Sveitin kom til landsins í morgun og ætla strákarnir fjórir að skoða næturlífið í borginni að loknum tónleikunum í Höllinni áður en þeir halda af landi brott. „Það er frábært að vera hér og við höfum lengi hlakkað til að koma,“ sagði Caleb einnig í upphafi tónleikanna.
Strákarnir í Kaleo hituðu upp fyrir bandarísku stórstjörnurnar og stóðu sig með stakri prýði. „Þeir verða að koma einhverntíman til Nashville. Við heyrum talsvert í þeim þar í útvarpinu,“ sagði söngvarinn og áður en hann taldi í sagði hann að þetta væri ekki í síðasta skipti sem þeir kæmu hingað.
Allir með #kolicelandpic.twitter.com/JZLivAJPFH
— Lífið á Vísi (@VisirLifid) August 13, 2015