Bótox í hársvörðinn er nýjasta æðið Ritstjórn skrifar 13. ágúst 2015 09:00 Síðustu ár hefur hárgreiðslufólk um allan heim hvatt fólk til þess að minnka sjampónotkun til muna og vill meina að nóg sé að þvo hárið 1-2 í viku, ef ekki sjaldnar. Í kjölfarið urðu þurrsjampóin gríðarlega vinsæl, en eitthvað virðist bandaríska kvenþjóðin vera orðin þreytt á þeim og því hafa þær gripið til enn róttækari aðgerða. Já, þær fá sér bótox í hársvörðinn. Bótox er ekki bara þekkt fyrir að lama vöðva í andliti, með því að rjúfa taugaboð milli vöðva og taugaenda, í fegurðarskyni, heldur hefur því einnig verið sprautað með góðum árangri í handarkrika til að stöðva offramleiðslu svita.Læknirinn sem framkvæmir þessa aðgerð heitir Dr. Engelman. Hann prófaði þetta fyrst á sjúkling sem svitnaði óhóflega mikið í hársverði. Virkaði bótoxið svo vel, að nú hefur kúnnahópur hans stækkað til muna. Dr. Engelman segist þurfa að sprauta um 100-200 sinnum í hársvörðinn, og noti til þess mjög fíngerða nál sem passar í hársekkinn. Aðgerðin hefur að hans sögn engin skaðleg áhrif á hárið, heldur auki það ef eitthvað er hárvöxtinn. Hann segir viðskiptavini sína vera mest konur sem hafi verið orðnar þreyttar á því að þurfa að þvo sveitt hárið eftir hvern einasta hot yoga eða spinning tíma.Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Fegurð Mest lesið Baltasar Kormákur í Jör á rauða dreglinum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour Bein útsending: Tískusýning Geysis í Iðnó Glamour Fokk ofbeldi húfur eftir fremstu hönnuði landsins seldar á uppboði Glamour Hið gagnlega tískutrend Glamour Bestu snyrtivörur ársins Glamour Klæddist 800 þúsund króna stígvélum á körfuboltaleik Glamour Sól og sumar hjá Rodebjer Glamour Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour
Síðustu ár hefur hárgreiðslufólk um allan heim hvatt fólk til þess að minnka sjampónotkun til muna og vill meina að nóg sé að þvo hárið 1-2 í viku, ef ekki sjaldnar. Í kjölfarið urðu þurrsjampóin gríðarlega vinsæl, en eitthvað virðist bandaríska kvenþjóðin vera orðin þreytt á þeim og því hafa þær gripið til enn róttækari aðgerða. Já, þær fá sér bótox í hársvörðinn. Bótox er ekki bara þekkt fyrir að lama vöðva í andliti, með því að rjúfa taugaboð milli vöðva og taugaenda, í fegurðarskyni, heldur hefur því einnig verið sprautað með góðum árangri í handarkrika til að stöðva offramleiðslu svita.Læknirinn sem framkvæmir þessa aðgerð heitir Dr. Engelman. Hann prófaði þetta fyrst á sjúkling sem svitnaði óhóflega mikið í hársverði. Virkaði bótoxið svo vel, að nú hefur kúnnahópur hans stækkað til muna. Dr. Engelman segist þurfa að sprauta um 100-200 sinnum í hársvörðinn, og noti til þess mjög fíngerða nál sem passar í hársekkinn. Aðgerðin hefur að hans sögn engin skaðleg áhrif á hárið, heldur auki það ef eitthvað er hárvöxtinn. Hann segir viðskiptavini sína vera mest konur sem hafi verið orðnar þreyttar á því að þurfa að þvo sveitt hárið eftir hvern einasta hot yoga eða spinning tíma.Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Fegurð Mest lesið Baltasar Kormákur í Jör á rauða dreglinum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour Bein útsending: Tískusýning Geysis í Iðnó Glamour Fokk ofbeldi húfur eftir fremstu hönnuði landsins seldar á uppboði Glamour Hið gagnlega tískutrend Glamour Bestu snyrtivörur ársins Glamour Klæddist 800 þúsund króna stígvélum á körfuboltaleik Glamour Sól og sumar hjá Rodebjer Glamour Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour