Sigmundur ræddi við forsætisráðherra Rússa: "Gríðarlegir hagsmunir undir“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2015 16:33 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti í dag símafund með Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands þar sem þeir ræddu þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í samskiptum ríkjanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu en þar segir að Sigmundur Davíð hefði gert Medvedev grein fyrir því að áhrif viðskiptaþvingana hér á landi væru hlutfallslega meiri en hjá flestum öðrum ríkjum sem undir þær falla og virðast bitna mest á útflutningi á sjávarafurðum. ,,Við áttum gott samtal þar sem við ræddum aðdraganda þeirrar stöðu sem komin er upp og urðum sammála um að æskilegt væri að embættismenn landanna héldu áfram samskiptum. Það eru gríðarlegir hagsmunir undir og ríkisstjórnin setur þetta mál í algeran forgang“, er haft eftir Sigmundi Davíð í fréttatilkynningunni að afloknum fundinum. Samtalið við forsætisráðherra Rússlands er sagt hafa áttsér stað í kjölfar þess að ríkisstjórnin fór yfir möguleg áhrif viðskiptaþvingana á fundi sínum fyrr í dag. Í tilkynningunni kemur fram að Ísland og Rússland eigi langa og jákvæða viðskiptasögu að baki og að það hafi verið vilji hér á landi til að byggja áfram á því sterka viðskiptasambandi. Eru íslensk stjórnvöld sögð hafa undanfarnar vikur átt mikil samskipti við rússnesk stjórnvöld eftir ýmsum leiðum til að reyna að koma í veg fyrir að mótaðgerðir Rússa bitnuðu óeðlilega mikið á Íslandi. Stjórnvöld er sögð ætla að halda þeim samskiptum áfram með það að markmiði að draga úr neikvæðum áhrifum á mikilvæg störf í sjávarútvegi og greinina í heild. Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11 Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04 Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12 Óvissa um makrílfarminn Verð á makrílafurðum lækkar enn á heimsmarkaði eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann í gær. Þær hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær. 14. ágúst 2015 12:36 Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti í dag símafund með Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands þar sem þeir ræddu þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í samskiptum ríkjanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu en þar segir að Sigmundur Davíð hefði gert Medvedev grein fyrir því að áhrif viðskiptaþvingana hér á landi væru hlutfallslega meiri en hjá flestum öðrum ríkjum sem undir þær falla og virðast bitna mest á útflutningi á sjávarafurðum. ,,Við áttum gott samtal þar sem við ræddum aðdraganda þeirrar stöðu sem komin er upp og urðum sammála um að æskilegt væri að embættismenn landanna héldu áfram samskiptum. Það eru gríðarlegir hagsmunir undir og ríkisstjórnin setur þetta mál í algeran forgang“, er haft eftir Sigmundi Davíð í fréttatilkynningunni að afloknum fundinum. Samtalið við forsætisráðherra Rússlands er sagt hafa áttsér stað í kjölfar þess að ríkisstjórnin fór yfir möguleg áhrif viðskiptaþvingana á fundi sínum fyrr í dag. Í tilkynningunni kemur fram að Ísland og Rússland eigi langa og jákvæða viðskiptasögu að baki og að það hafi verið vilji hér á landi til að byggja áfram á því sterka viðskiptasambandi. Eru íslensk stjórnvöld sögð hafa undanfarnar vikur átt mikil samskipti við rússnesk stjórnvöld eftir ýmsum leiðum til að reyna að koma í veg fyrir að mótaðgerðir Rússa bitnuðu óeðlilega mikið á Íslandi. Stjórnvöld er sögð ætla að halda þeim samskiptum áfram með það að markmiði að draga úr neikvæðum áhrifum á mikilvæg störf í sjávarútvegi og greinina í heild.
Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11 Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04 Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12 Óvissa um makrílfarminn Verð á makrílafurðum lækkar enn á heimsmarkaði eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann í gær. Þær hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær. 14. ágúst 2015 12:36 Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11
Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04
Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00
Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12
Óvissa um makrílfarminn Verð á makrílafurðum lækkar enn á heimsmarkaði eftir að Rússar ákváðu innflutningsbann í gær. Þær hlaðast nú upp í frystigeymslum og hætt var við brottför tveggja flutningaskipa með makríl til Rússlands í gær. 14. ágúst 2015 12:36
Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22