Segir ekki skort á stórgrósserum Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2015 19:29 Karl Garðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA „Það er enginn skortur á stórgrósserum og fylgitunglum þeirra á Íslandi sem eru tilbúnir til að selja sálu sína fyrir aurinn. Tilbúnir til að fórna mannréttindum og lýðræði fyrir stundargróða.“ Þetta segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þetta segir Karl í pistli sem hann skrifar á vef Eyjunnar sem ber heitið: Að selja sálu sína. Þar gagnrýnir hann Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði að Ísland ætti að taka sig af lista þjóða sem vilja viðskiptabann á Rússa. „Það skiptir þetta fólk engu máli þó að um 7000 manns hafi látið lífið í austurhluta Úkraínu og að milljónir til viðbótar séu á vergangi. Það skiptir engu máli þó alþjóðasamningar hafi verið þverbrotnir og fullveldi Evrópuríkis hafi verið fótum troðið með innrás annars. Það skiptir engu máli – við skulum fyrst og fremst líta til eigin fjárhagslegra hagsmuna, annað kemur okkur ekki við,“ segir Karl. „Einn stjórnmálamaður sagði að við ættum ekki í neinum útistöðum við vinaþjóð okkar, Rússa. Það var helst á honum að skilja að það réttlætti að við lokuðum augum og eyrum og héldum áfram góðum bisness. Óþarfi að láta 7000 mannslíf trufla viðskiptin.“ Hann segir það þyngra en tárum takið að hlýða á röksemdafærslu sem þessa og það sé ekkert sem heiti að vera hlutlaus í þeim hildarleik sem eigi sér stað í Úkraínu. „Ísland á mikið undir að alþjóðasamningar haldi, að leikreglur lýðræðis séu virtar og að mannréttindi séu ekki fótum troðin. Að gefa eftir í málefnum Úkraínu væru skelfileg skilaboð. Ef við getum ekki staðið með þjóðum sem búa við ofríki nágranna sinna sem virða ekki alþjóðasamninga, þá skulum við ekki gera kröfur um stuðning annarra þjóða næst þegar við þurfum á slíku að halda.“ Karl segir einnig að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, eigi mikinn heiður skilinn fyrir framgöngu sína í þessu máli. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
„Það er enginn skortur á stórgrósserum og fylgitunglum þeirra á Íslandi sem eru tilbúnir til að selja sálu sína fyrir aurinn. Tilbúnir til að fórna mannréttindum og lýðræði fyrir stundargróða.“ Þetta segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þetta segir Karl í pistli sem hann skrifar á vef Eyjunnar sem ber heitið: Að selja sálu sína. Þar gagnrýnir hann Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði að Ísland ætti að taka sig af lista þjóða sem vilja viðskiptabann á Rússa. „Það skiptir þetta fólk engu máli þó að um 7000 manns hafi látið lífið í austurhluta Úkraínu og að milljónir til viðbótar séu á vergangi. Það skiptir engu máli þó alþjóðasamningar hafi verið þverbrotnir og fullveldi Evrópuríkis hafi verið fótum troðið með innrás annars. Það skiptir engu máli – við skulum fyrst og fremst líta til eigin fjárhagslegra hagsmuna, annað kemur okkur ekki við,“ segir Karl. „Einn stjórnmálamaður sagði að við ættum ekki í neinum útistöðum við vinaþjóð okkar, Rússa. Það var helst á honum að skilja að það réttlætti að við lokuðum augum og eyrum og héldum áfram góðum bisness. Óþarfi að láta 7000 mannslíf trufla viðskiptin.“ Hann segir það þyngra en tárum takið að hlýða á röksemdafærslu sem þessa og það sé ekkert sem heiti að vera hlutlaus í þeim hildarleik sem eigi sér stað í Úkraínu. „Ísland á mikið undir að alþjóðasamningar haldi, að leikreglur lýðræðis séu virtar og að mannréttindi séu ekki fótum troðin. Að gefa eftir í málefnum Úkraínu væru skelfileg skilaboð. Ef við getum ekki staðið með þjóðum sem búa við ofríki nágranna sinna sem virða ekki alþjóðasamninga, þá skulum við ekki gera kröfur um stuðning annarra þjóða næst þegar við þurfum á slíku að halda.“ Karl segir einnig að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, eigi mikinn heiður skilinn fyrir framgöngu sína í þessu máli.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira