Lífið

Odom þverneitar fyrir það að hafa áreitt Khloe Kardashian

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lamar Odom lék lengi í NBA deildinni.
Lamar Odom lék lengi í NBA deildinni. vísir
Körfuboltamaðurinn Lamar Odom þverneitar fyrir það að hafa áreitt fyrrverandi eiginkonu hans Khloe Kardashian fyrir utan líkamsræktarstöð í gær en honum er gefið að sök að hafa rifið harkalega í hana.

Vitni sáu þau ræða saman fyrir utan líkamsræktarstöðina og náðust myndir af þeim.

„Það gerðist ekkert þarna og það meiddist enginn,“ segir Lamar Odom við slúðurmiðilinn TMZ. „Þetta er bara fáránlegt og það sem hefur verið sagt um mig er rugl.“

Leiðir þeirra skildu árið 2013 en talið er að Odom hafi  glímt við eiturlyfjafíkn í þó nokkur ár. 

Hér má sjá myndband af viðtali við Odom.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.