Handbolti

Íslensku strákarnir völtuðu yfir Venesúela í Yekaterinburg

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Óðinn fagnar hér einu af mörkum sínum á dögunum.
Óðinn fagnar hér einu af mörkum sínum á dögunum. Vísir/Facebook-síða mótsins
Íslenska liðið vann öruggan 28 marka sigur á Venesúela í lokaleik B-riðilsins á Heimsmeistaramóti U-19 í handknattleik en leikið er í Rússlandi. Leikurinn hófst klukkan 05.00 á íslenskum tíma en það var enga morgunþreytu að sjá á strákunum í Yekaterinburg.

Strákarnir tryggðu toppsæti B-riðilsins með frábærum sigri á Noregi á miðvikudaginn og gátu þeir því farið afslappaðir inn í leikinn gegn Venesúela sem sat á botni B-riðilsins.

Venesúela virtist vekja strákana til lífsins með fyrsta marki leiksins því þeim tókst að komast í 9-2 eftir aðeins sjö mínútna leik. Voru yfirburðir íslenska liðsins gífurlegir en íslenska liðið tók fimmtán marka forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 27-12.

Í seinni hálfleikinn hélt íslenska liðið áfram yfirburðum sínum en íslenska liðið skoraði jafn mörg mörk úr hraðaupphlaupum í leiknum og Venesúela í öllum leiknum, alls nítján hraðaupphlaupsmörk. Lauk leiknum með 47-19 sigri íslenska liðsins.

Fékk markvörður liðsins, Einar Baldvinsson, skráðar á sig sjö stoðsendingar í leiknum en það er ágætis merki um yfirburði íslenska liðsins í leiknum en hann var með 44,1% markvörslu í leiknum.

Óðinn Ríkharðsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu með fimmtán mörk úr nítján skotum en næsti maður var Hákon Styrmisson með ellefu mörk úr tólf skotum.

Næsti leikur íslenska liðsins er á sunnudaginn en ekki er víst hver mótherji liðsins verður í Yekaterinburg. Verður það annað hvort Serbía, Pólland eða Suður-Kórea en það verður komið á hreint um kvöldmatarleytið þegar lokaleikir A-riðilsins fara fram.


Tengdar fréttir

Er miklu betri í stuttbuxunum

Grétar Ari Guðjónsson og félagar í U-19 ára landsliðinu í handbolta hafa unnið alla sína leiki á HM í Rússlandi og eru til alls líklegir. Grétar hefur vakið athygli á mótinu, bæði fyrir frammistöðu, sem og klæðaburð.

Frábær byrjun Íslands á HM

Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri vann frábæran sigur á Spáni á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi, en lokatölur 25-24.

Stórsigur hjá strákunum í fyrsta leik

Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri vann stórsigur á Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×