Bílar

Seldist á 1.740 milljónir

Finnur Thorlacius skrifar
Ferrari 250 GT Berlinetta árgerð 1956 til sýnis á uppboði RM Southeby´s um helgina.
Ferrari 250 GT Berlinetta árgerð 1956 til sýnis á uppboði RM Southeby´s um helgina.
Uppboðshúsið RM Southeby´s bauð upp margan dýrgripinn um helgina, þar á meðal þennan Ferrari 250 GT Berlinetta bíla frá árinu 1956 sem sleginn var á 1.740 milljónir króna, eða 13,2 milljónir dollara.

Hann er þó ekki dýrasti bíll sem keyptur hefur verið á uppboði því Ferrari 250 LM frá 1964 seldist á 17,6 milljónir dollara. Það voru hinsvegar slegin nokkur met á uppboði RM Southeby´s um helgina.

Aldrei hefur stærri upphæð skipt um hendur á bílauppboði, en þar voru seldir gamlir bílar fyrir samtals 22,8 milljarða króna og á einum af þremur uppboðsdögunum skiptu bílar um eigendur fyrir alls 9,95 milljarða króna, sem er met á einum degi.

Ferrari bíllinn sem hér sést vann aksturskeppni Tour de France árið 1956 og er einn af sjö bílum með þessa gerð yfirbyggingar smíðaða af Scaglietti. 






×