Gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði Heimir Már Pétursson skrifar 14. ágúst 2015 13:40 Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi áður en ákvörðun um þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússlandi voru teknar. Áhyggjur útflutningsaðila hafi verið kallaðar stormur í vatnsgalsi. Innflutningsbann Rússa muni hafa mikil áhrif á sjómenn, fiskverkafólk og milljónir manna í Rússlandi. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir innflutnngsbannið hafa mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins en hlutdeild þeirra afurða sem fara á rússlandsmarkað sé svipað og hjá HB Granda sem tilkynnti Kauphöllinni í gær að hlutfallið væri um 17 prósent af tekjum þess fyrirtækis. „En í hverju fyrirtæki eru starfsmenn. Þetta hefur mikil áhrif á okkar möguleika á að koma uppsjávarafurðum á markað. Það að sjálfsögðu bitnar annars vegar á sjómönnum og hins vegar fiskverkafólki hér á Íslandi. Í Rússlandi höfum við átt samskipti við mikið af fólki sem hefur unnið hörðum höndum að því að byggja upp fyrirtæki og markaðssetja íslenskan fisk. Það stendur að sjálfsögðu án vöru,“ segir Þorsteinn Már. Þá væru milljónir neytenda á íslenskum fiski í Rússlandi. Það væri mikill munur á refsiaðgerðum sem fælust í banni við sölu hergagna eins og refsiaðgerðir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og NATO gengju út á og banni á innflutningi á matvöru. „Þannig að þetta hittir mjög marga og þetta högg er miklu þyngra sem við lendum í Íslendingar og viðskiptavinir okkar í Rússlandi hledur en gerist hjá öðrum þjóðum,“ segir Þorsteinn Már. Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi við hagsmunaaðila þegar ákveðið var í upphafi að Íslendingar styddu refsiaðgerðirnar gagnvart Rússum. „Það fór ekkert samtal fram á milli utanríkisráðuneytisins og þeirra sem að í þessu starfa áður en þessi ákvörðun var tekin. Þegar við fórum að benda á það eða reyna að hafa samband við utanríkisráðuneytið og segja frá hvað við óttuðumst var svar utanríkisráðuneytisins að það væri ekkert að óttast í þessu máli. Okkar áhyggjur væru stormur í vatnsglasi,“ segir Þorsteinn Már Þetta sýni að menn verði að vinna heimavinnuna sína áður en svona ákvarðanir séu teknar. „Ég held að það hefði verið hægt að gera þetta á annan hátt vegna þess að ég held að þetta bitni á fólki sem kannski síst skyldi,“ segir Þorsteinn Már. Finnst þér þá að íslensk stjórnvöld ættu að endurskoða afstöðu sína til þessara þátttöku í refsiaðgerðunum og jafnvel láta af stuðningi við þær? „Ég veit ekki hvaða þýðingu það hefur. En ég held að þetta sé fyrst og fremst áminning um það að menn þurfi að vinna heimavinnuna sína betur áður en þeir taka slíkar ákvarðanir og búið er að taka,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi áður en ákvörðun um þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússlandi voru teknar. Áhyggjur útflutningsaðila hafi verið kallaðar stormur í vatnsgalsi. Innflutningsbann Rússa muni hafa mikil áhrif á sjómenn, fiskverkafólk og milljónir manna í Rússlandi. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir innflutnngsbannið hafa mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins en hlutdeild þeirra afurða sem fara á rússlandsmarkað sé svipað og hjá HB Granda sem tilkynnti Kauphöllinni í gær að hlutfallið væri um 17 prósent af tekjum þess fyrirtækis. „En í hverju fyrirtæki eru starfsmenn. Þetta hefur mikil áhrif á okkar möguleika á að koma uppsjávarafurðum á markað. Það að sjálfsögðu bitnar annars vegar á sjómönnum og hins vegar fiskverkafólki hér á Íslandi. Í Rússlandi höfum við átt samskipti við mikið af fólki sem hefur unnið hörðum höndum að því að byggja upp fyrirtæki og markaðssetja íslenskan fisk. Það stendur að sjálfsögðu án vöru,“ segir Þorsteinn Már. Þá væru milljónir neytenda á íslenskum fiski í Rússlandi. Það væri mikill munur á refsiaðgerðum sem fælust í banni við sölu hergagna eins og refsiaðgerðir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og NATO gengju út á og banni á innflutningi á matvöru. „Þannig að þetta hittir mjög marga og þetta högg er miklu þyngra sem við lendum í Íslendingar og viðskiptavinir okkar í Rússlandi hledur en gerist hjá öðrum þjóðum,“ segir Þorsteinn Már. Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi við hagsmunaaðila þegar ákveðið var í upphafi að Íslendingar styddu refsiaðgerðirnar gagnvart Rússum. „Það fór ekkert samtal fram á milli utanríkisráðuneytisins og þeirra sem að í þessu starfa áður en þessi ákvörðun var tekin. Þegar við fórum að benda á það eða reyna að hafa samband við utanríkisráðuneytið og segja frá hvað við óttuðumst var svar utanríkisráðuneytisins að það væri ekkert að óttast í þessu máli. Okkar áhyggjur væru stormur í vatnsglasi,“ segir Þorsteinn Már Þetta sýni að menn verði að vinna heimavinnuna sína áður en svona ákvarðanir séu teknar. „Ég held að það hefði verið hægt að gera þetta á annan hátt vegna þess að ég held að þetta bitni á fólki sem kannski síst skyldi,“ segir Þorsteinn Már. Finnst þér þá að íslensk stjórnvöld ættu að endurskoða afstöðu sína til þessara þátttöku í refsiaðgerðunum og jafnvel láta af stuðningi við þær? „Ég veit ekki hvaða þýðingu það hefur. En ég held að þetta sé fyrst og fremst áminning um það að menn þurfi að vinna heimavinnuna sína betur áður en þeir taka slíkar ákvarðanir og búið er að taka,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira