Segir ágreining geta skapað úlfúð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2015 10:47 Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Anton Brink Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að ósamkomulag innan ríkisstjórna sé aldrei af hinu góða og það gæti skapað úlfúð sem hafi áhrif á önnur mál. Stjórnarflokkarnir virðast ekki stíga í sama takt þegar kemur að viðskiptabanni Rússa á Ísland sem var sett á fyrir helgi. „Um leið og menn byrja að senda aðra tóna sín á milli brestur ákveðið þegjandi samkomulag sem oftast er í farsælli ríkisstjórn um að leysa ágreiningsefni í kyrrþey sín á milli. Það grefur undan trúverðugleika stjórnarinnar og getur skapað úlfúð á milli flokka,“ segir Gunnar Helgi. Óhætt er að segja að viðbrögð forkálfa ríkisstjórnarinnar, Gunnars Braga Sveinsonar utanríkisráðherra, annarsvegar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra vegna viðskiptabanns Rússa á Ísland hafa verið mismunandi. Gunnar Bragi virðist standa heilshugar á bakvið aðgerðir Íslands á meðan Bjarni Benediktsson segir það vera mikið álitamál hvað Ísland sé að gera með stuðningi sínum við viðskiptaþvinganir ESB og annarra vestrænna ríkja.Flokkarnir þurfa að fara að sýna sérstöðu sína Gunnar Helgi telur að einn og sér sé ágreiningur ríkisstjórnarflokkana um viðskiptabannið ekki skaðlegur en láti menn hann dreifast yfir í önnur mál sé það annað mál. „Það hefur verið frekar friðsamlegt í kringum þessa stjórn og eitt og sér er þetta ekki mjög skaðlegt en ef menn láta þetta dreifast yfir á önnur mál, eins og t.d. stjórn fiskveiða þá getur það skapað úlfúð.“ Á síðasta þingi hætti Sigurður Ingi Jóhannson, sjávarútvegsráðherra, við að leggja fram frumvarp um fiskveiðistjórnun sem hafði verið í vinnslu. Ríkisstjórnarflokkarnir gátu að sögn Sigurðar ekki komið sér saman um hvaða aðili ætti að fara með forræði yfir veiðiréttinum. Flokkarnir ákváðu að leggja frumvarpið í bleyti. Spurður um mögulegar ástæður fyrir ágreiningi ríkisstjórnaflokkanna í þessu máli segir Gunnar að það styttist í kosningar og að flokkarnir þurfi að fara að sýna sérstöðu sína. „Nú förum við inn í seinni part kjörtímabils og þá verður hvatinn meiri hjá flokkum til þess að gefa merki til kjósenda um að þeir standi við sín mál og að þeir hafi skilað einhverju í ríkisstjórninni.“ Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Mikið álitamál hvað Íslendingar eru að gera með stuðningi við viðskiptaþvinganir Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum. 16. ágúst 2015 20:02 Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Unnur Brá Konráðsdóttir segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. 17. ágúst 2015 09:57 Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15 Nei, Pútín Með þessum aðgerðum, sem beinast að fjórum smáríkjum, er stórveldið að þreifa fyrir sér. 15. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að ósamkomulag innan ríkisstjórna sé aldrei af hinu góða og það gæti skapað úlfúð sem hafi áhrif á önnur mál. Stjórnarflokkarnir virðast ekki stíga í sama takt þegar kemur að viðskiptabanni Rússa á Ísland sem var sett á fyrir helgi. „Um leið og menn byrja að senda aðra tóna sín á milli brestur ákveðið þegjandi samkomulag sem oftast er í farsælli ríkisstjórn um að leysa ágreiningsefni í kyrrþey sín á milli. Það grefur undan trúverðugleika stjórnarinnar og getur skapað úlfúð á milli flokka,“ segir Gunnar Helgi. Óhætt er að segja að viðbrögð forkálfa ríkisstjórnarinnar, Gunnars Braga Sveinsonar utanríkisráðherra, annarsvegar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra vegna viðskiptabanns Rússa á Ísland hafa verið mismunandi. Gunnar Bragi virðist standa heilshugar á bakvið aðgerðir Íslands á meðan Bjarni Benediktsson segir það vera mikið álitamál hvað Ísland sé að gera með stuðningi sínum við viðskiptaþvinganir ESB og annarra vestrænna ríkja.Flokkarnir þurfa að fara að sýna sérstöðu sína Gunnar Helgi telur að einn og sér sé ágreiningur ríkisstjórnarflokkana um viðskiptabannið ekki skaðlegur en láti menn hann dreifast yfir í önnur mál sé það annað mál. „Það hefur verið frekar friðsamlegt í kringum þessa stjórn og eitt og sér er þetta ekki mjög skaðlegt en ef menn láta þetta dreifast yfir á önnur mál, eins og t.d. stjórn fiskveiða þá getur það skapað úlfúð.“ Á síðasta þingi hætti Sigurður Ingi Jóhannson, sjávarútvegsráðherra, við að leggja fram frumvarp um fiskveiðistjórnun sem hafði verið í vinnslu. Ríkisstjórnarflokkarnir gátu að sögn Sigurðar ekki komið sér saman um hvaða aðili ætti að fara með forræði yfir veiðiréttinum. Flokkarnir ákváðu að leggja frumvarpið í bleyti. Spurður um mögulegar ástæður fyrir ágreiningi ríkisstjórnaflokkanna í þessu máli segir Gunnar að það styttist í kosningar og að flokkarnir þurfi að fara að sýna sérstöðu sína. „Nú förum við inn í seinni part kjörtímabils og þá verður hvatinn meiri hjá flokkum til þess að gefa merki til kjósenda um að þeir standi við sín mál og að þeir hafi skilað einhverju í ríkisstjórninni.“
Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Mikið álitamál hvað Íslendingar eru að gera með stuðningi við viðskiptaþvinganir Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum. 16. ágúst 2015 20:02 Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Unnur Brá Konráðsdóttir segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. 17. ágúst 2015 09:57 Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15 Nei, Pútín Með þessum aðgerðum, sem beinast að fjórum smáríkjum, er stórveldið að þreifa fyrir sér. 15. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Bjarni Benediktsson: Mikið álitamál hvað Íslendingar eru að gera með stuðningi við viðskiptaþvinganir Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum. 16. ágúst 2015 20:02
Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Unnur Brá Konráðsdóttir segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. 17. ágúst 2015 09:57
Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Utanríkisráðherrann kallar eftir samfélagslegri ábyrgð af hálfu útflytjenda fiskafurða. 16. ágúst 2015 14:15
Nei, Pútín Með þessum aðgerðum, sem beinast að fjórum smáríkjum, er stórveldið að þreifa fyrir sér. 15. ágúst 2015 07:00