Íslenski boltinn

Afturelding vann sinn fyrsta sigur í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Afturelding á enn von um að halda sér í deild þeirra bestu.
Afturelding á enn von um að halda sér í deild þeirra bestu. Vísir/Andri Marinó
Sigríður Þóra Birgisdóttir, lánsmaður frá Stjörnunni, var hetja Aftureldingar sem vann 1-0 sigur á Þrótti í eina leik kvöldsins í Pepsi-deild kvenna.

Þetta var fyrsti sigur Mosfellinga í sumar en liðið er nú með fjögur stig í 9. sæti, tveimur stigum frá KR sem er í því áttunda. Afturelding á því enn veika von um að halda sæti sínu í deildinni.

Þróttur er hins vegar svo gott sem fallinn en liðið hefur ekki enn unnið leik í sumar og aðeins skorað fjögur mörk í 14 leikjum. Þróttarar eru í botnsæti deildarinnar með tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×