Innlent

BHM: Skref tekin til að meta menntun til launa.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM. vísir/ernir
„Við unum auðvitað niðurstöðu Gerðardóms enda er hún lögum samkvæmt,“ þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir í kjölfar þess að gerðardómur birti úrskurð sinn í kjaradeilu BHM og ríkisins. Gerðardómur framlengdi núgildandi kjarasamninga BHM til ársins 2017 með 7,2% launahækkun frá og með 1. mars sl. og 5,2% launahækkun frá og með 1. júní 2016.

Eftir að hafa litið yfir úrskurðinn segist Þórunn vera ánægð með að hann sé aðeins til tveggja ára.

„Fyrstu viðbrögð okkar í BHM eru að okkur líst vel á kjarasamningurinn sé til tveggja ára. Það skiptir miklu að þegar búið er að taka samnings- og verkfallsrétt af stéttarfélögum að svöna lögþvingaður gjörningur eins og Gerðardómur sé ekki til mjögs langs tíma. Það myndi horfa öðruvísi við ef þetta væri til margra ára.“

Skref tekin til að meta menntun til launa.

Þórunn er einnig ánægð með úrskurðurinn taki skref til þess að meta menntun til launa.

„Þarna er líka verið að taka ákveðin skref til þess að meta menntun til launa. Það er og verður okkar aðalkrafa. Við fyrstu sín eru þetta því jákvæð skref.“

Við tekur að fara yfir samninginn með aðildarfélögum BHM en þau eru 18 talsins.

„Forsvarsmenn félaganna 18 ætla að hittast og við þurfum að lesa úrskurðinn í þaula og reikna hvernig þetta kemur allt saman út og sjá hvað þetta þýðir í krónum talið fyrir okkar.“


Tengdar fréttir

Reiknað með gerðardómi í dag

BHM telur Hæstarétt opna á málshöfðun vegna væntanlegrar niðurstöðu gerðardóms í kjaradeilu samtakanna við ríkið. Niðurstaða Hæstaréttar er vonbrigði að mati BHM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×