Blöskrar skoðun Hannesar: „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2015 11:19 Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. Vísir/Auðunn Níelsson „Það er sennilega ekki hægt að hugsa sèr meiri kvenfyrirlitningu en þá að segja vændi atvinnutækifæri fyrir konur,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. Tilefnið er ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem segist ekki skilja hvers vegna kvenfrelsissinnar séu á móti því að konur noti vændi sem atvinnutækifæri, sé hvergi nauðung á ferð. Hannes lét ummælin falla á Fésbókarsíðu sinni í gær í tengslum við samþykkt Amnesty International um afglæpavæðingu vændis. Ákvörðunin er vægast sagt umdeild og skiptist fólk í fylkingar á báðum vængjum auk þess sem fjölmargir sjá sjónarhorn beggja og eiga erfitt með að taka afgerandi afstöðu. Hannes Hólmsteinn segir að aðalatriðið um vændi sé hvort upplýst samþykki beggja liggi fyrir. Ef svo er sé ekkert á móti því að þóknun komi fyrir blíðu. „Mér er ekki alveg ljóst, hvers vegna kvenfrelsissinnar eru á móti því, að konur noti þetta atvinnutækifæri, sé hvergi nein nauðung á ferð. Er þetta ekki dæmi um, að sumar konur séu á móti öðrum konum, frekar en að konur séu almennt á móti körlum?“Tvö lögmál skipti öllu Hildur Eir sér hlutina ekki í sama ljósi og háskólaprófessorinn. Segir presturinn að líkaminn sé heilagur. „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí, hann stjórnast af taugakerfi sem er bundið hugsunum og tilfinningum og þess vegna er ekki hægt að umgangast líkamann sem tæki, við fáum í magann þegar við verðum kvíðin, líkaminn framleiðir meira dópamín þegar við verðum ástfangin, mjólk streymir fram í brjóst mæðra þegar þær heyra ungbörnin gráta.“ Hannes er á því að ekki eigi að afgreiða vændi, frekar en önnur siðferðileg álitamál, með því að segja sögur, misjafnlega áreiðanlegar, heldur í ljósi tveggja lögmála og röksemda. 1) Ef menn brjóta ekki rétt á öðrum með því að kaupa eða selja vændi, þá eiga aðrir ekki að skipta sér af því. 2) Ef afleiðingarnar af að banna vændi eru verri en afleiðingarnar af þvi að leyfa það, þá getur verið skynsamlegt að leyfa það. Önnur rökin eru réttindarök, hin nytjarök. Tengdar fréttir Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir umræðuna um vændisályktun samtakanna vera á villigötum. 12. ágúst 2015 23:44 Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Fjöldaúrsagnir voru boðaðar í kjölfar tillögu samtakanna að gera vændi ekki refsivert. 12. ágúst 2015 13:11 Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að útgangspunktur umdeildrar tillögu um lögleiðingu vændis sé að vernda mannréttindi vændisfólks. Fjöldi fólks hefur sagt sig úr Íslandsdeildinni vegna tillögunnar. 13. ágúst 2015 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Það er sennilega ekki hægt að hugsa sèr meiri kvenfyrirlitningu en þá að segja vændi atvinnutækifæri fyrir konur,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. Tilefnið er ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem segist ekki skilja hvers vegna kvenfrelsissinnar séu á móti því að konur noti vændi sem atvinnutækifæri, sé hvergi nauðung á ferð. Hannes lét ummælin falla á Fésbókarsíðu sinni í gær í tengslum við samþykkt Amnesty International um afglæpavæðingu vændis. Ákvörðunin er vægast sagt umdeild og skiptist fólk í fylkingar á báðum vængjum auk þess sem fjölmargir sjá sjónarhorn beggja og eiga erfitt með að taka afgerandi afstöðu. Hannes Hólmsteinn segir að aðalatriðið um vændi sé hvort upplýst samþykki beggja liggi fyrir. Ef svo er sé ekkert á móti því að þóknun komi fyrir blíðu. „Mér er ekki alveg ljóst, hvers vegna kvenfrelsissinnar eru á móti því, að konur noti þetta atvinnutækifæri, sé hvergi nein nauðung á ferð. Er þetta ekki dæmi um, að sumar konur séu á móti öðrum konum, frekar en að konur séu almennt á móti körlum?“Tvö lögmál skipti öllu Hildur Eir sér hlutina ekki í sama ljósi og háskólaprófessorinn. Segir presturinn að líkaminn sé heilagur. „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí, hann stjórnast af taugakerfi sem er bundið hugsunum og tilfinningum og þess vegna er ekki hægt að umgangast líkamann sem tæki, við fáum í magann þegar við verðum kvíðin, líkaminn framleiðir meira dópamín þegar við verðum ástfangin, mjólk streymir fram í brjóst mæðra þegar þær heyra ungbörnin gráta.“ Hannes er á því að ekki eigi að afgreiða vændi, frekar en önnur siðferðileg álitamál, með því að segja sögur, misjafnlega áreiðanlegar, heldur í ljósi tveggja lögmála og röksemda. 1) Ef menn brjóta ekki rétt á öðrum með því að kaupa eða selja vændi, þá eiga aðrir ekki að skipta sér af því. 2) Ef afleiðingarnar af að banna vændi eru verri en afleiðingarnar af þvi að leyfa það, þá getur verið skynsamlegt að leyfa það. Önnur rökin eru réttindarök, hin nytjarök.
Tengdar fréttir Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir umræðuna um vændisályktun samtakanna vera á villigötum. 12. ágúst 2015 23:44 Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Fjöldaúrsagnir voru boðaðar í kjölfar tillögu samtakanna að gera vændi ekki refsivert. 12. ágúst 2015 13:11 Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að útgangspunktur umdeildrar tillögu um lögleiðingu vændis sé að vernda mannréttindi vændisfólks. Fjöldi fólks hefur sagt sig úr Íslandsdeildinni vegna tillögunnar. 13. ágúst 2015 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir umræðuna um vændisályktun samtakanna vera á villigötum. 12. ágúst 2015 23:44
Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Fjöldaúrsagnir voru boðaðar í kjölfar tillögu samtakanna að gera vændi ekki refsivert. 12. ágúst 2015 13:11
Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að útgangspunktur umdeildrar tillögu um lögleiðingu vændis sé að vernda mannréttindi vændisfólks. Fjöldi fólks hefur sagt sig úr Íslandsdeildinni vegna tillögunnar. 13. ágúst 2015 07:00