Lífið

Nýtt myndband frá Emmsjé Gauta um bullandi vináttu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gauti Þeur fer hér á kostum.
Gauti Þeur fer hér á kostum.
„Strákarnir er eitt af þessum lögum sem kom um leið og ég heyrði taktinn. Auðunn Lútherson sendi á mig demo af honum og ég varð samstundis ástfanginn,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti.

Í dag gefur hann út myndband við lagið Strákarnir en Gauti er vel þekktur innan rappsenunnar á Íslandi.

„Það voru ekki liðnar nema nokkrar mínútur þangað til ég var búinn að raula viðlagspælinguna og varla liðinn sólarhringur að ég var kominn í stúdíó að taka lagið upp. Hugmyndin er ekki flóknari en sú að stundum er nauðsynlegt að slökkva á umheiminum til þess að detta á trúnó, spila tölvuleiki, fá sér í tánna eða bara láta sér leiðast með strákunum.“

Sjá einnig:Emmsjé Gauti orðinn pabbi: „Hún er fullkomin“

„Tökurnar voru frekar „spontant“. Þetta vorum bara ég og Gauti að setja þetta saman eina helgina og ræsa út alla þessa stráka í tökur með engum fyrirvara,“ segir Magnús Leifsson sem leikstýrði myndbandinu.

„Svoleiðis tökur geta oft verið fáránlega skemmtilegar. Okkur langaði til að þetta yrði eins og hálfgert „portrait“ af þessari tónlistarsenu sem Gauti er í. Síðan snerist þetta líka bara um bullandi vináttu.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.