Sport

Ótrúleg tilþrif í leik Chicago Cubs | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rizzo.
Rizzo. Vísir/Getty
Anthony Rizzo, leikmaður Chicago Cubs, sýndi frábæra takta í leik liðsins gegn Milwaukee Brewers í bandarísku hafnaboltadeildinni (e. Major League Baseball, MLB) þegar hann stökk upp í stúku og greip boltann.

Rizzo sem er 26 árs og hefur leikið með Chicago Cubs frá árinu 2012 en hann hefur verið valinn í stjörnuleik MLB-deildarinnar undafarin tvö ár og skyldi engan undra þegar hann sýnir takta á borð við þá sem hann sýndi í gær.

Hoppaði hann þá upp yfir auglýsingaskilti og upp í stúku stuðningsmannana þar sem hann greip boltann eftir að andstæðingur hans hafði slegið boltann skringilega. Dómarar leiksins voru ekki vissir hvort um væri að ræða löglegt grip en eftir að hafa litið á atvikið aftur og aftur var ákveðið að gripið væri löglegt.

Stuðningsmenn Chicago Cubs sem tóku á móti Rizzo í stúkunni voru skiljanlega í skýjunum með sinn mann eftir gripið en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×