Lífið

Barnabarn Morgan Freeman stungið til bana

Samúel Karl Ólason skrifar
E'Dena Hines og Morgan Freeman.
E'Dena Hines og Morgan Freeman. Vísir/Getty
E´Dena Hines, barnabarn leikarans Morgan Freeman, var stungin til bana á götu úti í New York nú í nótt. Kærasti hennar stakk hana margsinnis í nótt þar sem hann reyndi að særa úr henni illa anda. New York Post hefur eftir manni sem varð vitni að árásinni að kærastinn hafi öskrað: „Út með ykkur djöflar. Ég rek ykkur á brott í nafni Jesús Krists.“

Amma Hines, Adair Bradshaw, var fyrsta eiginkona Morgan Freeman. Þrátt fyrir að þau væru ekki tengd blóðböndum, ættleiddi Freeman móður Hines og voru þau mjög náin. Hún fylgdi honum einnig af og til á frumsýningar kvikmynda leikarans. Hines starfaði sem leikkona.

Leikarinn sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann sagði að heimurinn myndi aldrei fá að sjá það sem hún hefði upp á að bjóða. „Vinir hennar og fjölskylda voru það lánsöm að vita hver hún var sem manneskja. Stjarna hennar mun skína í hjörtum okkar, hugum og bænum. Megi hún hvíla í friði.“

I want to acknowledge the tremendous outpouring of love and support my family has received regarding the tragic and senseless passing of my granddaughter Edena Hines. Thank you from the bottom of my heart. -M

Posted by Morgan Freeman on Sunday, August 16, 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×