96 látnir eftir loftárásir Sýrlandshers á markað í bænum Douma Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2015 17:31 Unnið er að því að koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. vísir/afp Hátt í hundrað eru látnir eftir loftárásir sýrlenska hersins á bæinn Douma skammt frá höfuðborginni Damaskus. Bærinn hafði verið á valdi uppreisnarmanna. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í landinu segja árásina vera óásættanlega. Árásirnar hófust í gær og eru sagðar vera með þeim skæðustu í borgarastyrjöldinni sem staðið hefur yfir í rúm fjögur ár. Fyrir tæpum tveimur árum varð sama svæði fyrir efnavopnaárás sem einnig er talið að Sýrlandsstjórn hafi staðið fyrir. Í það minnsta 96 eru látnir og yfir 240 særðir eftir tíu árásir hersins í gær. Þeim var fram haldið í morgun en þær urðu alls fjórar. Unnið er að því að koma hinum látnu fyrir í fjöldagröf. Amnesty International hefur fordæmt árásirnar en í síðustu viku sökuðu samtökin stjórnarliða um stríðsglæpi í baráttu sinni við uppreisnarmenn. Samtökin segja að árásirnar núna geri ekkert til að bæta ástand sem sé ömurlegt fyrir. „Að ráðast á markað fullan af almennum borgurum og myrða hundrað þegna lands þíns er óásættanlegt í hvaða aðstæðum sem er,“ segir Stephen O‘Brien hjá Sameinuðu þjóðunum. „Þessi dauðsföll sýna að engin átök geta leyst stöðuna sem komin er upp í landinu.“ Að minnsta kosti 240.000 manns hafa látist í borgarastyrjöldinni sem hófst í maí 2011 með mótmælum gegn Bashar al-Assad, forseta landsins. Leiðtogar andstæðinga hans segja alþjóðasamfélagið ekki bregðast nógu hart við „þjóðarmorðum al-Assad sem staðið hafa yfir í 53 mánuði“. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagið leggja sitt til fjöldamorðanna með því að líta í hina áttina og aðhafast ekkert,“ segir í yfirlýsingu Þjóðarráðs Sýrlands, helstu stjórnarandstæðinga landsins.Hér að neðan er hægt að sjá myndir frá Douma. Ritstjórn Vísis varar fólk við myndasafninu en þar er að finna myndir sem gætu vakið óhug.vísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afp Tengdar fréttir Assad viðurkennir vanmátt hersins Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sagði í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri of fáliðaður til að takast á við heri uppreisnarmanna. 27. júlí 2015 12:00 80 féllu í loftárásum í Sýrlandi Vitni segja að 200 hafi særst þegar stjórnvöld gerðu loftárásir á markað. 16. ágúst 2015 18:43 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Hátt í hundrað eru látnir eftir loftárásir sýrlenska hersins á bæinn Douma skammt frá höfuðborginni Damaskus. Bærinn hafði verið á valdi uppreisnarmanna. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í landinu segja árásina vera óásættanlega. Árásirnar hófust í gær og eru sagðar vera með þeim skæðustu í borgarastyrjöldinni sem staðið hefur yfir í rúm fjögur ár. Fyrir tæpum tveimur árum varð sama svæði fyrir efnavopnaárás sem einnig er talið að Sýrlandsstjórn hafi staðið fyrir. Í það minnsta 96 eru látnir og yfir 240 særðir eftir tíu árásir hersins í gær. Þeim var fram haldið í morgun en þær urðu alls fjórar. Unnið er að því að koma hinum látnu fyrir í fjöldagröf. Amnesty International hefur fordæmt árásirnar en í síðustu viku sökuðu samtökin stjórnarliða um stríðsglæpi í baráttu sinni við uppreisnarmenn. Samtökin segja að árásirnar núna geri ekkert til að bæta ástand sem sé ömurlegt fyrir. „Að ráðast á markað fullan af almennum borgurum og myrða hundrað þegna lands þíns er óásættanlegt í hvaða aðstæðum sem er,“ segir Stephen O‘Brien hjá Sameinuðu þjóðunum. „Þessi dauðsföll sýna að engin átök geta leyst stöðuna sem komin er upp í landinu.“ Að minnsta kosti 240.000 manns hafa látist í borgarastyrjöldinni sem hófst í maí 2011 með mótmælum gegn Bashar al-Assad, forseta landsins. Leiðtogar andstæðinga hans segja alþjóðasamfélagið ekki bregðast nógu hart við „þjóðarmorðum al-Assad sem staðið hafa yfir í 53 mánuði“. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagið leggja sitt til fjöldamorðanna með því að líta í hina áttina og aðhafast ekkert,“ segir í yfirlýsingu Þjóðarráðs Sýrlands, helstu stjórnarandstæðinga landsins.Hér að neðan er hægt að sjá myndir frá Douma. Ritstjórn Vísis varar fólk við myndasafninu en þar er að finna myndir sem gætu vakið óhug.vísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afp
Tengdar fréttir Assad viðurkennir vanmátt hersins Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sagði í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri of fáliðaður til að takast á við heri uppreisnarmanna. 27. júlí 2015 12:00 80 féllu í loftárásum í Sýrlandi Vitni segja að 200 hafi særst þegar stjórnvöld gerðu loftárásir á markað. 16. ágúst 2015 18:43 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Assad viðurkennir vanmátt hersins Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sagði í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri of fáliðaður til að takast á við heri uppreisnarmanna. 27. júlí 2015 12:00
80 féllu í loftárásum í Sýrlandi Vitni segja að 200 hafi særst þegar stjórnvöld gerðu loftárásir á markað. 16. ágúst 2015 18:43