Jennifer Berg: Risarækjur, heimagerðir kjúklinganaggar og guðdómlegur marens Jennifer Berg skrifar 25. ágúst 2017 12:00 Myndir/Jennifer Nú er föstudagur, öll helgin framundan sem gaman er að eyða í að gera vel við sig í mat. Glamourkokkurinn okkar Jennifer Berg býður hér upp á heimagerða kjúklinganagga, sætkartöflufranskar, jógúrtsósu, risarækjur og guðdómlegan marens. Eitthvað sem ætti að láta jafnt unga sem aldna fá vatn í munninn. Upp með svuntuna og prófum okkur áfram í eldhúsinu. GRILLAÐAR RISA- RÆKJUR Í CHILI OG HVÍTLAUKS MARINERINGUInnihald: (fyrir 4) 500 g risarækjurMarinering: 1⁄2 sítróna, börkur og safi 2⁄3 dl ólífuolía2 msk. hvítvínsedik 1⁄2 rauður chilipipar, fræhreinsaður og fínhakkaður 3 hvítlauksgeirar, pressaðir 2 msk. hökkuð steinselja 2 msk. hakkaður kóríander Salt og pipar 12 grillpinnar og vatnLeiðbeiningar:1. Látið grillpinnana liggja í vatni á meðan marineringin er undirbúin. 2. Leggið öll hráefnin fyrir marineringuna í skál og blandið saman. 3. Takið grillpinnana og setjið 4-5 rækjur á hvern pinna. 4. Leggið í grunnaskál o ghellið nánast allri marineringunni yfir rækjurnar. 5. Leggið plastfilmu yfir skálina og leggið inn í ísskáp í 20-30 mínútur. 6. Takið rækjurnar út úr ísskápnum og hitið upp grillið. 7. Grillið rækjurnar í 3-4mínútur á hvorri hlið eða þangað til þær hafa fengið fínan lit. 8. Hellið Heimagerðir kjúklinganaggar með sætkartöflufrönskum og jógúrt kryddjurtasósuInnihald (fyrir 4)Kjúklinganaggar800 g kjúklingalundir 2 egg 2 dl hveiti 2 dl brauðrasp 2 tsk. ítalskt jurtakrydd 2 msk. steikingarolía Salt og piparSætkartöflufranskar 2 sætar kartöflur 3 msk. ólífuolía 3 msk. kartöflumjöl Salt og piparJógúrt kryddjurtasósa 250 g grísk jógúrt 3 msk. ferskur sítrónusafi 2 msk. hakkaður graslaukur 2 msk. hökkuð steinselja 2 msk. hakkaður kóríander 1 msk. hökkuð mynta Salt og piparLeiðbeiningarKjúklinganaggar: Hitið ofninn í 180 gráður og leggið bökunarpappír á ofnskúffu.Takið fram tvo diska og eina skál. Hrærið eggin saman í skálinni. Setjið brauðraspið á annan diskinn en hveitið, salt, pipar og ítalska kryddið á hinn.Saltið og piprið kjúklinginn. Takið nokkrar kjúklingalundir í einu og veltið upp úr hveitinu. Dýfið þeim svo ofan í eggin og að lokum veltið þeim upp úr brauðraspinu.Leggið kjúklingalundirnar á bökunarpappírinn og eldið í ofni í um 15 mínútur. (Á meðan er gott að undirbúa sætkartöflufrönskurnar).Áður en kjúklingalundirnar eru bornar fram, steikið þær í olíu í 1-2 mínútur eða þangað til þær eru orðnar gullinbrúnar.Sætkartöflufranskar: Hitið ofninn í 225 gráður og leggið bökunarpappír á ofnskúffu. Skolið af sætu kartöflunum og skerið þær í strimla.Leggið kartöflurnar í skál, bætið við ólífuolíu og salti og pipar og blandið öllu saman.8. Bætið kartöflumjölinu saman við kartöflurnar og blandið saman með höndunum. 9. Leggið kartöflurnar á bökunarpappír og bakið í ofninum í 20-30 mínútur. 10. Kryddjurtasósa: Blandið öllum hráefnunum saman í skál og berið fram. Fullkomin terta með marensInnihald (fyrir 8-10)Svampbotn 75 g smjörlíki, við stofuhita 2 dl flórsykur 5 eggjarauður 11⁄2 dl hveiti 11⁄2 tsk. lyftiduft 4 msk. mjólkMarens 5 eggjahvítur 2 dl sykur 1 dl möndluflögurFylling 5 dl rjómi 1⁄2 dl sykur 3 dl afþídd hindberLeiðbeiningarSvampbotn: Hitið ofninn í 180 gráður, stillið hann á blástur.Byrjið á svampbotninum. Leggið bökunarpappír á ofnskúffu eða í stórt eldfast mót (30 x 40 cm), smyrjið bökunarpappírinn með smá smjöri.Blandið smjörinu og flórsykrinum saman í hrærivél, þangað til áferðin er orðin mjúk.Hrærið einu eggi í einu saman við deigið.Blandið saman hveitinu og lyftiduftinu og hrærið síðan saman við deigið og að því loknu bætið þið mjólkinni við.Leggið deigið á bökunarpappírinn og fletjið út með sleikju svo að deigið sé jafnt.Marens: Hrærið saman eggjahvíturnar með helmingnum af sykrinum fyrst en bætið svo við restinni og hrærið þangað til marensinn er orðinn stífur.Smyrjið marensinum yfir allan svampbotninn. Stráið svo möndluflögunum yfir marensinn.Bakið í neðri hluta ofnsins í um 20 mínútur.Takið tertuna út úr ofninum og látið kólna. 11. Fylling: Hrærið saman rjómanum og sykrinum og blandið síðan hindberjunum saman við. 12. Skiptið tertunni í tvennt. Leggið annan hlutann á diskinn sem þið ætlið að bera tertuna fram á og látið marensinn snúa upp. Smyrjið hindberjarjómanum ofan á tertuna og leggið síðan hinn helminginn af tertunni ofan á svo að úr verði samloka. Skreytið kökuna með meira af berjum ef þið viljið. Berið kökuna fram og njótið!Þessar uppskriftir birtust fyrst í júlí/ágústblaði Glamour. Öll hráefni í uppskriftir Jennifer má finna í Krónunni! I'm happy to announce that I'm one of @vinochmatguiden new profiles alongside Swedish celebrity and top chefs! Looking forward to some more cooking and baking #Chefjen #Foodblogger #vinochmatguiden #upgradedchrissyteigen PS. Don't forget to Follow my food IG @cookitwithjen A post shared by Jennifer Berg Pinyojit (@jenniferbergp) on Dec 7, 2016 at 1:12pm PST Mest lesið Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour Gefur út sína eigin förðunarlínu 82 ára Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour "Grandinn er að vaxa sem spennandi verslunarsvæði“ Glamour Adwoa Aboah fyrirsæta ársins Glamour Sturlaðir tímar Glamour Idris Elba og Jourdan Dunn sögð vera að stinga saman nefjum Glamour Líður vel þar sem lætin eru mest Glamour Eiga von á barni Glamour
Nú er föstudagur, öll helgin framundan sem gaman er að eyða í að gera vel við sig í mat. Glamourkokkurinn okkar Jennifer Berg býður hér upp á heimagerða kjúklinganagga, sætkartöflufranskar, jógúrtsósu, risarækjur og guðdómlegan marens. Eitthvað sem ætti að láta jafnt unga sem aldna fá vatn í munninn. Upp með svuntuna og prófum okkur áfram í eldhúsinu. GRILLAÐAR RISA- RÆKJUR Í CHILI OG HVÍTLAUKS MARINERINGUInnihald: (fyrir 4) 500 g risarækjurMarinering: 1⁄2 sítróna, börkur og safi 2⁄3 dl ólífuolía2 msk. hvítvínsedik 1⁄2 rauður chilipipar, fræhreinsaður og fínhakkaður 3 hvítlauksgeirar, pressaðir 2 msk. hökkuð steinselja 2 msk. hakkaður kóríander Salt og pipar 12 grillpinnar og vatnLeiðbeiningar:1. Látið grillpinnana liggja í vatni á meðan marineringin er undirbúin. 2. Leggið öll hráefnin fyrir marineringuna í skál og blandið saman. 3. Takið grillpinnana og setjið 4-5 rækjur á hvern pinna. 4. Leggið í grunnaskál o ghellið nánast allri marineringunni yfir rækjurnar. 5. Leggið plastfilmu yfir skálina og leggið inn í ísskáp í 20-30 mínútur. 6. Takið rækjurnar út úr ísskápnum og hitið upp grillið. 7. Grillið rækjurnar í 3-4mínútur á hvorri hlið eða þangað til þær hafa fengið fínan lit. 8. Hellið Heimagerðir kjúklinganaggar með sætkartöflufrönskum og jógúrt kryddjurtasósuInnihald (fyrir 4)Kjúklinganaggar800 g kjúklingalundir 2 egg 2 dl hveiti 2 dl brauðrasp 2 tsk. ítalskt jurtakrydd 2 msk. steikingarolía Salt og piparSætkartöflufranskar 2 sætar kartöflur 3 msk. ólífuolía 3 msk. kartöflumjöl Salt og piparJógúrt kryddjurtasósa 250 g grísk jógúrt 3 msk. ferskur sítrónusafi 2 msk. hakkaður graslaukur 2 msk. hökkuð steinselja 2 msk. hakkaður kóríander 1 msk. hökkuð mynta Salt og piparLeiðbeiningarKjúklinganaggar: Hitið ofninn í 180 gráður og leggið bökunarpappír á ofnskúffu.Takið fram tvo diska og eina skál. Hrærið eggin saman í skálinni. Setjið brauðraspið á annan diskinn en hveitið, salt, pipar og ítalska kryddið á hinn.Saltið og piprið kjúklinginn. Takið nokkrar kjúklingalundir í einu og veltið upp úr hveitinu. Dýfið þeim svo ofan í eggin og að lokum veltið þeim upp úr brauðraspinu.Leggið kjúklingalundirnar á bökunarpappírinn og eldið í ofni í um 15 mínútur. (Á meðan er gott að undirbúa sætkartöflufrönskurnar).Áður en kjúklingalundirnar eru bornar fram, steikið þær í olíu í 1-2 mínútur eða þangað til þær eru orðnar gullinbrúnar.Sætkartöflufranskar: Hitið ofninn í 225 gráður og leggið bökunarpappír á ofnskúffu. Skolið af sætu kartöflunum og skerið þær í strimla.Leggið kartöflurnar í skál, bætið við ólífuolíu og salti og pipar og blandið öllu saman.8. Bætið kartöflumjölinu saman við kartöflurnar og blandið saman með höndunum. 9. Leggið kartöflurnar á bökunarpappír og bakið í ofninum í 20-30 mínútur. 10. Kryddjurtasósa: Blandið öllum hráefnunum saman í skál og berið fram. Fullkomin terta með marensInnihald (fyrir 8-10)Svampbotn 75 g smjörlíki, við stofuhita 2 dl flórsykur 5 eggjarauður 11⁄2 dl hveiti 11⁄2 tsk. lyftiduft 4 msk. mjólkMarens 5 eggjahvítur 2 dl sykur 1 dl möndluflögurFylling 5 dl rjómi 1⁄2 dl sykur 3 dl afþídd hindberLeiðbeiningarSvampbotn: Hitið ofninn í 180 gráður, stillið hann á blástur.Byrjið á svampbotninum. Leggið bökunarpappír á ofnskúffu eða í stórt eldfast mót (30 x 40 cm), smyrjið bökunarpappírinn með smá smjöri.Blandið smjörinu og flórsykrinum saman í hrærivél, þangað til áferðin er orðin mjúk.Hrærið einu eggi í einu saman við deigið.Blandið saman hveitinu og lyftiduftinu og hrærið síðan saman við deigið og að því loknu bætið þið mjólkinni við.Leggið deigið á bökunarpappírinn og fletjið út með sleikju svo að deigið sé jafnt.Marens: Hrærið saman eggjahvíturnar með helmingnum af sykrinum fyrst en bætið svo við restinni og hrærið þangað til marensinn er orðinn stífur.Smyrjið marensinum yfir allan svampbotninn. Stráið svo möndluflögunum yfir marensinn.Bakið í neðri hluta ofnsins í um 20 mínútur.Takið tertuna út úr ofninum og látið kólna. 11. Fylling: Hrærið saman rjómanum og sykrinum og blandið síðan hindberjunum saman við. 12. Skiptið tertunni í tvennt. Leggið annan hlutann á diskinn sem þið ætlið að bera tertuna fram á og látið marensinn snúa upp. Smyrjið hindberjarjómanum ofan á tertuna og leggið síðan hinn helminginn af tertunni ofan á svo að úr verði samloka. Skreytið kökuna með meira af berjum ef þið viljið. Berið kökuna fram og njótið!Þessar uppskriftir birtust fyrst í júlí/ágústblaði Glamour. Öll hráefni í uppskriftir Jennifer má finna í Krónunni! I'm happy to announce that I'm one of @vinochmatguiden new profiles alongside Swedish celebrity and top chefs! Looking forward to some more cooking and baking #Chefjen #Foodblogger #vinochmatguiden #upgradedchrissyteigen PS. Don't forget to Follow my food IG @cookitwithjen A post shared by Jennifer Berg Pinyojit (@jenniferbergp) on Dec 7, 2016 at 1:12pm PST
Mest lesið Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour Gefur út sína eigin förðunarlínu 82 ára Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour "Grandinn er að vaxa sem spennandi verslunarsvæði“ Glamour Adwoa Aboah fyrirsæta ársins Glamour Sturlaðir tímar Glamour Idris Elba og Jourdan Dunn sögð vera að stinga saman nefjum Glamour Líður vel þar sem lætin eru mest Glamour Eiga von á barni Glamour