Segir ekki skort á stórgrósserum Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2015 19:29 Karl Garðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA „Það er enginn skortur á stórgrósserum og fylgitunglum þeirra á Íslandi sem eru tilbúnir til að selja sálu sína fyrir aurinn. Tilbúnir til að fórna mannréttindum og lýðræði fyrir stundargróða.“ Þetta segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þetta segir Karl í pistli sem hann skrifar á vef Eyjunnar sem ber heitið: Að selja sálu sína. Þar gagnrýnir hann Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði að Ísland ætti að taka sig af lista þjóða sem vilja viðskiptabann á Rússa. „Það skiptir þetta fólk engu máli þó að um 7000 manns hafi látið lífið í austurhluta Úkraínu og að milljónir til viðbótar séu á vergangi. Það skiptir engu máli þó alþjóðasamningar hafi verið þverbrotnir og fullveldi Evrópuríkis hafi verið fótum troðið með innrás annars. Það skiptir engu máli – við skulum fyrst og fremst líta til eigin fjárhagslegra hagsmuna, annað kemur okkur ekki við,“ segir Karl. „Einn stjórnmálamaður sagði að við ættum ekki í neinum útistöðum við vinaþjóð okkar, Rússa. Það var helst á honum að skilja að það réttlætti að við lokuðum augum og eyrum og héldum áfram góðum bisness. Óþarfi að láta 7000 mannslíf trufla viðskiptin.“ Hann segir það þyngra en tárum takið að hlýða á röksemdafærslu sem þessa og það sé ekkert sem heiti að vera hlutlaus í þeim hildarleik sem eigi sér stað í Úkraínu. „Ísland á mikið undir að alþjóðasamningar haldi, að leikreglur lýðræðis séu virtar og að mannréttindi séu ekki fótum troðin. Að gefa eftir í málefnum Úkraínu væru skelfileg skilaboð. Ef við getum ekki staðið með þjóðum sem búa við ofríki nágranna sinna sem virða ekki alþjóðasamninga, þá skulum við ekki gera kröfur um stuðning annarra þjóða næst þegar við þurfum á slíku að halda.“ Karl segir einnig að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, eigi mikinn heiður skilinn fyrir framgöngu sína í þessu máli. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
„Það er enginn skortur á stórgrósserum og fylgitunglum þeirra á Íslandi sem eru tilbúnir til að selja sálu sína fyrir aurinn. Tilbúnir til að fórna mannréttindum og lýðræði fyrir stundargróða.“ Þetta segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þetta segir Karl í pistli sem hann skrifar á vef Eyjunnar sem ber heitið: Að selja sálu sína. Þar gagnrýnir hann Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði að Ísland ætti að taka sig af lista þjóða sem vilja viðskiptabann á Rússa. „Það skiptir þetta fólk engu máli þó að um 7000 manns hafi látið lífið í austurhluta Úkraínu og að milljónir til viðbótar séu á vergangi. Það skiptir engu máli þó alþjóðasamningar hafi verið þverbrotnir og fullveldi Evrópuríkis hafi verið fótum troðið með innrás annars. Það skiptir engu máli – við skulum fyrst og fremst líta til eigin fjárhagslegra hagsmuna, annað kemur okkur ekki við,“ segir Karl. „Einn stjórnmálamaður sagði að við ættum ekki í neinum útistöðum við vinaþjóð okkar, Rússa. Það var helst á honum að skilja að það réttlætti að við lokuðum augum og eyrum og héldum áfram góðum bisness. Óþarfi að láta 7000 mannslíf trufla viðskiptin.“ Hann segir það þyngra en tárum takið að hlýða á röksemdafærslu sem þessa og það sé ekkert sem heiti að vera hlutlaus í þeim hildarleik sem eigi sér stað í Úkraínu. „Ísland á mikið undir að alþjóðasamningar haldi, að leikreglur lýðræðis séu virtar og að mannréttindi séu ekki fótum troðin. Að gefa eftir í málefnum Úkraínu væru skelfileg skilaboð. Ef við getum ekki staðið með þjóðum sem búa við ofríki nágranna sinna sem virða ekki alþjóðasamninga, þá skulum við ekki gera kröfur um stuðning annarra þjóða næst þegar við þurfum á slíku að halda.“ Karl segir einnig að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, eigi mikinn heiður skilinn fyrir framgöngu sína í þessu máli.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira