diddú þegar þær kynntust fjórtán ára gamlar í Hagaskóla. „Hún hafði svo góða áru. Það var eitthvað svo gott, allt í kringum Diddú. Maður einhvern veginn sogaðist að henni.“

Páll Óskar Hjálmtýsson, bróðir Diddúar, segir stærsti kostur systur sinnar vera húmor hennar gagnvart sjálfri sér og viðhorf hennar gagnvart stóru verkefnunum í lífinu. „Eins og þegar heyrnin hennar fór að bregðast þá fékk maður það aldrei á tilfinninguna að hún væri að vorkenna sjálfri sér eða væri eitthvað buguð. Nei, hún lærði að hlusta á sjálfa sig upp á nýtt og lærði að nota þetta hljóðfæri, sem söngröddin hennar er, upp á nýtt.“

Sjá má innslagið í heild sinni að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×