Afstýra hefði mátt tjóni ef stjórnvöld hefðu unnið heimavinnuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. ágúst 2015 19:15 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur að ríkisstjórn Íslands hafi vanmetið tjónið af gagnaðgerðum Rússa vegna stuðnings við viðskiptaþvinganir gagnvart þeim. Tjónið gæti numið 10-15 milljörðum króna á ári bara vegna uppsjávarfisks, þ.e. makríls og loðnu. „Við höfum kvartað yfir því að það hafi ekki verið gætt að því að hafa samráð við þá sem hafa hagsmuna að gæta og þessir hagsmunir hafi verið vanmetnir. Hugsanlega hefði átt að leita leiða til að afstýra því tjóni sem við sjáum að er að verða nú þegar vegna þessara aðgerða. Við teljum að minnsta kosti að betri greining á hagsmunum hefði átt að fara fram og þá hefðu menn getað tekið þessa ákvörðun af betri yfirvegun,“ segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Íslenskir fiskútflytjendur hafa þegar orðið fyrir tjóni vegna innflutningsbannsins á íslensk matvæli í Rússlandi. „Það er nærtækast að benda á að HB Grandi átti að taka upp af 500 tonn af loðnuhrognum sem áttu að fara til Rússlands. Núna þarf að selja þau tonn annars staðar og ekkert gefið að sama verð fáist fyrir þau á öðrum mörkuðum. Sjálfir höfum við fengið nokkrar afpantanir í dag af fiski sem átti að selja og ljóst að kaupendur eru bara að sækja sér verðlækkun í ljósi ástandsins,“ segir Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood. Í þessum töluðu orðum er íslenskt skip á leið til Pétursborgar með makríl. „Mér þykir ólíklegt að það fái að losa farminn í Pétursborg og við verðum líklega að losa farminn í annarri höfn í Evrópu og finna nýja kaupendur að fiskinum. Það er ekki sjálfgefið að finna nýja kaupendur að makrílnum og við fáum ekki sama verðmæti úr farminum eins og við hefðum annars fengið.“Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood.Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við telja að tjón íslenskra fiskútflytjenda sé að lágmarki 10-15 milljarðar króna ári ef Rússlandsmarkaður er lokaður. Á síðasta ári fluttu íslensk fyrirtæki út vörur til Rússlands fyrir rúmlega 29 milljarða króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Langstærstur hluti upphæðarinnar er uppsjávarfiskur eins og makríll og loðna. Gunnar Bragi Sveinsson og Federica Mogherini utanríkismálastjóri ESB ræddu stöðuna á símafundi á föstudag. Þar var ákveðið að hefja sérstakar viðræður á vettvangi embættismanna Íslands og ESB um þá serstöku stöðu sem er uppi og hvernig sé hægt að bregðast við vegna þess tjóns sem íslensk fyrirtæki verða fyrir vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB ríkjanna og vesturveldanna. Spyrja má, er það rétti vettvangurinn, er rétt að þessar viðræður fari fram á vettvangi embættismanna? Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður þessum viðræðum haldið áfram á pólitískum vettvangi. „Fyrsta snerting,“ ef svo má segja, var símafundur Gunnars Braga og Mogherini. Síðan taka embættismenn upp þráðinn. Stefnt er að því að þessar viðræður embættismanna hefjist í þessari viku en þær hafa ekki verið tímasettar. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur að ríkisstjórn Íslands hafi vanmetið tjónið af gagnaðgerðum Rússa vegna stuðnings við viðskiptaþvinganir gagnvart þeim. Tjónið gæti numið 10-15 milljörðum króna á ári bara vegna uppsjávarfisks, þ.e. makríls og loðnu. „Við höfum kvartað yfir því að það hafi ekki verið gætt að því að hafa samráð við þá sem hafa hagsmuna að gæta og þessir hagsmunir hafi verið vanmetnir. Hugsanlega hefði átt að leita leiða til að afstýra því tjóni sem við sjáum að er að verða nú þegar vegna þessara aðgerða. Við teljum að minnsta kosti að betri greining á hagsmunum hefði átt að fara fram og þá hefðu menn getað tekið þessa ákvörðun af betri yfirvegun,“ segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Íslenskir fiskútflytjendur hafa þegar orðið fyrir tjóni vegna innflutningsbannsins á íslensk matvæli í Rússlandi. „Það er nærtækast að benda á að HB Grandi átti að taka upp af 500 tonn af loðnuhrognum sem áttu að fara til Rússlands. Núna þarf að selja þau tonn annars staðar og ekkert gefið að sama verð fáist fyrir þau á öðrum mörkuðum. Sjálfir höfum við fengið nokkrar afpantanir í dag af fiski sem átti að selja og ljóst að kaupendur eru bara að sækja sér verðlækkun í ljósi ástandsins,“ segir Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood. Í þessum töluðu orðum er íslenskt skip á leið til Pétursborgar með makríl. „Mér þykir ólíklegt að það fái að losa farminn í Pétursborg og við verðum líklega að losa farminn í annarri höfn í Evrópu og finna nýja kaupendur að fiskinum. Það er ekki sjálfgefið að finna nýja kaupendur að makrílnum og við fáum ekki sama verðmæti úr farminum eins og við hefðum annars fengið.“Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood.Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við telja að tjón íslenskra fiskútflytjenda sé að lágmarki 10-15 milljarðar króna ári ef Rússlandsmarkaður er lokaður. Á síðasta ári fluttu íslensk fyrirtæki út vörur til Rússlands fyrir rúmlega 29 milljarða króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Langstærstur hluti upphæðarinnar er uppsjávarfiskur eins og makríll og loðna. Gunnar Bragi Sveinsson og Federica Mogherini utanríkismálastjóri ESB ræddu stöðuna á símafundi á föstudag. Þar var ákveðið að hefja sérstakar viðræður á vettvangi embættismanna Íslands og ESB um þá serstöku stöðu sem er uppi og hvernig sé hægt að bregðast við vegna þess tjóns sem íslensk fyrirtæki verða fyrir vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB ríkjanna og vesturveldanna. Spyrja má, er það rétti vettvangurinn, er rétt að þessar viðræður fari fram á vettvangi embættismanna? Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður þessum viðræðum haldið áfram á pólitískum vettvangi. „Fyrsta snerting,“ ef svo má segja, var símafundur Gunnars Braga og Mogherini. Síðan taka embættismenn upp þráðinn. Stefnt er að því að þessar viðræður embættismanna hefjist í þessari viku en þær hafa ekki verið tímasettar.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira