Lífið

Þaulræða mistök

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Festival of Failure í Hörpu í fyrra.
Frá Festival of Failure í Hörpu í fyrra.
Mistakahátíðin Festival of Failure fer fram í Salnum í Kópavogi á morgun. Þar mun skapandi fólk koma fram og halda fyrirlestra þar sem þau lýsa upplifunum af mistökum. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin og hefst hún klukkan sex. Um er að ræða örfyrirlestramaraþon og er áætlað að hún taki um einn og hálfan tíma.

Sjá má Facebook síðu hátíðarinnar hér.

Þeir sem halda fyrirlestra eru Árni Heimir Ingólfsson, Hildur Guðnadóttir, Nadim Shamman, Tinna Þorsteinsdóttir, Þóra Tómasdóttir og Örn Alexander Ámundason. Frítt er á fyrirlestrana og er hátíðin hluti af listahátíðinni Cycle í Kópavogi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×